Ég ætla að fjalla um Final Fantasy Versus, því miður ætla ég að skrifa aðra grein fyrir Agito. Ég lofa að vanda mig betur í þetta skipti.
Final Fantasy Versus
Saga:
Ekki ert margt vitað um sögu leiksins en Square segir svo að það er verið að berjast um seinasta krystallin. Trailerinn sýnir dularfullan mann, sagður seinasti erfingi konungsættar, ríkjandi seinustu borginni á jörðinni sem á krystal, sem undir ófyrirséðum aðstæðum, er neyddur til þess að taka til bragða þegar konungsríki hans, bæjarbúar og krystall konungsríkisins verða undir árás frá “ræningjum” sem ætla sér að taka yfir borgina og krystalin þess sem sitt eigið.
Þróun:
Líkt og það sem ég skrifaði fyrir stuttu í Final Fantasy XIII greininni, þá hefur Square sagt Versus alls ekki tengdan Final Fantasy XIII eða Final Fantasy XIII Agito. Þótt að heimurinn er sá sami þá er ekkert tengt á milli þeirra.
Hugmyndinn á Final Fantasy XIII Versus fengu Square fyrir tvem eða þrem árum síðan vegna E3 2006, í sameiningu með Final Fantasy XIII. Eftir að kynningaeintakið af Final Fantasy VII fyrir Playstation 3 var fullklárað.
Ágætlega mikið magn af því sem var gert var fyrst ætlað Playstation 2 en síðan, seinna, flutt yfir á Playstation 3. Og vegna þess þurftu þeir í Square að byrja næstum allt upp á nýtt.
Square, nýlega, sögði frá því að þeir keyptu heimild á Epic Games’ Untreal Engine 3 til að nota á næstu kynslóðar leiki, en hafa ekki minst á hvort að Final Fantasy XIII Versus munu nota hana eða ekki, en þeir sögðu Final Fantasy XIII mun nota White Engine, sem ég fjallaði smá um í fyrri grein minni.
Það hefur nýlega verið tilkynnt að Final Fantasy XIII Versus mun taka upp hreyfanlegu skynjara möguleikana sem fylgja SixAxis fjarstýringuni.
Battle Kerfið:
Lítið svo á sem ekkert er vitað um “combat-kerfið” í Final Fantasy XIII Versus. En dularfulla persónan sem birtist í trailerinum er sögð hafa rauð augu þegar hann fer í orrustu og hvítt hár þegar hann hoppar eða teleportar sig. Ég býst við að combat-kerfið verði mjög svipað og í Final Fantasy XIII, eða kannski meir líkt Final Fantasy XII eða Devil May Cry.
Veröld:
Líkt og með alla Final Fantasy leiki þá er mótun veraldinnar einstök og í þetta sinn er sýnist hún vera frá miðöldum. Land aðalpersónunar er mjög þróað og nútímalegt á einhvern hátt, og það eina í veröldinni. Öll hin löndinn virðast hafa haldið sig við miðaldinar. Aðal kraftur veraldinar er krystalar. Öll löndin, nema aðalpersónunar, virðast hafa átt þá, en misst krystalana vegna óstoppandi stríðs. Það virðist að öll hin löndin hafa gert auðlindir sínar að vopnum, sem veitir þeim þróaðari rifla frekar en sverð og galdra. Og nú, hefur bara aðalpersónan okkar seinasta krystalin, og mikið stríð er haldið til þess að eignast seinasta krystalin, þar sem það er notfært fyrir herinn.
Characters:
Aðal hetjan er dularfullur ungur maður með dökkt blátt hár og fagurrauð augu. Hann er seinasti erfingi konungsættar, ríkjandi seinustu borginni í heiminum, sem stjórnar krystölum. Hann verndar borg sína frá ræningjunum sem ætla sér að ná borginni og taka krystalinn sem sinn eigin. Hann getur notað mörg vopn, þar á meðal sverðum og spjótum. Eins og sést í trailerinum þá getur hann notað sverðin og spjótinn til að vernda sjálfum sér frá skaða eða skaða óvini. Augu hans gerast rauð þegar hann heldur inní orrustu og hárið hans hvítt þegar hann flyst á milli (teleport) eða stekkur. Það gæti líka verið að hann gæti framkvæmt galdra, eins og Nomura sagði.
Nomura hefur sagt það að kvenhetja mun einnig slást í lið við aðal hetjuna, og mun vera kynnt seinna.
Dularfullu hermennirnir… Lítið er vitað um hermennina sem birtast í trailerinum, en þeir klæðast brynjum sem má líkja við miðaldrar hönnun en nota riffla sem vopn, sem líkjast nútímalegu sjálfvirku rifflunum.
Afsakið allar stafsetningarvillur, málfræðileg mistök og enskuslettur.
-Wikipedia og google-