Ég biðst afsökunar á öllum enskuslettum og málfræðivillum.
Þetta eru eiginlega bara uppáhalds persónurnar mínar úr FF VII-X samt …
Anyways, þetta eru persónur 12-1 á listanum mínum.
Enjoy!
Númer 12. Tidus
Aldur: 17 ára
Vopn: Sveeerð!
Leikur: Final Fantasy X
Uppáhalds Quote: This is my story. It'll go the way I want, or I'll end it here.
Já sumir hafa eitthvað rosalegt á móti aumingja Tidusi, sjálfur elska ég hann algjörlega (ein ástæða þess er að James Arnold Taylor talsetur hann sem ég dýrka :P) Fyndin persóna og stundum jafnvel svalur. Aðalpersónan í FF X og hann verður að bjarga heiminum frá hinum illa (og stóra) Sin. Hann berst með sverði sem heitir Brotherhood (nema maður skipti sverðinu út fyrir annað sem er ekki svo snjallt). Hann spilar líka Blitzball sem er stórfurðuleg vatnaíþrótt. Tidus … YEAH!
Númer 11. Laguna Loire
Aldur: 27 ára
Vopn: Machine Gun :O
Leikur: Final Fantasy VIII
Uppáhalds Quote: You guys… sure have guts. You know how high this cliff is…!?
Það eru fáar persónur til sem ná að vera bæði eitursvalar og algjörlega drepfyndnar. Laguna er ein af persónunum sem ná þessu. Maður fékk stundum að leika hann í FF VIII og í hvert skipti naut ég þess í botn! Skýtur óvini sína niður með vélbyssu og berst alltaf með tveim félögum sínum, Kiros og Ward. Hann er algjör skræfa. Fær við og við krampa í fótinn, ahhh góðir tímar … góðir tímar.
Laguna … elska hann!! =D
Númer 10. Jecht
Aldur: Myndi giska á svona 35 ára …
Vopn: Sverð beibí … sverð!
Leikur: Final Fantasy X
Uppáhalds Quote: You'll cry. You're gonna cry. You always cry. See? You're crying.
Hann er kannski engin sérstök aðalpersóna, en Jecht er einn af mínum uppáhalds. Fyrst þegar ég spilaði FF X fannst mér hann ágætur og fínn. En eftir að ég var búinn að vinna leikinn fannst mér hann svo svalur … svo úber, úber svalur (you agree yes?)
Jecht er pabbi Tidusar og er legendary blitzball player! Hann hvarf einn góðan veðurdag og hefur ekki sést síðan þá … Hann var ekkert sérstaklega skemmtilegur við son sinn :/
Sem sagt, Jecht, svalur, 10 sæti … kewl.
Númer 9. Barret Wallace
Aldur: 35 ára
Vopn: ýmsar byssur sem hann festir við hendina á sér
Leikur: Final Fantasy VII
Uppáhalds Quote: I don't got any answers. I wanna be with Marlene… But I gotta fight. ‘Cause if I don’t, the planet's gonna die… So I'm gonna keep fightin'!
Yndislegur maður hann Barret … hreint yndislegur. Blótar kannski aðeins of mikið en það gerir ekkert til. Barret er stór og sterkur gaur í FF VII sem notar byssuhendi sína í bardaga. Hann er foringi AVALANCHE hópsins sem er að reyna bjarga plánetuni frá ýmsu. Oft lét Barret mig hlæja í gegnum leikinn. Hann á dóttur sem heitir Marlene (sem er þó ekki dóttir hans .. eða hvað? Man ekki almennilega). Barret reiðist auðveldlega og fær maður oft að sjá hann hoppa um af bræði í leiknum. Rosalegur karakter! :D
Númer 8. Adelbert Steiner
Aldur: 33 ára
Vopn: Sverð
Leikur: Final Fantasy IX
Uppáhalds Quote: Having sworn fealty, must I spend my live in servitude?
STEINER! Hann er æðislegur, hann er drepfyndin náungi. Steiner er riddari í FF IX sem verndar Garnett prinsessu og mundi aldrei í lífinu láta neitt koma fyrir hana. Hann móðgast rosalega auðveldlega þessi maður og hoppar hann þá um og það heyrast læti í herklæðum hans, yndislegt alveg hreint .. yndislegt. Steiner er pottþétt einn af fyndnustu FF karakterunum. Hann berst með sverðinu sínu. Hann er frekar misheppnaður náungi … en ég dýrka hann! =)
Númer 7. Cid Highwind
Aldur: 32 ára
Vopn: Spjót
Leikur: Final Fantasy VII
Uppáhalds Quote: Sit your ass down in that chair and drink your goddamn TEA!
Af öllum þessum Cid-um í FF þá er FF VII Cid-inn lang uppáhalds Cid-inn minn (þetta var fönký setning).Cid er airship gaur sem er alltaf með sígarettu í munninum. Hann blótar líka stanslaust. Hann notar spjótið sitt í bardögum. Cid býr í Rocket Town og þar hannaði hann hið undursamlega airship Highwind. Ég veit ekki af hverju en ég held bara afskaplega mikið uppá þennan karakter. Cids theme, eða lagið sem kemur alltaf þegar eitthvað mikilvægt er að koma um Cid er líka eitt af bestu FF lögunum! Yeah!
Númer 6. Squall Leonhart
Aldur: 17 ára
Vopn: Gunblade … svalasta vopn EVAH!
Leikur: Final Fantasy VIII
Uppáhalds Quote: Yeah, Whatever.
Þið hélduð þó ekki að ég myndi sleppa hinum dýrlega Squall er það? Þó svo að Squall minni mann kannski svolítið á EMO … þá er hann það ekki. Squall er bara flókinn og svalur gaur. Og ef einhver segir annað þá drep ég hann hægt. Squall er aðalpersónan í FF VIII og er í sérstökum hópi í skólanum sínum, Balamb Garden, hópurinn er kallaður SeeD. Squall berst með ofursvölu Gunblade og er eitthvað að bjarga heiminum og svona. Erkióvinur hans er Seifer sem gaf honum stórt ör á andlitið (sem eikur bara á kúlið sko).
Jebbz, Squall er svo svalur að hann gæti fryst sólina! …
Númer 5. Cloud Strife
Aldur: 21 árs
Vopn: Sverð .. stór sverð
Leikur: Final Fantasy VII
Uppáhalds Quote: No one lives in the slums because they want to. It's like this train. It can only go where the tracks take it.
Auðvitað er Cloud á listanum, auðvitað! Hann er spikey haired mercinary með stórt sverð. Hvað er ekki svalt við það? EKKERT! Yfirleitt þögull gaur sem segir ekki meira en hann þarf. Aðalpersónan í FF VII og hjálpar AVALANCHE að bjarga heiminum og berjast við Sephiroth og svona. Forsaga Clouds er ein svalasta forsaga sem til er. Hann er einnig fyrrum SOLDIER og vann fyrir Shinra. Úh, ég fæ bara gæsahúð þegar ég hugsa um allt þetta með Zack og Sephiroth og allt það … ahhh! =D
Númer 4. Vivi Orunitia
Aldur: 9 ára …
Vopn: Hann notar staf til að galdra
Leikur: Final Fantasy IX
Uppáhalds Quote: How do you prove that you exist … ? Maybe we don't exist …
Ef að einhver segir að Vivi sé leiðinleg persóna þá er hann geðbilaður! Vivi er yndæll lítill black mage úr FF IX sem ævintýrast með Zidane og co. Hann notar galdra sem vopn og þrátt fyrir að vera bara 9 ára er hann mjög þroskaður. Hann er samt rosalega óöruggur og vill vita eitthvað um uppruna sinn. Það er erfitt að vorkenna ekki litla krílinu. Um leið og ég sá Vivi fyrst detta þá dýrkaði ég hann. Hann lét mig hlæja og gráta í gegnum leikinn (samt ekki sko .. hver grætur yfir tölvuleik?). Vivi er einn af þessum persónum sem allir elska bara, held ég. Enda er hann frábær! :)
Númer 3. Vincent Valentine
Aldur: 27 ára
Vopn: Byssa
Leikur: Final Fantasy VII
Uppáhalds Quote: I don't care what you're doing, so much as the idiotic way you're doing it
Í þriðja sætinu er hinn eitursvali Vincent Valentine. Hann berst með byssu og er auka party member í FF VII (sem þýðir að maður ÞARF ekki að fá hann í lið með sér en maður GETUR það). Hann hjálpar Cloud og co. Í ævintýrunum. Ein af ástæðunum fyrir að hann er svona ofarlega er að hann er með svo æðislega forsögu. Og þegar maður finnur hann í þessari kistu … ógleymanlegt. Vincent getur breytt sér í ýmiss skrímsli vegna tilrauna sem gerðar voru á honum, það gerir hann enn svalari. Vincent er næstum OF svalur, svarta hárið og rauða skykkjan … og byssan hans …. ahhh! Og allt málið með Lucreciu og það allt, hvílík snilld. Vincent er alveg fáránlega góður karakter.
Númer 2. Auron
Aldur: 35 ára
Vopn: Sverð
Leikur: Final Fantasy X
Uppáhalds Quote: Every story must have an ending.
Ekki segja mér að ég þurfi að útskýra fyrir ykkur af hverju Auron er hér? Auron er svo ótrúlega góður karakter að það er bara ekki eðlilegt. Það er ekki einn slæmur hlutur við Auron … ekki einn! Auron er legendary guardian sem berst með Tidusi og félögum við Sin. Hann þekkti Jecht á sínum tíma og var vinur hans. Óendanlega svalur gaur, stórt sverð, sólgleraugu, rauður frakki. Sagan hans Aurons er næstum því betri en sagan sjálf í FF X Og eftir endann á leiknum varð Auron fimmtán sinnum svalari og betri, Auron er einn af bestu karakterum allra tíma að mínu mati.
Númer 1. Sephiroth
Aldur: Ekki vitað
Vopn: Masamune (sverð)
Leikur: Final Fantasy VII
Uppáhalds Quote: In my veins courses the blood of the ancients… I am one of the rightful heirs to this planet!
Þeir sem þekkja mig eitthvað vissu að Sephiroth yrði á listanum, og þeir sem þekkja mig vel vissu að hann yrði númer 1. Auðvitað er Sephiroth í fyrsta sæti. Hann er nánast fullkominn. Og svalur er hann sko, sítt hvítt hár og skær græn augu með stórt sverð og evil plan til að eyða heiminum. Það er svalt … mjög! Sephiroth var eitt sinn í SOLDIER og var sá besti þar, langbesti. Hann var algjört legend. Þegar leikurinn byrjar þá er Sephiroth búinn að vera horfinn í fimm ár. Forsaga Sephiroths er alveg ótrúlega góð og maður fær gæsahúð þegar maður hugsar um hana. Þessi karakter er svo magnaður að það er bara ekki almennilega hægt að lýsa því! =D
Með þessu líkur grein minni. Vonandi var lesturinn ánægjulegur.
Sjáumst?
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?