Uppáhalds FF persónur mínar. Fyrri hluti. 25-13 Sælt veri fólkið, skrifaði grein í tvem pörtum um 25 uppáhalds FF persónur mínar úr FF VII til FF X

Í þessum hluta eru 25 – 13 uppáhalds persónurnar mínar. Þetta eru samt bara uppáhalsd í augnablikinu, listinn er alltaf að breytast =)
Skrifa eitthvað smá um hvað mér finnst um persónurnar og svona. Biðst velvirðingar á villum og rosalega mörgum enskuslettum. Partur númer 2 ætti síðan að koma bráðlega.

Það eru líklega einhverjir spoilerar hér en mjög litlir nema ég merki sérstaklega við þá!

Njótið vel! :)




Númer 25. Selphie Tilmitt
Aldur. 17 ára
Vopn: Oversized nunchucks :D
Leikur: Final Fantasy VIII
Uppáhalds Quote: “Hey Everybody! Peace! And! Love!”

Já hver man ekki eftir Selphie, klaufanum úr FF VIII ? Alveg ótrúlega fyndin karakter sem lífgar upp á aðstæður hversu myrkar sem þær eru. Einn af nemendunum í Balamb Garden (skóli) og ásamt Squall og co. Ferðast hún til að bjarga heiminum hvorki meira né minna og hún berst með einhverjum oversized nunchucks :D
Selphie var svona “transfer student” í leiknum og þegar maður fyrst hittir hana á maður að sýna henni Balamb (nema maður sé leiðinlegur og velji “no”). Það kemur mér eiginlega á óvart að hún skuli hafa meikað það á listan minn því ég hef svo sem ekki mikið pælt í Selphie, en jæja hér er hún þó og hún er bara skrambi góð persóna finnst mér.

Númer 24. Rinoa Heartilly
Aldur. 17 ára
Vopn: Blaster Edge
Leikur: Final Fantasy VIII
Uppáhalds Quote: “You're mean. MEANY!”

Úh, önnur FF VIII persóna. Rinoa er virkilega hötuð af mörgum FF fönum og ég skil eiginlega ekki af hverju. Hún er fyndin og skemmtileg persóna finnst mér. Þegar maður sér hana fyrst er hún á dansleik og þau Squall dansa saman, híhí. Hlægilegt var það :)
Anyways, hún er af einhverjum rosalega noble ættum og hjálpar seeD að bjarga heiminum og svona. Hún berst með blaster edge sem er svona handa lásaboga-thingie eitthvað. Ég var líka virkilega hissa að sjá Rinou á listanum mínum en hér er hún :O

Númer 23. Bugenhagen
Aldur: Dunno … OLD! ;O
Vopn: Hann berst ekkert
Leikur: Final Fantasy VII
Uppáhalds Quote: “Looking up at the sky too much makes you lose perspective”

Ójá gott fólk, ég setti hann Bugenhagen gamla á listann minn. Hann er ekki nein rosaleg aðalpersóna en ég hef alltaf fílað svona gamla vitra fyndna gaura.
Bugenhagen er “afi” Red XIII úr FF VII og býr í þorpi sem heitir Cosmo Canyon. Hann býr þar í einhverjum stjörnuturni eða eitthvað og gefur manni nokkur góð ráð along the way. Get ekki skrifað neitt mikið meira um hann er ég hræddur um … en allavega, fíla karlinn í tætlur ;D

Númer 22. Red XIII
Aldur: Man ekkiiiii!
Vopn: Klærnar og tennurnar hans :O
Leikur: Final Fantasy VII
Uppáhalds Quote: “It's pretty hard standing on two feet.”

Ég hef alltaf haldið dálítið uppá hann Red sem er einhverskonar hundur eða úlfur eða eitthvað. Eitt sinn var hann í sakleysi sínu að labba um og illa fyrirtækið Shin-Ra náði honum og gerði hann að tilraunardýri. Og hann var tilraunadýr alveg þangað til Cloud og félagar komu og björguðu honum. Red joinaði síðan Cloud og co. Og fór að stoppa Sephiroth hinn illa með þeim. Það er bara eitthvað við þennan karakter svo “likeable” svo ég varð að hafa hann á listanum. Úber svalur náungi.

Númer 21. Tifa Lockhart
Aldur. 20 ára
Vopn: Notar hendur og fætur
Leikur: Final Fantasy VII
Uppáhalds Quote: “Words aren't the only thing that tell people what you're thinking”

Ójá, enn einn FF VII karakterinn og ekki sá síðasti á listanum. Tifa er bara snilldar persóna, sumir hata hana. En ég segi að við brennum það fólk, who’s with me? Anyways, Tifa ólst upp með Cloud í Nibelheim, eftir að Cloud joinaði SOLDIER þá varð Tifa leið og yfirgaf Nibelheim og fór til Midgars. Þar joinaði Tifa lítinn uppreisnarhóp sem var kallaður AVALANCHE og keypti bar sem hét 7th heaven og settist þar að. Semsagt, Tifa … úber svöl … ógleymanleg persóna. Yeah!

Númer 20. Seifer Almasi
Aldur. 18 ára
Vopn: Gunblade .. svalasta vopn EVAH!
Leikur: Final Fantasy VIII
Uppáhalds Quote: “I have a chicken wuss and a guy who's just reached puberty in my squad!”

**SPOILER ÚR FF VIII** :O
Yeah! Seifer er rivalinn hans Squall. Seifer og Squall eru þeir einu í FF VIII sem eru með Gunblade sem vopn. Auðvitað komst Seifer á listan, svalur og snjall, með kúl vopn og í svölum frakka. Seifer er líka sá sem gaf Squall svala örið sem hann er með á andlitinu og Squall gerði hið sama við Seifer. Seifer byrjar sem gaur í liðinu manns en í gegnum leikinn spillist hann svona smá og fer að vinna fyrir “the sorceress” :O
Hann er samt ekki beinlínis “evil” myndi ég segja …

Númer 19. Zell Dincht
Aldur. 17 ára
Vopn: Hendur hans og fætur ..
Leikur: Final Fantasy VIII
Uppáhalds Quote: “We're SeeDs! We're trained to kick the sorceress' ass!”

Ahh .. Zell, karakterinn sem kom mér oftast til að brosa í FF VIII .. good times. Svalur, ljóshærður og bláeygur piltur sem æsist auðveldlega. Zell, eins og eiginlega allir aðal karakterarnir, er í SeeD og á að stoppa “the sorceress” :O
Eitursvalur og fyndin náungi og ég gat alls ekki sleppt honum úr þessum lista, einn af fyndnustu FF karakterunum! …
..
… semsagt, Zell er svalur, og fyndin, og skemmtilegur! :D


Númer 18. General Beatrix
Aldur: Ekki vitað (gæti verið um 33 ára?)
Vopn: Save the Queen (sem er sverð)
Leikur: Final Fantasy IX
Uppáhalds Quote: “I commend your courage, but I will show you no mercy.”

Fyrsta FF IX persónan! Vá. Og það er Beatrix, ekki halda að það að vera einhver aukapersóna stoppi mig, Beatrix er líklega einn svalasti karakterinn í Final Fantasy seríunni. Með kúl sverðið sitt og þetta band á hausnum fyrir einu auganu. Beatrix er foringin í her Alexandriu borgar og er fyrir drottninguna að reyna að stoppa Zidane og co. Við og við þarf maður að berjast við hana þangað til hún gerir eitthvað move sem lætur mann missa öll lífin nema eitt. Snilldar persóna sem á skilið að vera á listanum! =D

Númer 17. Wakka
Aldur: 23 ára
Vopn: Blitzball
Leikur: Final Fantasy X
Uppáhalds Quote: “I'm Wakka, coach and captain of the Besaid Aurochs, brudda.”

Viti menn, fyrsti FF X karakterinn, og það er hann Wakka. Algjör snilldar gaur þessi náungi, blitzball player og þess vegna berst hann með blitzboltum sem hann dúndrar í óvinina. Wakka er einn af “guardionunum” hennar Yunu sem vernda hana á leiðinni til að sigra hinn illa Sin. Wakka er á listanum af þó nokkrum ástæðum, hann er mjög fyndin persóna, röddin á honum er snilld (það má þakka John DiMaggio fyrir það) hárið á honum er svalt og hann er bara mjög góð og eftirminnileg persóna í heildina.

Númer 16. Zidane Tribal
Aldur: 16 ára
Vopn: Annað hvort daggers (litlir hnífar) eða bladed polearm (Svona Darth Maul sverð með tvem blade-um .. nema ekki geislasverð)
Leikur: Final Fantasy IX
Uppáhalds Quote: “[eftir að snerta rassin á Garnett fyrir slysni] Oooh… Soft!”

Zidane, sumir hata hann, aðrir elska hann. Persónulega elska ég hann. Zidane er fyndin kvennabósi úr FF IX .. með skott :O
Já, Zidane lét mig ófáum sinnum brosa í gegnum leikinn og jafnvel hlægja. Ég get ekki sagt að hann sé neitt rosalega svalur eins og ég hef notað á aðrar persónur hér fyrir ofan en hann er sniðugur og fyndin og ógleymanlegur =D

Númer 15. Rikku
Aldur: 15 ára ..
Vopn: Claws .. yeah!
Leikur: Final Fantasy X og X-2
Uppáhalds Quote: “Activate Super-Duper-Mecha-Ultra-Assault Mode.”

Yeah! Rikku. Auðvitað gat ég ekki sleppt henni, hún er yndisleg =D
Segir ranga hluti á röngum stundum, ekki gáfaðasta manneskja í heimi hún Rikku.
Ein af “Yuna’s guardians” sem verndar hana á meðan hún reynir að fara og stoppa Sin! Þjófur og dóttir sjáfs Cid’s. Held samt að fólk eigi ekki eftir að verða mér sammála um hana Rikku, fólki finnst hún oft pirrandi. Maður hittir hana fyrst í leiknum þegar hún er með Al-Bhed hópnum sínum og hún kýlir mann í magann :O

Númer 14. Quina Quen
Aldur: ???
Vopn: Gafflar =D
Leikur: Final Fantasy IX
Uppáhalds Quote: “World not complicated place. World only have two things: Things you can eat and things you no can eat.”

Quina! Ein af fyndnustu persónum FF leikjanna. Engin veit hvort Quina er karlkyns eða kvenkyns en sjálfur finnst mér bleik fötin og svona benda til kvenkyns.
Berst með göfflum og getur notað sérstakan hæfileika í bardögum til að borða óvinina. Ávallt segir hún eitthvað fyndið og sniðugt og segir það á einkar sniðugan hátt. Quinu finnst gaman að veiða froska og borða þá og getur maður veitt þá handa henni í leiknum í svona minigame sem er afskaplega skemmtilegt finnst mér.

Númer 13. Yuffie Kisaragi
Aldur: 16 ára
Vopn: Shuriken, knife, boomerang, origami.
Leikur: Final Fantasy VII
Uppáhalds Quote: “Oh GAWD! If I knew this was gonna happen, I would've
taken rope escape lessons more seriously!!”

Ahh, Yuffie. Þjófurinn/Ninjan unga frá smábænum Wutai. Leynipersóna í FF VII Til þess að fá hana þarf maður að mæta henni í svona random battle, hún spyr mann þá marga spurninga sem maður þarf að svara réttum og þá joinar hún liðið manns. Mér finnst Yuffie vera algjör snillingur, ótrúlega fyndin sérstaklega þegar hún var æst og kýldi útí loftið .. (þið munið hvað ég er að tala um right?) Alltaf að seilast eftir materianu manns, ahh .. þegar hún stal því öllu og flúði til Wutai og maður þurfti að finna hana. Ógleymanlegt gaman. Yuffie er snillingur, mér er sama hvað öðrum finnst.


Well .. þetta voru 25-13 uppáhalds persónur mínar úr FF VII – FF X

Seinni hlutinn ætti að koma bráðlega með topp tólf persónunum.
See ya!
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?