Mig langar að koma með smá úr ff7 þar sem ég hef séð marga kvarta yfir einu atriði úr honum,það hafa margir verið mjög ósáttir með að missa einn besta karakterinn þar að segja aeris og eins og margir hafa sjálfsagt tekið eftir er hún stundum líka kölluð aerith
Bæði nöfnin eru reyndar rétt hún er kölluð aerith í japönsku útgáfunni en aeris í þeirri ensku,en hún er ekki sú eina úr final fantasy 7 td eru elena,theng og reno með önnur nöfn í japönsku útgáfunni sem eru yrena,zeng og leno.
Framleiðendur ff7 hafa fengið milljónir af tölvupósti frá fólki sem mótmælir dauða aeris í leiknum og margir hafa viðurkennt að hafa grátið við atriðið þar sem hún deyr(og lýsa einnig frá því í tölvupóstinum)
Stóra spurningin:Af hverju dó aeris?
Margir hafa spurt að þessari spurningu
Aðalmaðurinn(director) að ff missti móður sína fyrir nokkrum árum.Hann var það sorgmæddur og reiður að hann vildi deila sorg sinni með öðrum,ekki bara fjölskildu sinni heldur öllum þeim sem spila tölvuleiki um allan heim.Í viðtali sagði hann að hann hefði orðið svo sorgmæddur vegna láts móður sinnar að honum langaði að hafa þema næsta ff leiks(ff7) um líf og dauða.Þegar verið var að búa til ff7 setti hann það þannig upp að sá sem spilaði leikinn myndi verða náinn sætri og saklausri stelpu sem heitir aeris,þegar leikurinn er næstum hálfnaður missum við aeris í einu mesta dramatískasta og sorgmæddasta 2 min atriði sem við höfum séð.Í þessu atriði biður aeris til guðs á meðan sephiroth stingur sverði sínu í gegnum bakið á henni.Aeris deyr og við heyrum fallegustu og mest sorgmæddustu tónlist sem við höfum heyrt,en í endanum þá var aeris þarna og hún fór aldrei.Aeris var drepin af þeim sem bjó til leikinn ekki sephiroth.
(þýdd grein eftir Herb Meehan)