Hvernig varð ég að nörda ? Jú, gott fólk. Ég er einfaldlega að skrifa söguna mína um það hvernig ég kynntist Final Fantasy leikjunum og breyttist í nörd. En það gætu verið svolitlir spoilerar í greininni, svo ef þú hefur ekki spilað FF leiki í Playstation, þá ættirðu kannski að sleppa því að lesa. Njótið.

Þetta byrjaði allt saman eitt haustið þegar ég var átta ára gamall. Bróðir minn og vinur hans voru komnir með leik sem ég vissi að væri drauma leikurinn minn. Final Fantasy VIII. Þegar ég kom og sá þetta, þá var Squall að ranka við sér eftir bardagann við Seifer. Ég sá strax að þetta væri fullkominn leikur fyrir mig, því ég dýrka svona RPG leiki, var alltaf fyrst að spila Pokémon, en þetta gjörsamlega yfirtók mig.

Svo mánuðum saman vorum við bróðir minn að spila þennan leik saman, samt var það aðallega ég sem spilaði hann, hann kom af og til og gerði eitthvað sjálfur. En málið var að við kunnum ekki baun á Junction kerfið, og gerðum alltaf þau mistök að þjálfa okkur með því að safna experience. Og því vorum við alltaf fastir í endakörlum og slíku. En að lokum festumst við í Fujin og Rajin í öðrum disk, og það sem “hryggbraut” mig, var það að bróðir minn gafst upp á leiknum og hefur ekki enn spilað RPG leiki.

En eins og margir notendur á áhugamálinu ættu að vita, þá er ég afar þrjóskur. Svo ég hélt áfram og áfram að reyna að finna leið til að vinna Fujin og Rajin. Að endanum tókst mér það, og ég held að það hafi tekið mig um það bil hálft ár. Ég sagði bróður mínum frá, en honum var alveg sama. Svo hélt ég áfram og áfram í leiknum, alveg þar til að það var komið að lokabardaganum við Edeu í öðrum disk. Og ég festist alltaf í henni því hún notaði alltaf öfluga galdra eins og Death og svoleiðis. Svo held ég að ég hafi verið fastur aftur í svona c.a. hálft ár, þar til að ég var orðinn algjör expert, og sigraði hana. Var þá örugglega svona 9 ára gamall og var “alltaf” að bögga notendur á FF áhugmálinu á sínum tíma til að spurja um góð tips og tricks til að sigra endakarla í FF8.

Svo spilaði ég og spilaði leikinn alveg þar til ég var kominn í Adel í lok þriðja disks. Þá festist ég í nokkur ár, því að lokum gafst ég upp (og notendurnir á FF áhugmálinu á mér). En dag einn var ég hjá vini mínum að róta í tölvuleikjakassanum hans, og fann þar Final Fantasy VII. Ég spurði hann hvort hann hafi eitthvað komist áfram í honum, en hann sagði bara að hann væri enn fastur í fyrsta endakarlinum hjá Shin-Ra Reactor. Ég ákvað þá að prufa, og ég rústaði honum. Þá byrjaði FF7 fílíngurinn hjá okkur, og ég um það bil 10-11 ára, var svo þrjóskur að ég las alltaf svo hratt nöfnin og textann hjá öllum, að ég las bara Sephiroth sem “Sabertooth”. En eftir nokkur spil á leiknum ákvað ég að lesa allt yfir vandlega og las þá Sephiroth rétt.

En allavegana spiluðum við og spiluðum alveg út í eitt í leiknum, og í hvert sinn sem vinur minn festist í leiknum, þá var ég alltaf til staðar til að sigra endakarlana. Svo fór hann einn daginn í sveitina og tók þá með sér leikinn og leikjatölvuna, og var í svolítinn tíma, og var kominn alla leið að Sephiroth í disk 3. En auðvitað festist hann í honum. Svo þegar hann kom heim, þá fékk ég gæsahúð yfir One Winged Angel (og fæ hana enn því miður) og sigraði svo Sephiroth án þess að ég vissi, og ég fraus alveg og kallaði á vin minn til að sýna honum Sephiroth að leysast upp í eindir. Við alveg með galopinn munninn fylgdumst með öllu, en þegar Sephiroth kallaði á Cloud til sín í endanum, þá vorum við alveg NEIII, því þá gæti Sephiroth drepið okkur aftur. En þegar við sáum Omnislash, þá fylltumst við af gleði á ný á meðan að Cloud slátraði Sephiroth.

Svo smátt og smátt fann ég aftur FF8 rykugan upp í hillu og setti hann í, og byrjaði upp á nýtt, og ákvað að læra betur á Junction. Og eftir það gerði ég svona Perfect Save þar sem að ég notfærði mér Junction kerfið alveg fullkomlega. Þá var ég enga stund að ná 9999 HP hjá öllum og gerði ofboðslega hátt Dmg. Svo var ég alveg magnþrunginn þegar ég sigraði Adel, loksins. Og var enga stund að rústa Sorceress Ultimecia í endanum. Ahh, ég finn ennþá sæluvímuna…Eða kannski er þetta bara dópið.

Svo fékk ég Final Fantasy IX í afmælisgjöf eða eitthvað einhverntíman, og leist ekkert vel á leikinn, og komst ekkert langt fyrst, semsagt festist í Ice Cavern. Svo notaði ég Walkthrough og slíkt og rústaði leiknum, en hann var ekkert spes fannst mér. Þetta finnst mér því vera ekkert sérlega skemmtilegur leikur að mínu mati. Jæja, meira nenni ég ekki að skrifa!