Datt í hug að senda inn “mína ff sögu”, þar sem þetta er orðið að tískubylgju hér á áhugamálinu. ;)
Ég man nú ekki nákvæmlega hvort þetta var árið 1998 eða 1999, held samt frekar 1998. Ég var nýbúin að fá psx og átti ágætis safn af leikjum í hana, nema það að ég hafði ekki hugmynd um hvað RPGs voru á þessum tíma (enda bara 14-15 ára stelpukjáni á þessum tíma, sem hafði aldrei spilað neitt annað en Sonic og Mario). Svo var það nú einn daginn að ég álpaðist inn í Geisladiskabúð Valda, eins og svo oft áður, og þar sat FFVII…Ég skoðaði hulstrið, leist ágætlega á þetta, og sló til. Minnir að hann hafi kostað tæpar 4,000kr þá. :)
Eins og ég sagði áður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað RPG stóð fyrir, eða um hvað það snérist. Ég byrjaði á leiknum og leist vel á. Notaði “flee” reyndar alveg svakalega mikið og levelaði því ekki mikið. Mér fannst leikurinn vera orðinn frekar langur þegar ég loksins komst út úr ShinRa byggingunni, var að spá hvort fyrsti diskurinn væri ekki að verða búinn(!!). En svo var ekki, sem betur fer. :)
Ég hélt áfram að spila leikinn, og hef síðan þetta var spilað hann í gegn þónokkuð oft. Ég frétti svo af FFVIII og varð mjög spennt fyrir því. Svo þegar leikurinn var kominn út og ég búin að kaupa hann, þá…..já. Ég er enn í dag ekki búin með fyrsta diskinn, svo leiðinlegur fannst mér hann. En það var þá. Kannski kíkji ég á hann aftur fljótlega, enda langt liðið. :)
Ég get ekkert annað sagt um FFIX nema að þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað. Ég sat, ef ég man rétt, um 10 tíma í honum fyrst. Good old days þegar maður hafði tíma til að spila tölvuleiki hvenær sem er…. :/ O jæja.
Síðan þá hef ég spilað FFIV, V og VI mjög mikið og haft mjög gaman af. Alveg hreynt frábærir leikir sem enginn FF unnandi má missa af. :) Hef enn ekki lagt í FFI, II og III, en það kemur að því.
Svo var það árið 2001, ef ég man rétt, að ég keypti notaða PS2 og var svo heppin að FFX fylgdi með. Ég leit varla á hina leikina sem fylgdu (um 25 talsins ef ég man rétt), skellti mér strax í FFX. :) Hef reyndar ekki klárað hann enn, en það kemur að því.
Ég get hiklaust sagt að þessi tegund leikja, RPGs, eru mitt uppáhald. Ég er búin að koma mér upp glæsilegu safni af svona leikjum, mest allt þó í PSX (þar sem meirihlutinn er kominn að utan) og SNES, en einnig í aðrar tölvur. Samhliða FF leikjunum er ég dolfallin af Lunar leikjunum, gömlu Star Ocean leikjunum, Tales of.. leikjunum, og svo mætti lengi telja. Mæli með að þeir sem geti nái sér í eins mikið og hægt er af RPGs í SNES og PlayStation/PSX, þetta eru án nokkurs vafa bestu “RPG tölvurnar”, ef ég má orða það þannig. :)