Mestu mistök Square-Enix (mínar skoðanir) Ókey þetta er mín fyrsta grein hér á hugi.is almennt og ég er meira að segja búin að vera notandi hér á huga í yfir 4 ár, greinin mun vera troðfull af spoilerum úr leiknum og yfirfull af skítaköstum yfir leikinn… so no flames…

Final Fantasy X-2

Þessi leikur er MESTU mistök Square-Enix frá upphafi, Final Fantasy X-2. Hann á að vera beint framhald af Final Fantasy X, sem mér fannst hörku skemmtilegur leikur btw, en þessi leikur er alls ekki að gera sig, og svo stendur aftan á hulstrinu: “Discover the truth behind Yuna’ story” en þessi leikur tengist VARLA gamla leiknum, eina það sem er það sama eru karakterarnir, en svo eru auðvitað nokkrir nýir, en það er eitt sem mér finnst alveg hreint og sagt FÁRÁNLEGT, það er að opinbera PlayStation 2 blaðið í Englandi gefur leiknum 9 af 10!! Það á bara ekki að vera þannig! Leikurinn á það hreint og sagt ekki skilið…

Tónlistin:
Vá… ekkert nema HRILLINGUR!! Ef Nobuo Uematsu hefði séð um tónlistina, hefði það geta bjargað leiknum lítið, samt ekki mikið, jafnvel losað okkur við ofur j-poppið í leiknum.

Kostir:
Hins vegar kosturinn við leikinn finnst mér er battle system-ið, skemmtileg uppsetning á því og það geta 2 eða 3 ráðist á óvininn á sama tíma, í staðinn fyrir að bíða eftir að hinir eru búnir eins og var í gömlu leikjunum.

Gallar:
Gallarnir í þessum leik voru alveg rosalegir að mínu mati, það var bara öll sagan sem var bara einn risastór galli.

Sagan:
Sagan byrjar með því að Lady Yuna er með tónleika í Luca í Blitzball leikvanginum, (hrottalega j-poppað atriði) og syngur þetta hrottalega lag, real Emotion með eintómum píkupopps múvum sem fóru alveg hrottalega í taugarnar á mér. Seinna birtist litla “spit fire-ið” hún Rikku með nýjum karakter Pain, (sem er að mínu mati “Pain”-in-the-ass) og stoppa tónleikana og fyrsti bardaginn byrjar. Það heyrist alveg augljóslega að þetta er ekki Yuna og gerir þetta ekki neitt spennandi. Og svo kemur það í ljós að í alvörunni er “Yuna” ein leiðinlegasta tölvuleikja tík ever, Leblanc… (GRRRRR!! Hvað þessi persóna fór FEITT í taugarnar á mér með sínum píku hlátri) og svo birtust gaurarnir tveir sem gera ekkert annað en að SLEIKJA rassgatið á henni allan tíman, Logos og Ormi. Og enn annar kjánalegur bardagi byrjar og alvöru Yuna birtist…

Eftir þennan kafla komumst við að því að Yuna hefur gegnið í lið með svo kölluðum Sphere-hunters, The Gullwings. Ástæðan fyrir því er sú að Rikku hafi birst í Besaid með sphere af manni sem líktist Tidusi og Yuna þurfti að fara að leita af sinni “True Love” úber væmið finnst mér… The Gullwings eru sphere-hunters eins og ég sagði áðan og í þeim eru: Yuna, (summoner-inn úr FF X sem var alveg hrottalega saklaus og breyttist úr því yfir í byssuglaða-beyglu) Rikku, (hún er sú sem mér finnst hafa breyst minnst síðan úr FF X og þar með er ég sáttust með hana) Pain, (grrrrr ég þoli ekki það gerpi, málið er dautt) Buddy, (virkilega kjánalegur point-less gaur sem mér finnst má alveg sleppa) Brother, (bróðir hennar Rikku sem er of tilgerðarlegur að mínu mati og ég kunni mun betur við hann í Final Fantasy X þar sem hann talaði minna) Shinra, (pínu lítill gutti með pirrandi rödd, það er það eina sem ég hef um hann að segja)

Ég ætla ekki að fara út í hvert EINASTA smáatriði í leiknum, annars verður þessi grein ekkert nema leiðinleg og fólk hættir að lesa eftir 20 sekúndum vegna þess að það er að deyja úr leiðindum… En já sagan heldur áfram og maður heldur áfram að fara í þessum virkilega kjánalegum “verkefnum” eins og maður segir á góðri íslensku. Maður heimsækir gömlu staðina síðan úr FF X eins og Zanarkand, Calm Lands og Luca sem eru orðnir virkilega heimskulegir staðir… eins og t.d. Zanarkand er orðin að svona “tourist-attraction”, á Calm Lands eru þessir virkilega asnalegu pointless mini-leikjum sem má alveg sleppa og auðvitað Luca, þar sem mér finnst er alveg búið að “killa” grúvið úr blitzball, maður getur ekki einu sinni stjórnar leikmönnunum sjálfur! Það er bara heimskulegt. Og svo er það þarna peninga/pox leikurinn hvað sem þetta er, það er ekki næstum því nógu vel útskírt hvernig maður á að spila leikinn og btw er hann alveg hrottalega leiðinlegur!

Að mínu mati er alveg rosalega lítil saga í leiknum sjálfum… En í endann finna þau þetta Vegnagun sem er búið að vera að tönglast á í leiknum og það er sagt að enginn gæti eyðilagt hana, en nei, þá kemur þetta svona úber happy-og-lucky móment hjá Rikku og segir að þau geta eyðilagt hana “ef þau standa saman” alltof LAME atriði að mínu mati. En já loka bardaginn var alltof léttur… leikurinn Harvest Moon er erfiðari heldur en endakallinn í þessum leik!! Þetta var bara fáránlega létt, þegar ég kláraði þetta og allt í einu var þetta búið, það fyrsta sem ég sagði var: ,,Ja hvur anskotinn… ekki er þetta helvíti búið??” Alltof létt, sérstaklega ef maður notar “Flower Power-ið” hennar Yunu, þá getur maður klárað lokabardagann á innan við 5 mínútur…

En já ef þú nærð að klára leikinn svona ca. 98% þá kemur svona “Good Ending” og Tidus birtist aftur með alveg úber væmnum og kjánalegum hætti, svo er hægt að klára leikinn 100% og þá er það “Perfect Ending” en þá kemur sami endirinn og í “Good Ending” nema lengt, og þar eru Yuna og Tidus í Zanarkand, og þar sem mig hlakkaði til að sjá þetta atriði, ég kláraði leikinn 4 sinnum BARA til þess að sjá þennan ömurlega endir, ekkert gerist neitt merkilegt nema að Yuna og Tidus gerast væmin og Yuna hrindir síðan Tidusi, jadíjadíjada, og sagan er búin!! WOHOO!! 70 KLUKKUSTUNDA PINTÍNG BÚIN!!

Einkunn sem ég gef leiknum: 3,5 af 10

Ég sé strax eftir þessum 6000 kr sem ég notaði í þennan leik…

kv. Zimpo