Lokaframhald af Kenningum varðandi FF7 - Annar hluti Lokakaflinn í þessum hrikalega löngum greinum. Eins og vanalega, þá vara ég ykkur við, að allt fyrir neðan þessar stjörnur er mikill spoiler fyrir þá sem ekki hafa klárað leikinn Final Fantasy VII.
******************************************************************************************************************************************************

Í síðustu grein var fjallað um það þegar eltingarleikurinn við Sephiroth var hafinn. Og endaði við það að gengið endaði fyrir framan stóra jökulinn sem myndaðist fyrir framan gíginn sem Jenova myndaði fyrir 2000 árum síðan er hún lenti á plánetuni.

Þá var farið að klifra upp jökulinn. Fyrst var náttúrulega farið í gegnum frosin helli, með ísklumpum sem þurfti að henda niður ofan í vatn til að geta komist yfir það. Svo var farið í það að klifra upp jökulinn. Alltaf í hvert skipti sem hægt var að standa, þurfti maður að láta eins og maður væri með Parkinsonsveiki því það var “jökul kalt” þarna á jöklinum. Svo þegar þau eru komin á toppinn á jöklinum, þá sér maður flott FMV atriði þar sem Lífstraumurinn flæðir í gegn um svæðið, að reyna að “lækna sárið” eftir hana Jenovu. Þá hugsa allir með sér að núna er loksins kominn tími. Núna er haldið í lokabardagann við Sephiroth. Þá auðvitað vill Tifa koma með í hópinn með honum Cloud (ég notaði aldrei Tifu í leiknum svo ég var geðveikt pirraður þegar það kom að þessu atriði :P…) Og þá var farið í gegnum Lífstrauminn á mjög svo erfiðan hátt. Að lokum komust þau á svæðið þar sem þau myndu aðskiljast. Þá hefst bardagi við Jenovu. Þau sigra auðvitað eins og alltaf, og svo var farið að kíkja á Black Materia. Þarna var það þá, Jenova hafði misst það.

Cloud ákveður að rétta ákveðinni manneskju Black Materia, til að geyma, svo Cloud fái það alls ekki, því Sephiroth getur stjórnað honum. Þá hefst ruglið hjá Sephiroth, þar sem hann notar brellur til að reyna að fá Black Materia aftur. Tifa fer til manneskjunar með Black Materia, og biður um það. Manneskjan með BM hugsar sig um og réttir Tifu það. Þá hlær Tifa, og breytist í Sephiroth, og hann rotar alla. Svo nær Sephiroth að láta Cloud fá BM. Og þá eru þau komin í flashback’s frá Nibelheim sem Sephiroth bjó til. Sephiroth nýtur tækifærið og reynir að sannfæra Cloud um það að hann er ekkert, og hann var ekki í Nibelheim, heldur Zack. Og þá byrjar Cloud að verða taugaveiklaður, og Jenova frumurnar hans byrja að hafa gríðarleg áhrif á hann. Svo hættir flashbackið, og þá eru þau komin á staðinn þar sem líkaminn hans Sephiroth’s var kominn. Núna voru Shin-Ra komnir líka. Hojo vissi allan tíman að þetta myndi gerast, Jenova Reunion, þar sem allar frumurnar hennar Jenovu mætast aftur á einn stað. Svo birtist Cloud hjá þeim, alveg út úr heiminum, þar sem Jenova frumurnar voru byrjaðar að stjórna honum. Þá spyr Cloud Hojo hvort að hann gæti fengið númerað tattú, þar sem hann var sjálfur ekkert misheppnaður. Þá hlær Hojo og segir að Cloud er samt misheppnað verkefni, búið til úr mismunandi manneskjum, og þannig varð Cloud til (Hojo er bara að ýkja það að hann sprautaði Zack og Jenova frumum í hann).

Þá tekur Cloud upp Black Materia, og svífur upp, eins og Sephiroth gerir, og festist við materia vegg, þar sem hann beygir sig eins og leðurblaka, og segir Sephiroth að hann sé kominn. Þá hristist allt, og þá dettur líkaminn hans Sephiroth niður, hangandi við vegginn líka. Fastur inn í mako. Þá fer Cloud til hans og réttir honum Black Materia. Allt verður svart, og líkaminn hans Sephiroth umkringdur rafmagni. Núna er Sephiroth að summona Meteor. Þá allt í einu opnast augun á fjórum Weapons í kringum starfsmenn Shin-Ra, og félaga Cloud’s. Weapons voru 4 skrímsli sem plánetan bjó til til að reyna að eyða Jenovu, nema það að Cetra náði að sigra Jenovu, svo Weapon fóru einfaldlega að sofa í Northern Crater. Nema það að núna skynjuðu Weapons hættuna á meteor, og öllu því sem Shin-Ra var að gera. Að soga lífsorkuna úr plánetuni, svo núna eru þau vöknuð og vilja eyða öllu lífi á plánetunni til að reyna að stöðva þetta. Shin-Ra ákveður að taka alla upp í Highwind loftskipið, og þá fljúga þau í burtu, nema Cloud, sem var fastur í Lífstraumnum. Nema það að allt hristist svo gríðarlega mikið að Tifa rotaðist.

Nokkrum dögum seinna vaknar Tifa í herbergi með Barret. Þau voru í Junon. Tifa spyr hvernig allt hefur verið. Barret segir henni að núna hafa þau verið að berjast við Weapons, án árangurs. Sephiroth hafði umkringt risa gíginn í Northern Crater, þar sem hann var núna, með einhverji geislakúlu, svo enginn gat komist í gegn. Og svo spurði Tifa um Meteor. Þá dró Barret frá gluggatjöldunum og þá sér maður rautt ljós koma út úr himninum. Og risastór rauður loftsteinn var þarna í loftinu, hægt og rólega á leiðinni til plánetunar. Svo kemur Rufus Shinra inn til þeirra. Hann segir þeim að núna munu þau fá dauðarefsingu. Því Shin-Ra vildi kenna einhverjum um það sem gerðist svo að fólkið yrði rólegra. Og hví ekki að reyna að kenna fólkinu um sem hefur verið að reyna að stöðva þetta allt saman. Þá eru þau sett í handjárn. Og þá gengu þau á eftir Shin-Ra hermönnum hægt og rólega. Svo var komið að því. Myndatökulið tilbúið að taka upp dauðann þeirra (En…huggulegt…?) Og svo var ákveðið að Tifa myndi deyja fyrst, þar sem það er meiri drama í því (Hvurslags sjónvarpsefni er í gangi þarna??)

Þá var hún sett í gasklefa. Hún sett í stól, og bundið fyrir hendurnar á henni. En áður en þau ætluðu að hleypa frá gasinu, þá var Diamond Weapon komið að gera árás á Junon. Shin-Ra hermenn voru tilbúnir með allt byssuafl sem til var. Svo að lokum var búið að hlaða gríðarlegum krafti í stóru Junon byssuna, og byssan skaut svo hausinn af Diamond Weapon. En þá hafði Diamond Weapon skotið frá sér geislaorku sem gerði gat á bæinn (Hahaha!!)
Og höggið var svo gífurlegt að gasið hjá Tifu byrjaði að koma (Ekki gasið úr henni samt) Og þá byrjar náttúrulega alveg glatað atriði þar sem hún á að halda niðri í sér andanum í margar mínútur, jafnvel 20 mínútur. Þá þurfti Barret að reyna að opna klefann, en hann var læstur, þannig að Cait Sith kom til bjargar. Þá bað hann Barret að koma með sér. Svo hittu þeir líka Yuffie. Þá flúðu þau á ákveðin stað. Á meðan reyndi Tifa að losa sig, og með réttum handarhreyfingum gat hún það, og þaðan slapp hún út í gegnum gatið sem Weapon gerði.

Tifa hélt áfram að ganga löngu leiðina, og alveg að endanum á Junon Cannon. Fyrir neðan hana var bara haf. Þá kom Scarlet, eini kvennmaðurinn við stjórn hjá Shin-Ra. Þá byrjar þetta Cat Fight þar sem þær slógu hvor aðra. Svo komu Cloud & félagar, bara án Cloud’s, á Highwind, loftskipinu hans Cid’s, og björguðu Tifu.

Þá í skipinu sjálfu ákváðu þau að byrja að leita að Cloud, því Lífstraumurinn gæti alveg eins hafa fært Cloud einhverstaðar. Stuttu seinna fara þau í þorpið Mideel. Þegar Tifa var að skoða sig um, þá heyrði hún samtal milli gamals fólks, talandi um einhvern veslings dreng sem fannst hjá eyjunni. Hann var með ljóst, gaddalegt hár, og hélt á risa stóru sverði. Tifa hljóp um leið í sjúkraálmuna. En þegar hún fann Cloud, þá sá hún hann í hjólastól, alveg heiladauður. Læknirinn kom að henni og sagði henni að hann fékk alvarlega mako eitrun. Hann Cloud hafði semsagt ferðast um í lífstraumnum, og endað svo í Mideel, þar sem Lífstraumurinn á sér leið hjá.

Þegar allir ætluðu að fara svo, þá sagði Tifa öllum að hún ætlaði að vera kyrr hjá Cloud. Þá fóru allir aftur í Highwind. En þá gerðist svolítið. Cait Sith, sem nú er orðinn tvöfaldur njósnari leyfði öllum að heyra það sem Shin-Ra var að funda. Þau ætluðu að safna Huge Materia, eitthvað sem allir Mako Reactors geta gert. Risa stór materia með gríðarlegan kraft, sem átti að fara með í geimskutluna í Rocket Town, og skjóta í Meteor, í þeirri von um að hann skyldi springa. Félagar Cloud’s vildu alls ekki að það gerðist, ég áttaði mig samt aldrei alveg á afhverju, fyrirgefiði mér. En allavegana, þessi Huge Materia voru í Fort Condor, Junon, Rocket Town og Corel Town.

Þá langaði Barret alveg gríðarlega mikið að fara til Corel Town fyrst, þannig að það gerðu þau. Þá er farið í Corel Reactor, nema það að Shin-Ra fóru svo út með lest með Huge Materia, svo þau fóru á eftir þeirri lest í annari lest. Á endanum náðu þeir hinni lestinni, sigruðu hermanninn sem stjórnaði henni, nema það að núna var vandamálið að reyna að stöðva lestina. Þá þarf maður alveg að drepa puttana sína þegar maður ýtir á takkana í Playstation fjarstýringunni, svo ef maður nær að stöðva hana, þá fagna allir í Corel og fyrirgefa Barret fyrir allt, og lítill krakki gefur manni Ultima materia. En ef maður klessir á þorpið, þá…

Því næst var farið í Fort Condor. Fort Condor er staður með Mako Reactor, en málið er að risa stór Fönix gætir hreiðurs síns á toppnum, svo fólkið í Fort Condor er alltaf í stöðugu stríði við Shin-Ra hermenn. Mjög gaman að borga þeim smá pening fyrir hermenn, svo fer maður í stríð við Shin-Ra þarna upp á fjallinu. En þegar Cid og félagar voru komnir þangað, þá voru Shin-Ra á leiðinni að gera stríð við Fort Condor. Þá auðvitað hjálpum við til, og í endanum komumst við að því að einhver gamall karl þarna var allan tíman með Huge Materia-ð. Svo hann gaf þeim materiað og allir voru glaðir, nema Shin-Ra.

Því næst var ákveðið að kíkja á Cloud og Tifu, en eftir svolitla stund, þá kemur Ultima Weapon að gera árás. En þá er náttúrulega barist við það, en svo þegar þau sigra, þá flýgur það í burtu. En þá kemur jarðskjálfti og allt Mideel verður kafið í Lífstrauminn. En Cloud og Tifa ná ekki alveg að sleppa, og þau detta ofan í Lífstrauminn. Þá ná þau að tengjast andlega í gegnum strauminn, og Tifa hjálpar Cloud smátt og smátt að muna hver hann var með því að fara í flashbacks af fortíðinni þeirra í Nibelheim. Þá fær maður að sjá sannleikann, það var Zack sem var í 1st Class Soldier, en ekki Cloud, og svoleiðis.

Eftir þetta atriði, þá var haldið til Junon, þar sem núna átti að fara neðansjávar að ná í Huge Materia. Þegar komið var í Junon, stóra bæinn, þá lítur Cloud upp og segir að það vanti eitthvað. Jú, það var rétt, það vantar Junon byssuna. En þá var haldið áfram. Og niður lyftuna fóru þau. Og eftir langa göngu var loksins komið að neðansjávar reactornum. Þá komu Shin-Ra Special Soldiers. Hermenn greinilega gerðir til að “reyna” að sigra Cloud & félaga. En eftir að sparkað var rækilega í rassinn á þeim körlum, þá sjá þau krana taka upp Huge Materia, og setja það ofan í kafbát. Þá kemur Reno úr Turks, og byrjar að nota fjarstýrða kranavélmennið sitt á móti þeim. Þá var rækilega sparkað í vélrassinn á því líka, og þar að lokum var farið í annan kafbát, eftir að hafa barist við svona 10 Shin-Ra hermenn.

Núna kemur skemmtilegur partur, þar sem maður stjórnar kafbáti með torpedos. Þá finnur maður kafbátinn með Huge Materiað, skýtur hann niður, og þá ertu búin/nn að vinna!
En ef þú finnur hann ekki alveg strax, þá bara skýturðu niður alla hina kafbátanna. Jæja, eftir þetta þá er maður kominn með sinn eigin kafbát, og þá er hægt að berjast við Emerald Weapon, finna ástina hans Vincents, og finna flugvél sem er sokkinn. En þá á þessum sama tíma er hægt að finna norðan hafsins Key to the Ancients. En meira um það seinna. Svo fer maður líka í áttina að kafbátnum með Huge Materia og tekur það.

Þá er það Rocket Town. Núna á að fara að hefja lofttak á gömlu geimskutlunni sem Cid átti að stýra. Það átti semsagt að safna saman öllu Huge Materia í skutluna og láta hana klessa á Meteor. En vandinn fyrir Shin-Ra var sá að þeir áttu núna bara eftir eitt Huge Materia. Þá fóru nottla Cloud & félagar til Rocket Town, og áður en maður vissi, þá voru þau komin um borð. Þá ákvað Cid að hann ætlaði að vera “memm” og ætlaði víst líka að vera kafteinninn. En þá náði Cloud að sannfæra hann um að hjálpa sér við að ná í Huge Materiað. Með réttu passwordi, þá var það hægt. Og maður nær því réttu í fyrstu, þá fær maður fínt Summon Materia, Bahamut Zero. Og að lokum ná þau að sleppa, með hjálp frá aðstoðarkonu Cid’s, Shera. Og á meðan sér maður atriðið þar sem allir jarðarbúar horfa gætilega í loftinu á skipið klessa á Meteor. Það kemur risa stórt ljós utan um allt. Svo þegar ljósið dafnar, þá sjá allir Meteor enn upp í loftinu.

Eftir þetta, þá eru allir í Highwind. Að lokum ákveða allir að fara til Bughenhagen’s í Cosmo Canyon ti að geyma allt Huge Materia. Svo minnast allir Aerisar og hugsa hvað var það sem hún ætlaði að gera. Þá ákveður Bugenhagen að bjóða sér sjálfum í Highwind og þá eru þau komin til City of the Ancients aftur stuttu seinna. Þar finna þau ákveðin stað þar sem þau sjá, með hjálp Key to the Ancients sem þau fundu áður í hafinu, Aeris vera að biðja, og vera svo drepin. Bugenhagen finnur svo út að ef White Materia, sem datt úr hárinu hennar Aerisar, skyldi vera orðið grænt, þá þýðir það að hún náði að kalla til plánetunnar um hjálp. Og þá sjá þau á staðnum annað myndbrot þar sem White Materia var komið ofan í botninn. Það var orðið grænt. Það þýddi aðeins eitt, að það er einn maður sem er að stöðva áhrifin. Sephiroth.

Er þau fóru aftur í Higwind, þá heyrðist skjálfti. Núna var Diamond Weapon stigið á land að gera árás á Midgar. En eftir að þau biðu róleg eftir að Diamond Weapon var komið í góða stöðu, þá gerðu Cloud & félagar árás. Þetta ætti ekki að vera erfitt, hefur maður þjálfað sig nóg áður. En eftir bardagan, þá gerir Diamond Weapon samt beina árás á Midgar. Diamond Weapon skýtur frá sér skotum, en þá hafa allir séð að Junon byssan var komin í Midgar, og núna hleypti hún frá sér gríðarlegu skoti, hlaðið öllu því Mako sem allar “sogu vélarnar” gátu gert á svona skömmum tíma. Og þá drap það Diamond Weapon, en skotið hélt áfram að skjótast gríðarlega hratt. Og ekki leið að löngu þar til það var komið í Northern Crater, þar sem Sephiroth var, og að lokum eyðilagði það geislakúluna sem varði holuna.

Þá byrjaði Cait Sith að fá skilaboð frá Shin-Ra, að Hojo var að hlaða Junon byssuna, sem nú heitir Sister Ray, og ef hann skyldi gera það einu sinni enn, þá myndi allt Midgar springa í tætlur, svo Cloud & félagar voru á leið til að bjarga Midgar frá Hojo. Þá kemur geðveikt kúl atriði með þeim svífandi niður úr Highwind og niður í Midgar á fallhlífum. Svo fóru þau niður í holræsin. Þar beið þeirra löng ganga, og svona 100 skrímsli til að berjast við. Svo hittir maður Reno, Rude og Elena. Félagar Turks. En hefði maður klárað Side Questið í Wutai, þar sem Yuffie stelur materia frá manni og þannig, þá mætti maður ráða hvort maður myndi berjast við þau eða ekki. Segjum sem svo að þau hafi ekki barist við þau, og svo haldið áfram, bara til að stytta textan aðeins því þetta er orðið mjög langt, hefðirðu ekki tekið eftir því, hehe.

Að lokum komust þau upp úr Slums í Midgar, og yfir í “fína” svæðið. Þá var haldið upp tröppurnar, og yfir í Sister Ray, þar sem Hojo var að vinna á byssuni. Þegar þau komu að Hojo, þá segir hann þeim að hann ætli að gera þetta fyrir son sinn, og þá komumst við að því að Sephiroth er sonur hans Hojo. Og Hojo var núna búinn að sprauta sig með stórum skammt af Jenova frumum, svo núna keppir maður við þrefalt Jenova-Hojo skrímsli. Eftir sigurinn á bardaganum, þá er haldið aftur í Highwind. Þá segir Cloud öllum að þau gætu alveg eins dáið eftir nokkra daga útaf Meteor, svo hann skipaði öllum að fara heim til fjölskyldu sinnar. Og að lokum voru bara Cloud og Tifa eftir í Higwind, enda er fjölskyldan þeirra dáin, svo þau áttu svolítið “rómantískt” kvöld ein saman úti fyrir utan Highwind.
Næsta morgun er þau komu inn í Highwind aftur, þá komust þau að því að það fór eiginlega engin, og allir voru að horfa á þau tvö saman. Hehehe. En þá ákváðu allir að nú væri komin tími til að fara ofan í Northern Crater, og berjast við Sephiroth.

Þá var haldið ofan í risa gíginn sem núna hafði myndast eftir að Weapons riðust út úr honum. Og þá var löng ganga niður allan gíginn. Að lokum ákváðu allir að skipta liði. Og þá var enn lengri ganga niður ofan í jörðina. Að endanum voru þau komin mjög nálægt Lífstraumnum, að allt var útí Mako kristölum. Núna voru þau komin. En þá heyrðist hljóð í fjarska. Öll skrímslin í gígnum voru nú að safnast saman og tilbúin að ráðast á hópinn. Þá ákváðu allir að Cloud ásamt tveim öðrum færu niður og börðust við Sephiroth á meðan að hinir sem voru uppi ættu að sjá um skrímslin uppi.

Þá kemur Jenova lagið í gang og niður fór Cloud hópurinn. Þá ertu bókstaflega að hoppa neðar og neðar og neðar. Og svo þegar þau voru komin neðst, alveg umkringd Mako, þá kom Jenova. Þá börðust þau harkalega, og sigruðu að sjálfsögðu. Þá byrjar geðveikt FMV þar sem allt Lifestream er að lyfta þeim til, og þau svífa öll í miðju loftinu. Þar til að þau komu að kjarna plánetunar. Þá birtust allir hinir sem voru ofar að berjast við skrímslin. Svo birtist Sephiroth.

Sephiroth stjórnaði þeim öllum og lét þau hanga í miðju loftinu. Þá fór Cloud svo og ásamt tveim öðrum, og réðst á Sephiroth. Þá byrjar bardaginn við Bizzaro Sephiroth. Ef maður horfir á hann vandlega þá sér maður Sephiroth, orðinn að Mako skrímsli, með hausinn á Jenova ofan á sér. Eftir að þau sigruðu hann, þá byrjar flottasti parturinn í leiknum að mínu mati, þegar Sephiroth breytist í Safer Sephiroth, eða One Winged Angel.

Þá byrjar þetta geðveika lag (haha), og þá kemur Sephiroth niður til þeirra í voðalegum forn-grískum stæl, með allt sitt síða hvíta hár greitt aftur. Og önnur höndin hans er venjuleg, á meðan að hin er eins og vængur, gerður úr öllum höndunum hennar Jenovu. Þetta er voðalega spes bardagi. Sephiroth reynir alltaf eins og hann getur að breyta manni í frosk, eða stein. En svo er maður hefur tekið svona helminginn af lífinu hans, þá kallar Sephiroth fram Supernova.
Þá sér maður loftstein einhverstaðar í geimnum, skjótast í sólkerfið okkar. Fyrst fer klessir hann í gegnum Pluto, og þá springur plánetan, og steininn verður sterkari. Svo klessir hann í gegnum Satúrnus og þá springur það, svo í gegnum Júpíter, og hún springur líka, svo í gegnum Neptúnus og þá í sólina. Þá fer sólin að fara í Supernova. Og þá eyðir sólin fyrst Merkúr, svo Venus, og svo sér maður Sephiroth, og svo sólina bakvið hann, Sephiroth glottir og sólin fer í gegnum hann og svo fer sólin í Cloud & félaga. Þetta minnkar líf allra í 100-500 HP. Svo getur Sephiroth endurtekið þetta hvenær sem hann vill. En í endanum þegar maður sigrar hann, þá náttúrulega springur hann og svo eyðist út í loftið.

Þá hugsa allir með sér, jæja, nú skulum við bara bíða og sjá. Og allir labba í burtu. Cloud og Tifa eru þá bara ein. En þá finnur Cloud eitthvað. Sephiroth er ekki alveg farinn. Þá missir Cloud meðvitund og andinn hans Cloud’s svífur um í gegnum tímann og alla leiðina að Sephiroth glottandi með Masamune sverðið. Þá berjast þeir. Þá er gaman, fyrir þá sem ekki hafa fengið Omni Slash, þá er Cloud kominn með það þarna. Þá bara velur maður valmöguleikan og Cloud byrjar að Omni Slasha Sephiroth á fullu! (algjör útrás fyrir Cloud).

Þá kemur enda FMV þar sem Sephiroth allur blóðugur eyðist og verður að ljós geislum (eins og Kadaj í Advent Children) Og þá horfir Cloud út í loftið. Svo verður hann umkringdur lífstraumnum, og þá allt í einu út úr engu kemur höndin hennar Aerisar og grípur í höndina hans Cloud’s, þá vaknar hann og sér að þetta sé höndin hennar Tifu. Þá er allur staðurinn í jarðskjálfta, og þau stökkva saman úr grjótinu sem þau stóðu á því það eyddist eiginlega. Þá héngu þau á kletti. Allt í einu kemur Barret og allir hinir og kalla á þau. Þau verða glöð og fagna jibbí. En allt í einu dettur flugskipið Highwind til þeirra. Þá fer Cid í það og allir hinir fylgja. En þar sem Sephiroth er nú loks dáinn. Þá byrjaði Holy Materia (White Materia) að hafa áhrif. Þá sér maður Northern Crater springa í tætlur við allan geislan sem Holy gaf frá sér. Og þá eina leiðin fyrir Highwind til að sleppa var að sprengja annan hlutan úr því.

En svo sér maður Marlene (fósturdóttur Barret’s) opna gluggan í húsinu sínu í Kalm, og þar sér maður Meteor alveg að klessa á Midgar. Þá byrja stormar og vindar að hafa áhrif, ásamt eldingum, og smám saman var Midgar að eyðast. En svo kom geislinn úr Holy og verndaði Midgar frá Meteor. En Meteor var sterkari og braust í gegnum geislan frá Holy, svo núna var Midgar dauðadæmd borg. Þá voru allir á brotna Highwind skipinu að hugsa út í það að núna gæti endirinn verið að nálgast. En einmitt þá gerist eitthvað. Alls staðar á plánetunni byrjaði Lífstraumurinn að gjósast upp úr jörðinni með straumi. Öll plánetan varð fyrir græna ljósi Lífstraumsins er allur Lífstraumur plánetunnar safnaðist saman til að eyða Meteor. Og svo kom ljósglampi yfir alla plánetuna þannig að allt varð hvítt, og svo endaði leikurinn á Aeris horfa úr straumnum.

En í Advent Children (sem gerist tveim árum seinna) þá var þetta bæði gott og slæmt. Því þar sem bæði Jenova og Sephiroth voru dáin, þá fluttust þau í Lífstrauminn og byrjuðu að hafa áhrif á hann. Og er allur lífstraumurinn safnaðist saman til Midgar, þá var líka sýkti lífstraumur Jenovu og Sephiroth’s með, og þar með náði að smita alla með Jenova frumum. Og þar með var til sjúkdómurinn Geostigma til, þar sem líkaminn reynir allt til að losa sig við frumurnar. Ef þið horfið á bardagaatriðið milli Cloud’s og Sephiroth í myndinni, þá sjáiði þegar Sephiroth safnar saman skýjum til rústir Midgar, þá þetta í raun “Tainted Lifestream”, eða “Sýktur Lífstraumur”.