Jæja, fyrst það margir vildu framhald, þá datt mér í hug að kveikja á Word og byrja að skrifa. Og viti menn! Þetta urðu 8,5 blaðsíður. Þannig að ég neyddist til að skipta greininni í tvennt.
En takið eftir! Þetta er gríðarlegur spoiler fyrir þá sem ekki hafa prófað/klárað leikinn Final Fantasy VII. Þannig að gerið það fyrst, og svo getiði lesið (ef þið virkilega nennið).
******************************************************************************************************************************************************
Síðasta greinin endaði á því að Cloud var að kynnast öllum helstu characterum í leiknum, varð settur í fangelsi ásamt því fólki, og varð frelsaður af Sephiroth, sem var núna búinn að fara í líkið hennar Jenovu. Núna byrjar leikurinn sjálfur í raunini, þegar Cloud & félagar elta Sephiroth, ásamt Turks sem eru líka að elta hann. Núna voru allir komnir úr Midgar, og ákvöðu að hafa Cloud sem leiðtogan þeirra. Þau ákveða svo að skipta liði og fara í bæinn Kalm, þar sem þau ætla að hlusta á söguna hans Cloud’s, þar sem hann útskýrir allt sem hann veit um Sephiroth. En á leiðinni í bæinn Kalm, þá finna þau hana Yuffie, sem er asísk ninja-stelpa sem er hugsar ekki um neitt annað en Materia (sem eru galdrakúlur unnar úr Mako). Er þegar þau eru komin, þá hlusta þau á hann Cloud í hótelherbergi er hann útskýrir allt um Sephiroth. En það sem Cloud vissi ekki var það að hann var í rauninni að segja söguna hans Zack’s, en hélt bara í rauninni að hann væri að tala um sig. Hann segir samt smá frá sér, sérstaklega þegar hann fer að tala við móður sína og slíkt. En þegar hann kemur að hlutanum er hann (Zack) fer að berjast við Sephiroth, þá segist hann ekki muna meir.
Allir voru auðvitað hissa, sérstaklega Tifa, því hún man eftir öllu, og vissi í rauninni að Cloud væri að tala um Zack, en ákvað að segja ekkert því hún hélt að Cloud gæti orðið taugaveiklaður af því. Að lokum ákveða allir að fylgja Cloud, og elta Sephiroth. Þau byrja á því að fara í Chocobo Bóndabæinn (Chocobo’s eru “hestar FF leikjana”. Þeir eru gulir fuglar með risastórar fætur) og fá sér að lokum einn chocobo til að fara með þau yfir mýri, þar sem risastór slanga býr, og auðveldasta leiðin til að komast fram hjá henni er að fara yfir mýrina á chocobo. En er þau komast í gegn, þá sjá þau risastóra skrímslið dautt, með risastórt spjót í gegnum sig. Allir virðast sammála því að þetta var verk eftir Sephiroth. Því næst fara þau í gegnum helli, og þar sjá þau Turks tala saman um það að Sephiroth virðist vera að fara í bæinn Junon, þar sem bátahöfnin er. Þá ákveða Cloud & co. að fara þangað.
Þegar þau koma að Junon þá komast þau að því að bærinn hafi eitt sinn verið rólegt og lítið fiskiþorp þar sem fiskurinn var ferskur og góður. En er Shin-Ra tók yfir bæinn, þá menguðu þau allt þorpið og fiskurinn dó þar. Fyrir ofan þorpið gerðu þau herbúðir og risastórar byggingar ásamt gríðarlega stórri byssu. Semsagt, litla þorpið var ekki lengur rólegt. En er þau kíkja á ströndina, þá sjá þau litla stelpu að leika sér við höfrung, en svo ræðst á hana risa-sæskrímsli, en Cloud & co. bjarga auðvitað málunum. Eftir að hafa bjargað stelpunni, þá fengu þau að gista eina nótt í húsi hjá konu einni. Cloud dreymir um móður sína, og svo hafa Jenova frumurnar áhrif á hann, og segja honum að spurja Tifu svolítið varðandi Nibelheim. En þegar þau vakna, þá heyrist allt í einu í skrúðgöngu. Rufus Shinra. Sonur stjórnanda Shin-Ra fyrirtækisins, er að taka við fyrirtækinu, og þá varð haldin skrúðganga í Junon.
Cloud & félagar fara þá upp í Junon bæinn með lyftu, og að lokum ná að smygla sér inn í bát, sem var á leiðinni í annað land, á bátahöfnina í Costa Del Sol. En í miðri bátaferðinni gerist margt. Meðal annars sjáum við Red XIII reyna að standa á tveim fótum í Shin-Ra hermanna búning. Í leiðinni spilast lagið “It’s difficult to stand on both feet, Isn’t it”, með voðalega kjánalegu viðlagi. En svo heyra þau viðvörun í skipinu, og fara og kanna málið. Þá finna þau lík á nokkrum Shin-Ra hermönnum. Og svo þegar þau kanna betur málið, þá svífur Sephiroth upp og segist hafa loksins vaknað eftir langan svefn. Cloud hleypur til Sephiroth og kallar til hans, en Sephiroth horfir á Cloud og segist ekkert muna eftir honum. Svo svífur Sephiroth í burtu, en hendir í gólfið hjá þeim bút af Jenova, og breytist svo búturinn í Jenova skrímsli sem þau berjast við. En er þau sigra það, þá er báturinn kominn í höfn.
Er þau koma úr bátnum, þá fara þau að skoða sig um, og meðal annars finna þau á ströndinni engan annan en hann Hojo gamla, sem bjó til Sephiroth. Auðvitað vissu þau það ekkert, en spurja hann ýmsar spurningar. En hann bendir þeim á að fara vestur, í áttina að Corel Town. En er þau koma þangað, þá sjá þau hvað Corel var eyðilagður bær, allir bjuggu í tjöldum í bæjarrústunum. Svo fara allir bæjarbúarnir að öskra á Barret, og segja honum að þetta sé allt honum að kenna. Í rauninni var Barret einu sinni íbúi í Corel, en svo komu Shin-Ra, og sannfærðu hann um að láta Corel búa leyfa þeim að byggja vél sem sogar Lifestream (Mako Reactor), og allir samþykktu, því þau héldu að þetta myndi “bjarga lífum þeirra”. En svo þegar Barret og Dyne (besti vinur Barret’s) koma einn daginn aftur heim í Corel, þá sjá þau bæinn allan í ljósum logum. Shin-Ra hafði eyðilagt bæinn, en svo komu Shin-Ra hermenn og réðust á Barret og Dyne, og það endaði með því að skotið var á aðra höndina hjá þeim báðum. Svo Barret fékk sér byssu grafða inn í handlegginn sinn. En hann hafði líka heyrt að einn annar maður sem missti aðra höndina sína, fékk sömu aðgerð, svo Barret hugsaði til Dyne, því hann sá hann aldrei framar. Svo heyra þau að Sephiroth hafi komið þangað í gegn og farið í lest alla leiðina í Gold Saucer, sem er ristastór skemmtigarður í miðri eyðimörk, með sama pirrandi laginu í gangi sem hvetur fólk til að skjóta annað fólk. Ok, allavegana mig! J
En eftir að hafa leitað, og auðvitað skemmt sér í leiðinni, þá kynnast þau Cait Sith, sem er vélmennaköttur á risastóru vélmanna Moogle. Eftir allt þetta, þá sjá þau blóðbað. Fullt af dauðu fólki.
Þau spurja vitni um þetta, og segir hún að maður með byssu sem annan handlegg hafi gert þetta. Allir velta því fyrir sér hvort Barret hafi kannski gert þetta, en eftir að stjórnandi Gold Saucer kemur, þá verða þau handtekin fyrir þetta, og hent í Desert Prison, sem er fangabær í eyðimörkinni fyrir neðan Gold Saucer. Þar sjá þau Barret, og hann útskýrir fyrir þeim að Dyne hafi líklegast gert þetta. Svo finna þau Dyne, og hann verður ruglaður og fer að berjast við Barret. Barret sigrar og Dyne fremur sjálfsmorð. Svo komust þau út með því að láta Cloud vinna í Chocobo Race. Þá biðst eigandi Gold Saucer fyrirgefningar, og lánar þeim bíl til að keyra yfir ána. Þau spurja hann hvort hann hafi séð Sephiroth, og hann játar og sagði að hann væri ljúfur drengur, og sagði þeim að hann hafi farið í áttina að Cosmo Canyon, fæðingarstað Red XIII.
Er þau koma að Cosmo Canyon, þá komumst við að því að Red XIII heitir í rauninni Nanaki.
Nanaki fer og sér afa sinn, sem er í rauninni bara gamall karl sem tók að sér Nanaki eftir að foreldrar hans dóu. Nanaki hélt alltaf að faðir hans hafi svikið Cosmo Canyon og flúið er Gi Tribe réðst á þorpið. En þá ákveður Bugenhagen (afinn hans Nanaki) að sýna honum gamlan helli fyrir neðan Cosmo Canyon. Þarna eru draugar og pirrandi kóngulær og allur pakkinn bara. En við leiðarendann, þá finna þau anda Gi Tribe, sem þau berjast við, og í endanum, þá sýnir Bugenhagen Nanaki styttu af einhverjum sem líktist Nanaki. Bugenhagen sagði honum að þetta væri faðir hans, Seto, sem barðist við Gi Tribe, en svo skutu þeir örvum í hann sem breyttu honum í stein.
Er þau yfirgáfu Cosmo Canyon, þá voru þau komin að Nibelheim. En það fyndna var að það var eins og bærinn brann aldrei. Í rauninni voru Turks búnir að ráða leikara sem áttu að láta líta út fyrir að vera íbúar Nibelheim, en þegar Cloud sagði þeim að bærinn brann fyrir nokkrum árum, þá brá þeim og sagði bara að þau hafi alltaf búið þarna og ekkert gerðist. En eftirlifandi íbúarnir urðu fyrir tilraunum Hojo, og sprautaði hann í þau Jenova frumum, og þess vegna voru eftirlifandi íbúarnir svona skrýtnir, í svörtum klæðum, og sögðu alltaf: “Sephiroth, he-he’s here!!”. Svo fóru þau í Shin-Ra bygginguna gömlu. Og þar finnur maður öryggishólf, og er maður opnar það, þá finnur maður lykil, matera, og skrímsli. Eftir að þau drápu skrímslið, þá fóru þau niður í kjallara byggingarinnar, og finna dyr að líkkistu. Eftir að þau skoðuðu líkkistuna þá fundu þau Vincent Valentine. Hann var eitt sinn meðlimur Turks, en Hojo skaut hann til bana, og gerði hræðilegar tilraunir við hann. Þannig að hann lifir að eilífu, og í Limit Break breytir hann sér í skrímsli. Vincent var nefnilega ástfanginn af Lucrecia Crescent, móðir Sephiroth’s, en Hojo drap hann þá. Þarna fengu allir að vita sannleikann um Sephiroth. Svo að lokum gekk Vincent í lið með þeim.
En bakvið næstu dyr voru hylkin þar sem Zack og Cloud voru geymdir í 5 ár. Þetta var líka sami staðurinn þar sem Sephiroth las til um Jenova project. En þegar þau fóru nær, þá sjá þau Sephiroth. Sephiroth spyr Cloud hvort hann ætli ekki að taka þátt í “Ættarmótinu” eða “Reunion”. Svo svífur hann upp í loftið eins og vanalega, og í staðinn fyrir að henda í hann bút úr “mömmu” sinni, þá hendir hann í Cloud materia. Eftir þetta “atvik”, þá hefja þau enn á ný leiðangur sinn á eftir Sephiroth. Þau fara í gegnum Nibelheim fjöllin, og alla leið yfir í Rocket Town, sem fékk nafnið sitt útaf risastórri geimskutlu sem átti að fara út í geim á sínum tíma með Cid Highwind sem kaftein. En aðstoðarkonan hans Cid’s komst að því að bilun var í skutlunni, og ætlaði að laga bilunina, en þá var nú þegar byrjað að telja niður í lofttak, en hefði skutlan farið í loft, þá hefði hún dáið. Þannig að Cid neyddist því til að stöðva það, og Shin-Ra hætti við að styrkja þetta verkefni. Þá hefur geimskutlan staðið þarna á sama staðnum og smátt og smátt byrjuðu hús að byggjast þarna. Og þannig varð Rocket Town til börnin góð! ;)
Þegar Cloud & félagar mæta á svæðið, þá hitta þau aðstoðarkonuna hans Cid’s og Cid sjálfan. Shin-Ra virðist vera á leiðinni bara til þess að fá Tiny Bronco, flugvélina hans Cid’s lánaða. En Cid auðvitað neitar, því Shin-Ra virðist hafa stolið Higwind, loftskipinu hans Cid’s. Á endanum ná Cloud & félagar að sannfæra Cid um að fljúga burt á Tiny Bronco, en Shin-Ra hermenn náðu að skjóta hana niður, þannig að núna voru Cloud & Félagar komnir með “bát” sem getur bara flotið á grunnu vatni.
Eftir gríðarlega leiðinlega “lúxussiglingu” um plánetuna, þá finna þau loks mann einn sem býr á lítilli eyju rétt hjá Cosmo Canyon, sem selur vopn að gamni sínu. Hann segist hafa átt Keystone, sem átti að geta opnað Temple of the Ancients, sem er hálfgert “Bókasafn Cetra”.
En málið er að þessi maður seldi Keystone-inn til Dio, sem er maðurinn sem á Gold Saucer.
Þá var farið til Gold Saucer, og þau ákveða að best sé að fara í safnið hans Dio, og viti menn! Þarna var Keystone. Þá kom Dio og sagði Cloud að hann mætti fá hann ef hann færi að berjast í Battle Arena í Gold Saucer. Þá auðvitað barðist Cloud við skrímsli þar, en að sjálfsögðu mátti hætta hvenær sem maður vildi og samt fá Keystone, svo lengi sem maður vann einn bardaga. En það vildi svo heppilega til að lestin aftur í Corel Town bilaði, svo þau þurftu að gista á draugahótelinu í Gold Saucer. Á þessum parti í leiknum, eftir að Cloud útskýrði fyrir öllum í stuttu máli hvað þau væru að gera. Þá myndi annað hvort Aeris, Tifa, Yuffie, eða jafnvel Barret spurja þig hvort þú nenntir með á “deit”! En ef einhver stelpnana spyr, þá fáið þið jafnvel að vera með í leikriti. En eftir það farið þið í “rómantíska” ferð um Gold Saucer með flugeldum og öllu. En á leiðinni aftur sjá þau svo Cait Sith (vélmenna köttinn) hlaupa um með Keystone. Þegar hann er farinn alla leið, þá sjá þau Shin-Ra þyrlu taka burt Keystone er Cait Sith réttir þeim. Þá komast þau að því að Cait Sith er í raun og veru karl sem vinnur fyrir Shin-Ra, sem stjórnar Cait Sith þaðan. Seinna kemst maður að því að hann heitir Reeve Tuesti. En Reeve/Cait Sith segir þeim að hann er því miður með Marlene, fósturdóttur hans Barret’s (dóttir hans Dyne í rauninni) sem gísl, þannig að þau ættu að “láta eins og ekkert var”.
Þá að lokum er haldið til Temple of the Ancients, þar sem Turks voru farnir með Keystone. En þegar þau eru komin þangað, þá er allt opið, og sjá þau svo einn af Turks liggjandi særður. Sephiroth var líka kominn. Og þá fara þau niður. Eftir það fóru þau í gegnum gríðarlegt púsluspil. Á endanum komust þau á stað með myndum af Cetra tilbiðja svart materia sem kallar fram loftstein. Svo kemur Sephiroth og segir öllum að hann ætli að nota þetta svarta materia og summona meteor, stóran loftstein sem á að klessa á plánetuna. En ástæðan fyrir því er að á plánetuni er Lífstraumurinn (Lifestream), og alltaf ef einhver skaði verður á plánetuni, þá safnast straumurinn saman á þeim stað og “lagar” svæðið. Lífstraumurinn hefur verið enn alveg í 2000 ár að laga skaðann eftir Jenovu sem hún olli er hún klessti á plánetuna á loftsteini, og þar varð eftir Northern Crater, gríðarlega stór gígur. Þá var ætlunin hjá Sephiroth að kalla fram Meteor, sem á að klessa á ákveðin stað á plánetuni, og er Lífstraumurinn kemur, þá ætlar Sephiroth að vera í miðjum staðnum og láta allan strauminn fara í sig, svo hann yrði Guð. En til þess þarf hann Black Materia, sem er í raun og veru Temple of the Ancients, smækkað.
Að lokum kemur Cait Sith til bjargar, og lætur vélmennið sitt fórna sér til að nota tæki sem átti að smækka Temple of the Ancients í materia. Þá virkar það, og Cloud fer niður í litlu holuna sem eftir varð og nær í materiað. En þá gerist svolítið. Sephiroth stjórnar Cloud í gegnum Jenova frumurnar hans, og sannfærir hann um að gefa sér Black Materia. Það virkar og að lokum svífur Sephiroth aftur upp í loft eins og vanalega. Þá missir Cloud meðvitund. Þarna í drauminum hans Cloud, þá er hann í skógi, og hefur þá Aeris notað Cetra hæfileika sína, og birst í draumi hans og segir honum að hún hafi farið að stöðva Sephiroth í City of the Ancients. Svo fer Aeris og þá kemur Sephiroth og segir Cloud að hann verður að stöðva hana því hún er að trufla. Þá vaknar Cloud. Tifa og Barret segja honum að Aeris væri horfin, en þá segir Cloud um leið að hún sé í City of the Ancients. Þá fara þau í Tiny Bronco. Er þau koma, þá er þeim sagt að þau þurfi að komast í gegnum Sleeping Forest, en málið er að enginn hefur komist þar áður í gegn, svo þau þurfa að grafa upp Lunar Harp og nota það til að “Vekja skóginn”. Að lokum finna þau Lunar Harp og komast í gegnum skóginn og yfir í yfirgefnu borg Cetra.
Þar skoða þau sig um, en finna svo hús þar sem þau gista nóttina. En seinna vakna þau við röddina hennar Aerisar og elta röddina í aðra byggingu. Þar er op niður. Þegar þau koma, þá sjá þau Aeris biðja á jörðinni. Cloud fer einn til hennar, en er hann er kominn, þá byrjar Sephiroth að notfæra sér Cloud til að reyna að drepa hana, en Cloud nær yfirhöndinni og sleppir sverðinu. Aeris hættir að biðja og lítur til Cloud. Svo kemur úr loftinu Sephiroth allt í einu svífandi úr loftinu haldandi á sverði sínu. Á því augnabliki stingur hann sverðinu í gegnum Aeris, og hún deyr. Úr hárinu hennar fellur White Materia, sem Aeris reyndi að nota á móti Black Materia. Sephiroth glottir til Cloud er hann dregur sverðið sitt úr Aeris. Cloud missir sig og öskrar á Sephiroth og segir honum að hann hafi drepið manneskju með tilfinningar. Og núna er manneskjan ekki lengur til staðar til að brosa, hlægja, vera reið eða neitt. Hann drap hana. “En hvað með mínar tilfinningar ?” spyr Cloud Sephiroth. Sephiroth hlær og segir að Cloud geti ekki átt tilfinningar því hann er aðeins. Og við það svífur hann í loftið og hendir Jenova bút í þau og úr því kemur Jenova. Þau berjast við hana, sigra auðvitað, og þá segir Jenova. “Því þú ert aðeins leikbrúða, Cloud.”
Þá kemur dramatískt atriði þar sem Cloud fer með líkið hennar Aerisar í vatnið og lætur hana sökkva ofan í. Morguninn eftir fara þau upp fjöllin og yfir í snjóinn. Þar finna þau Icicle Inn, skíðaþorp. Og að lokum fara þau með Cloud á snjóbretti niður risa stóra brekku. En á endanum skíst hann upp í loft, og niður lenda þau einhverstaðar nálægt jöklinum.
Í Icicle Inn fundu þau kort af þessu svæði, og notuðu það til að fara alla leið að jöklinum.
Svo fundu þau hús, með manni sem hafði búið þarna í mörg ár við að aðstoða fólk sem hafði týnst á þessu svæði og slíkt. Hann auðvitað leyfði þeim að hvíla sig í húsinu hans því það var í rauninni fjári kalt þarna úti. Svo var kominn tími til að fara aftur út. Framhaldið er í næstu grein…