Enn og aftur segi ég góðan daginn/kvöldið góðir ff nördar og aðrir hugarar!
Vegna þess að sumir hvöttu mig til að gera framhald af fyrirverandi grein minni “Kenningar varðandi FF7” þá ákvað ég að kýla á það bara. Ég vil líka vara ykkur við því að það er mikið af spoiler þarna í greininni, svo þið ættuð kannski að spila leikinn fyrst, svo lesa þetta, því þessar greinar eiga í rauninni að hjálpa fólki að skilja þetta “völundarhús” FF7.
Fyrirverandi greinin fjallaði um það þegar Jenova lenti á plánetunni með loftsteini fyrir um það bil 2000 árum síðan, og endaði á því að Cloud “drap” Sephiroth í fjöllum Nibelheims. Eftir að Sephiroth var farinn niður í Lífsstrauminn (Lifestream) þá voru Cloud og Zack nær dauða en lífi. En gamli bardagalista kennarinn hennar Tifu fann hana þarna nálægt og fór með hana til Midgar, stanslaust að nota Cure materia aftur og aftur á hana til að reyna að lækna hana. Ég veit ekki hverjir komu samt á undan, hann eða Shin-Ra prófessorarnir, en við skulum bara segja að það hafi verið hann. En að lokum komu Shin-Ra prófessorarnir og fundu Zack og Cloud báða alveg að deyja. Þá hafði einn af Turks (Leyniþjónusta Shin-Ra) séð hvað gerðist milli Zack, Cloud og Sephiroth og hringdi svo í Shin-Ra. Hojo (Sá sem byrjaði með Sephiroth Project) var meðal prófessorana, og datt í hug að fremja vísindalega tilraun með Zack og Cloud, enda var það eiginlega það eina sem gat bjargað þeim.
Hojo þurfti hinsvegar meira að vinna með Cloud þar sem Sephiroth hafði slasað hann enn meira heldur en Zack. Þá byrjaði hann á því að sprauta svolítið af frumunum hennar Jenovu í Zack, og held ég að hann hafi bara hressast vel við það. En datt í hug að ekki aðeins að gefa honum Cloud vægan skammt af Jenova frumum, heldur líka að gefa honum svolítið af frumunum hans Zack’s í leiðinni. Þess vegna hélt Cloud stundum að hann hafi gert hluti sem Zack hafði í raun gert. Í fimm ár voru Cloud og Zack haldnir í þessum hylkjum í kjallara Shin-Ra Mansion í Nibelheim, þar til að þeir ákvöðu að flýja. Þeim tókst að flýja, en Zack þurfti mestmegnis að halda á eða jafnvel bara draga Cloud með sér þar sem Cloud var alveg uppdópaður af Jenova og svolítið af Zack frumum. Það tók þá langan tíma að komast í gegn, með alla Shin-Ra hermennina á eftir sér, en tókst svo loks að húkka far hjá einhverjum karli á trukki. En án þess að þeir vissu af því, þá voru Turks búnir að finna þá, og gerðu hermenn tilbúna við Midgar. Þegar Cloud og Zack voru komnir í Midgar, þá fundu hermennirnir þá, og skutu Zack til bana, en þar sem Cloud var liggjandi þarna á jörðinni uppdópaður, þá ákvöðu þeir að skilja hann bara eftir.
Smátt og smátt safnaði Cloud saman kröftum sínum, og náði Buster sverðinu hans Zack’s, og kom sér svo til Midgar í lestarstöð. Þá vildi svo heppilega til að Tifa var þarna á svæðinu, og fann Cloud. Hún sagði Cloud þá frá því sem hún hafði verið að gera undanförnu árin. Semsagt hún kynntist Barret, maður sem hefur látið gera byssu úr annari höndinni sinni. Barret var í grúppu sem kallaði sig AVALANCHE, sem er í raunini á móti öllu því sem Shin-Ra gerir, þar sem að Shin-Ra er ekki aðeins fyrirtæki sem sprautar genum úr dauðum geimverum í fólk og breytir öðrum í skrímsli, nei, Shin-Ra er einnig að soga lífsorku plánetunar og breyta henni í Mako, semsagt uppsretta galdrakrafta alls fólks, og gerir hana einning að eldsneyti, svo fólkið getur hitað kaffibollana sína.
Að lokum náði Tifa að sannfæra Cloud að fara með Barret og restini af AVALANCHE í leiðangur til að sprengja upp Mako vélarnar, sem eru þær vélar sem soga lífsorkuna úr plánetuni. Þar byrjar leikurinn í raun. Þeim tekst að sprengja eina vélina, en Cloud er svo kaldur, að fyrir honum er alveg nóg að fá peninginn. Þá náttúrulega fer Barret í þessa fýlu út í Cloud sem endist ¾ af leiknum. Þegar þeir reyna að sprengja næstu vél, þá gómar Shin-Ra þá. En að lokum náðu allir að flýja, nema Cloud datt svona 180 metra niður, og lenti á kirkjuni hennar Aerisar (sem er síðasti núlifandi Cetra) og ofan á blómabeðið hennar. Cloud kynnist henni og lofar að vera lífvörður hennar, því Shin-Ra er alltaf að reyna að ná henni svo þeir geti gert allskonar tilraunir á henni. Að lokum fara þau saman og finna Tifu, svo fara þau í gegnum holræsið og finna að lokum Barret og restina af Avalanche að berjast við Shin-Ra, því Shin-Ra ætla að sprengja þetta svæði af Midgar, og segja öllum að AVALANCHE hafi gert það. Þeim tekst það, og ræna svo Aeris.
Cloud, Tifa og Barret ákveða þá að þau fari alla leið í miðjuna á Midgar, þar sem höfuðstöðvar Shin-Ra eru, og bjarga Aeris. Það tekur langan tíma og jafnvel tvö batterí (þeir sem hafa spilað leikinn skilja hvað ég meina). Svo að lokum þurftu þau annað hvort að fara efst upp 60 hæðir með endalausum tröppum, eða þá með lyftu. Að lokum finna þau Aeris, og líka Red XIII, sem er hálfgert, ljóna-tígrisdýra-hundur sem er rauður í útliti, og getur talað, og bjarga honum líka. En í leiðinni finna þau hauslausa líkið hennar Jenovu. En þegar þau eru næstum því sloppin, þá gómar Shin-Ra þau, og þau lenda í fangaklefunum þar. En það dularfulla gerist að þegar þau fara að sofa, þá vakna þau við það að allt er hljótt og út í blóðslettum. Klefinn hans Cloud’s er opinn, og nær hann þá í alla, og tekur svo eftir því að líkið hennar Jenovu er horfið. Í rauninni var það Sephiroth sem er núna í Northern Crater (Þar sem Jenova lenti fyrir 2000 árum síðan) að stjórna líkinu hennar Jenovu, og breytti því í sig sjálfan. Að lokum finna þau forseta Shin-Ra með Masamune sverðið í gegnum hausinn sinn, svolítið mikið dauðann að mínu mati. Þá kemur Rufus, sonur hans, og tekur við fyrirtækinu. Cloud fer að berjast við hann, vinnur svo auðvitað, og að lokum sleppa þau öll út, og Cloud á eftir þeim á mótorhjóli að berjast við Shin-Ra hermenn. Og er þau “loksins” sleppa, þá loks hefst leiðangurinn þar sem þau elta Sephiroth.