Nú á loks að fara að sýna FF:TSW hér heim og verða forsýnigar á henni á
Miðvikudag. Ég er búinn að sjá hana og er hún helvíti góð, ég skil ekki hvað
fólk í Bandaríkjunum var að dissa hana. Hún er geðveik, hér eru svo
upplýsingar um forsýninguna:
Nexusforsýning miðvikudaginn 26. sept kl. 20:00 í Regnboganum
FINAL FANTASY: THE MOVIE
Forsýningin sem beðið hefur verið eftir í þó nokkurn tíma verður loks í
næstu viku.
Sýningin er textalaus og hlélaus að vanda.
Final Fantasy myndin er hiklaust tækniafrek þessa árs og með gerð hennar
hefur tölvugrafísk vinna við kvikmyndagerð tekið risastökk framávið.
Myndin er í raun á undan sinni samtíð og viðtökur hennar til þessa hafa
sýnt að fólk veit ekki hvernig á að taka kvikmynd með tölvugerðum
raunverulegum leikurum.
Sagan hefur staðið í sumum, enda eru Japanir þekktir fyrir að blanda saman
vísindaskáldskap og fantasíu á öðruvísi hátt en tíðkast á Vesturlöndum.
Þeir sem vanir eru að horfa á anime-myndir (manga) ættu að vera betur
undirbúnir.
Athugið að þessi sýning er án texta, sem þýðir að myndgæðin njóta sín
betur, þar sem ekki þarf að fókusera á textann
auk þess sem textunarferlið fer illa með filmur.
Athugið að þeir sem eru búnir að horfa á myndina í tölvunni sinni geta
engan vegin greint hve vönduð
tölvugrafíkin er og eru því skyldugir til að sjá hana í bíó!
Miðaverð er 1.100 kr. og miðasala hefst kl. 12:00 laugardaginn 22. sept.
PS. Næsta Nexusforsýning verður Jay and Silent Bob Strike Back!
(Ég er búinn að sjá hana líka, snilld)
——————————————————–
Myndin verður síðan frumsýnd þann 5. Október
——————————————————–
Einnig er leikur í gangi á Leit.is þar sem hægt er að vinna sér inn miða á
myndina.