Góðan daginn/kvöldið góðir FF nördar og annað fólk. Ég veit ekki hvernig, en ég náði að skrifa grein sem var 1 og hálf blaðsíða í Word á stuttum tíma, en það bara gerðist. Vil meðal annars benda á það að ef þú hefur ekki klárað leikinn Final Fantasy VII enn, þá ættirðu að byrja á því að gera það áður! ;)
Fyrir um það bil 2-3000 árum síðan, þá brotlenti loftsteinn á plánetuni þar sem leikurinn gerist. Á þeim tíma bjó fólk sem kallaði sig Cetra, en í nútímanum heitir fólkið Ancients. Loftsteinn þessi lenti á norðurpól plánetunar og er Cetra fólkið leit á þetta svæði, þá kom allt í einu geimvera úr honum. Þessi vera lét Cetra halda að hún væri vinaleg, en í raun smitaði hún sjúkdómum í Cetra fólkið sem gerði þau að skrímslum eða drap þau. Lengi hafði þessi geimvera verið að útrýma Cetra til að geta ráðið yfir plánetuni, en smátt og smátt safnaðist fólkið saman og loks tókst að læsa geimveruna í stóru hylki sem geymdi hana í þúsundir ára.
2000 árum seinna er Cetra fólkið nánast útdautt. En dag einn finnur prófessor einn að nafni Gast þetta umrædda hylki sem geymdi geimveruna. Hann ákvað að kalla geimveruna “Jenova” og að lokum hófst “Jenova Project” sem varð til þess að rannsaka Jenovu. En Prófessor Gast hélt fyrst að Jenova væri ein af Cetra fólkinu, en seinna finnur hann eina Cetra meðlim sem var lifandi. Hann spurði hana margar spurningar aðallega um Cetra (eða Ancients) og komst svo seinna að sannleikanum um Jenova. En Gast og þessi Cetra urðu ástfangin og eignuðust síðan dóttur sem þau nefndu Aeris/Aerith. En dag einn kom Prófessor Hojo, aðstoðar prófessor Gast með hermenn sem drápu Gast. En Cetra konan náði að flýja með dóttur sína í Midgard, stærstu borgina á plánetuni. Prófessor Hojo tók yfir Jenova Project og hóf störfin sín í Nibelheim, litlu þorpi. Eftir að hafa rannsakað frumurnar hennar Jenovu, þá ákvað Hojo að hefja störf á “Sephiroth Project” með aðstoðar konu sinni, Lucrecia Cresent. Lucrecia átti að eignast barn með Hojo og svo átti reglulega að sprauta Jenova frumum í barnið á meðgöngu. En er barnið fæddist, þá fékk Lucrecia ekki einu sinni að halda á barninu sínu, sem varð skírt Sephiroth.
Sephiroth ólst upp með fyrirtækinu sem Hojo vann fyrir, SHIN-RA, sem varð stærsta fyrirtæki nútímans, og átti meðal annars Midgard borgina. Með aldrinum varð Sephiroth öflugari og öflugari og sýndi mikin mátt í sér. Og er Sephiroth varð fullorðin, þá gekk hann í SOLDIER (sem varð stærsti her á plánetuni í eign SHIN-RA) og varð fljótt kominn í 1.st Class SOLDIER, sem varð besta rank í hernum. Og fékk að lokum Masamune sverðið sem á að vera eitt af þeim öflugustu í plánetuni. Með tímanum gat Shin-Ra eignað sér heiminn með Sephiroth. En er dagarnir liðu, þá bættust við tveir aðrið meðlimir SOLDIER. Zack og Cloud. Zack komst auðveldlega í 1.st class, en Cloud varð bara venjulegur 3.rd class soldier. Með tímanum kynntust Cloud og Zack og urðu fínir vinir.
Dag einn var komið að því að fara í mission til Nibelheim að skoða rannsóknarstöð þar (þar sem Jenova Project varð upprunalega unnið) og Zack og Cloud og Sephiroth voru einir af þeim sem fóru þangað. Cloud ólst upp í Nibelheim, en hélt SOLDIER grímuni á andlitlinu því hann hafði lofað öllum í Nibelheim að hann kæmist í 1.st class. Er þeir mættu á vettvang, þá hófst ferðin upp í Nibelheim fjöllin með leiðsögukonuni Tifu, sem ólst upp með Cloud. Er þeir mættu á rannsóknarstöðina, þá fóru Zack og Sephiroth einir inn. Þar komust þeir að því að Shin-Ra hafði verið að rækta skrímsli með því að sturta Mako (Eldsneyti ásamt því að vera lífsorka plánetunar) yfir hermenn, sem stökkbreyttust í skrímsli. Og smátt og smátt komst Sephiroth að sannleikanum er hann sá að þarna ofar væri geymt einhverja veru að nafni Jenova, því Sephiroth var sagt að móðir hans héti Jenova, en hún dó við að fæða hann. Svo fór Sephiroth niður í kjallara Shin-Ra byggingu í Nibelheim þar sem var heilt bókasafn um Jenova Project. Og þar las Sephiroth og las, og að lokum hélt hann að hann væri Cetra, og byrjaði að rústa Nibelheim, og fór að lokum aftur í Nibelheim fjöllin til að sjá “móður” sína.
Þegar Tifa (leiðsögukonan) komst að því hvað Sephiroth gerði, þá hljóp hún á eftir honum, þar sem að faðir hennar var þarna líka. En svo fann hún föður sinn látin, með Masamune sverðið hans Sephiroth stungið í gegnum sig. Tifa tók upp sverðið, og hljóp á eftir Sephiroth, en Sephiroth tók af henni sverðið og stakk Tifu. Þegar að Zack komst að því að Tifa og Sephiroth væru bæði þarna uppi, þá fór hann þangað líka, þar sem hann fann Tifu alvarlega slasaða. Hann dró upp Buster sverðið sitt, og fór til Sephiroth þar sem hann hafði fundið líkið af Jenovu, og ætlaði að taka hana með sér, en þá kom Zack og þeir börðust, en að lokum sigraði Sephiroth hann og Zack kastaðist burt. En er Sephiroth leit aftur á móður sína, þá kom Cloud og stakk Buster sverðinu hans Zack’s í gegnum Sephiroth og “alvarlega slasaði hann”. Þá fór Cloud aftur til Tifu og hjálpaði henni. En þá hafði Sephiroth skorið hausinn af Jenovu og tekið hann með sér. Þá börðust þeir tveir, en Sephiroth stakk sverðinu sínu í gegnum Cloud, en þá notaði Cloud sverðið hans Sephiroth og náði að bjarga sér. En þá var Sephiroth svo alvarlega slasaður, að hann hoppaði ofan í Lífstrauminn (Lifestream) með hausinn hennar Jenovu. Svo komu Shin-Ra prófessorinn Hojo, og bjargaði Zack og Cloud með því að nota Mako, Jenova frumur, og þar með náði hann á einhvern hátt að sameina frumurnar þeirra, þannig að Cloud fékk t.d. minningarnar hans Zack og slíkt (meðal annars ofurnáttúrulega krafta sína til að fljúga eins og maður sér í Advent Children). En á meðan náði Sephiroth að fljóta með Lífstraumnum alla leið á Norður Pólinn þar sem að Jenova lenti fyrir 2000 árum síðan. Og sameinaðist Jenovu þar. Það nefnilega útskýrir hvernig Sephiroth gat allt í einu breyst í líkama Jenovu í Midgard, og meðal annars stjórnað Jenova frumunum sem núna voru í Cloud. Takið eftir þegar Cloud gefur Sephiroth Black Materia.