Jæja nú er maður búinn að kála Dark Valefor,- Ifrit,- Shiva,- og nú rétt í þessu, Bahamut. Ég vil koma á framfæri aðferðum mínum við að drepa þá og þá sérstaklega aðferð minni við að drepa Dark Bahamut sem ég tel vera betri en margar þessar aðferðir á netinu (í alvöru).
Dark Valefor – 800.000 HP
Það sem þarf: Blitz Ace og/eða Attack Reels, 99.999 skaða, Celestial vopn, helst Quick Hit.
Status: Hér var ég ekki alveg búinn að maxa alla statusa og ekki byrjaður á Luck en ég held þú þurfir helst slatta í Strenght, Accuracy og Agility minnsta kosti.
Okey, það þarf ekki mikið til að drepa hann nema í rauninni eitt Blitz Ace/Attack Reels sem gerir stóran skaða. Þetta nægir líka til að fá Overkill. Annað mál er ef þú vilt fá AP með öllum persónum. Þá lendiru sennilega í einu Sonic Wings eða eitthverju drasli. Energy Rain ætti ekki að drepa þig þó mig minnir að það hafi gert 9999 skaða á mig. Vilt sennilega block-a Energy Blast (Overdrive) með Aeon þó maður ætti ekki að sjá það.
Ég drap Dark Valefor svona 15 sinnum þangað til ég fékk equipment með Ribbon og Break HP Limit og 2x auka tóm pláss. Þetta var Acropolis með Kimahri og var mitt fyrsta Ribbon. Nú er ég búinn að customize-a á það Auto-Phoenix og set sennilega síðan Auto-Protect. Mæli með að þið reynið að fá Ribbon frá Dark Valefor, þó Break HP Limit sé ekki nauðsyn, getið customize-að það seinna ef þið viljið.
Dark Ifrit – 1.400.000 HP
Það sem þarf: 99.999 skaða, Celestial vopn. Helst Blitz Ace/Attack Reels, helst Auto-Phoenix, helst Quick Hit
Status: 255 alls staðar ekki nauðsynlegt, en mæli aftur með háu Strenght, Accuracy og Agility.
Ekkert ósvipaður Dark Valefor, bara mun meira HP. Getur rústað honum fljótt með Blitz Ace og Attack Reels. Aftur ef þú vilt fá AP með öllum, þá skaltu notfæra þér Hastega, og Aeons til að block-a Overdrive-Hellfire. Auto-Phoenix hjálpar rosalega til hérna.
Ég barðist við kauða þangað til ég fékk Minerva Bangle fyrir Lulu. Það var með Break HP Limit en reyndar eitthvað andskotans Fire Eater drasl.
Dark Ixion – 1.200.000 HP
Það sem þarf: Quick Hit, Auto-Phoenix, Sleepproof/Ribbon, Celestial vopn, 99.999 skaða.
Statusar: Þetta var allt að koma en aftur það sama, 255 ekki nauðsynlegt.
Málið hérna er að þú þarft að berjast við hann tvisvar (sem er náttúrulega bara upphitun fyrir Yojimbo). Man nú satt að segja ekki hvernig ég fór nákvæmlega að hérna en eitt er víst að venjulega árásin hans gerir Sleep, ef þú ert ekki með Sleepproof/Ribbon er best ef þú bara deyrð í högginu og lætur Auto-Phoenix lífga þig við. Hann gerir bara Aerospark þegar Overdrive-ið hans er fullt í fyrsta bardaganum en skiptir yfir í Thor’s Hammer í seinni bardaganum, notaðu Aeons til að block-a.
Hérna fékk ég Genji Shield fyrir Tidus, Break HP Limit og reyndar draslið, Lightning Eater.
Dark Shiva – 1.100.000 HP
Það sem þarf: Quick Hit, Blitz Ace/Attack Reels, eða bara Overdrive með Anima eða eitthvað svipað, 99.999 skaða, Celestial vopn.
Status: Hér var ég búinn að maxa allt nema Luck (sem ég giska á að hafi verið svona 70-100 á þeim tíma, er núna kominn í 120+). Eitt fyrir víst, þú ÞARFT 255 Accuracy og 255 Agility.
Láttu Auron vera fremstan vegna First Strike (sem er by the way geðbilað geðveikt). Ef þú vilt nota venjulegar árásir þarftu að nota Aim nokkrum sinnum. Annars er best að utterly slaughter hana með Overdrive-um og Oblivion með Anima.
Dark Bahamut
Okey, aðal ástæðan fyrir greininni. Hér kem ég með aðferð sem krefst nánast ekki neitt og er samt ekkert meira tímaeyðandi en aðrar aðferðir. Sjáið hér fyrir neðan:
Það sem þarf: Celestial vopn, 99.999 skaða, Protect, Hastega, nokkra Aeon-a helst með full Overdrive. AÐEINS UM 3500 HP.
Status: Ég var hérna kominn með 255 í öllu nema Luck í 120+. Þarft væntanlega meira HP en 3500 ef þú ert ekki með 255 defense.
Liðið sem ég notaði var Kimahri, Auron og Wakka, eina ástæðan fyrir því til að byrja með var sú að Kimahri og Wakka voru með Ribbon og Kimahri auk þess var með meira en 9999 HP og Auto-Phoenix. Ég var líka búinn að customize-a nýjan grip, Shutout (sem var með Ribbon) með Auto-Phoenix fyrir Wakka. Auron var með Stoneproof og svona einhverja vitleysu. Svo þegar ég uppgötvaði þessa meistaraaðferð komst ég að því að Counter Attack og Evade & Counter sem eru í vopnunum þeirra voru drullu góð hérna. Tidus og kannski fleiri character-ar eru með Evade & Counter svo það er alveg hægt að nota hann líka.
Okey, það sem Dark Bahamut gerir: Hann notar venjulega árás á hverju turn-i sem hann fær. Árásin gerði á mig um 13.000 skaða, sem sagt nóg til að drepa Auron-inn minn og Wakka-nn minn. Auto-Phoenix gat svo sem reddað þessu. En einnig gerði hann Impulse sem var einhverskonar counter attack og Petrify/Slow/Power Break/Mental Break/Armor Break en fljótt komst ég að galdrinum á bakvið það. Last but not least gerði hann Mega Flare þegar hann var kominn með Overdrive sem gerði um 45.000 skaða sem sagt of mikið, hér þurfti ég að nota Aeon-a til að verja mig.
Ég er búinn að berjast við Dark Bahamut svona 7-8 sinnum núna. Ég ætla bara að fara í gegnum ferlið. Þegar kemur að 6. skipti kemur upp góða aðferðin mín:
1. skipti
Ég mæti honum í þeirri von um að vera slátraður…og það var ég. Ég ræðst nokkrum sinnum á hann, hann gerir Impulse sem akkúrat Petrifiar Yunu og svo brýtur hann hana svo ég get ekki varið mig gegn Mega Flare. Ýkt óheppinn.
2. skipti
Ég kemst lengra með hann eftir að ég er búinn að equip-a mig betur með Ribbon/Stoneproof og þess háttar. En svo counter-ar hann mig með Impulse og rétt eftir það kemur hann með þetta fína Mega Flare. Búmm!
3. skipti
Okey aftur kemur hann með eitthvað svindl Impulse Mega Flare dæmi og steindrepur mig. En svo fór ég að fatta þetta…..
4. skipti
Hérna náði ég að drepa hann. Notaði Auto-Phoenix mikið og kallaði fram Aeon-a alltaf tveim árásum áður en Overdrive-ið hans fylltist, þannig gat ég slett fram einu Aeon Overdrive-i, fengið á mig kannski eitt Impulse og svo Mega Flare, Aeon-inn minn dó ég fólkið mitt lifið áfram.
Svona gekk þetta lengi uns ég loks Overkill-aði hann með þessu fína Quick Hit.
5. skipti
Alveg eins og síðast, bókstaflega
6. skipti
Allright, allright, allright! Tilbúinn er ég að taka á þeim stóra enn einu sinni í minni von um að fá Ribbon og fleira. Ég er búinn að prufa ýmislegt í síðasta bardaga eins og að nota Protect til að passa mig gegn venjulegum árásum og það virkaði. Hérna þróast svo nokkur test í einn bardaga.
Okey, ég hafði alltaf byrjað á því að nota Hastega og nýbyrjaður að prufa Protect. En auðvitað kom svo Impulse og setti á mig Break-in, svo næsta árás á þann character gerði 99.999 skaða og þar með hvarf Haste/Protect. Svo maður þurfti að byrja aftur.
Svo fór ég að hugsa. Okey, ég nota Aeon-a til að block-a Mega Flare….hvernig væri að gera það sama við Impulse. Kannski á ég nogu marga Aeon-a. Svo ég hendi inn Magus Sisters og ræðst á hann. Hann kemur með Impulse eins og ég hafði vonað og ekki bara það, heldur líka Mega Flare. Ég hafði notað einn Aeon til að vernda mig frá Impulse og Mega Flare. Bíddu, bíddu, bíddu.
Þetta kom mér til að hugsa meira. Komst ég að því að Dark Bahamut notar Impulse sem counter attack gegn 5. árásinni sem ég geri á hann.
Aðferð
Í fyrsta round-inu notaði ég Hastega og Protect á alla. Síðan réðist ég á Dark Bahamut fjórum sinnum (hvert högg á 99.999 skaða). Eftir það byrjaði ég að verja mig, sem sagt Defend (jebb). Hann gerði árás á sínu turn-i og tók…….rétt rúmlega 3000 HP! Með Protect og Defend var ég sem sagt í rauninni að minnka skaðann um 100% (eða eitthvað).
Næst fékk ég aftur endalaust turn, ég cure-aði þann sem varð fyrir árás, bara til að vera safe að geta gert 99.999 skaða. Svo hélt ég áfram að Defend-a. Þessu hélt ég áfram og leyfði þannig Dark Bahamut að byggja upp Overdrive-ið sitt með hverri árás og sem auka bónus (reyndar stór bónus) þá counter attack-uðu character-arnir mínir hverja einustu árás. 3000 HP á móti 99.999 HP!
Þegar Dark Bahamut þurfti bara eina árás í viðbót til að koma Overdrive Gauge í 100% (sem sagt var á svona 90%) þá kallaði ég Yunu inn og lét hana kalla fram Magus Sisters. Ég notaði Delta Attack. Með því counter attack-aði Dark Bahamut með Impulse og gerði svo Mega Flare strax á eftir og drap Magus Sisters. Þannig var ég búinn að verjast Impulse og Mega Flare og búinn að gera stóran skaða líka thanks to counterattacking.
Þegar kom að mér aftur með mín mörgu turns, ákvað ég að nota Haste og Protect á Yunu til að spila safe, síðan lét ég aftur 4 árásir flakka, kallaði aftur á Wakka í stað Yunu. Svo hélt ég áfram að Defend-a og counter attacka. Kallaði svo á Yunu og Aeon þegar Dark Bahamut var kominn í 90% Overdrive. Notaði Overdrive og var þá laminn með Impulse + Mega Flare. Annar Aeon dauður.
Þannig hélt ég áfram og eftir 3-4 dauða Aeon-a var ég búinn að overkill-a hann. Þetta hljómar kannski tímasóandi en þetta er miklu betra en að vera laminn með Impulse og þurfa að nota Haste/Protect aftur á alla sem deyja svo ég tali nú ekki um endalaust Phoenix Down vegna Auto-Phoenix. Og by the way, þar sem þú þarft bara 4 högg á hann er ekki einu sinni Quick Hit must have. Þar sem þú ert aldrei laminn með Impulse er ekki einu sinni nein not fyrir Ribbon/Stoneproof eins og by the way allir guide-ar á netinu segja að VERÐI að vera. Kjaftæði.
Takk fyrir,
Veteran