Leikirnir sem bera þennan undirtitil munu verða þrír. FFXIII sem er aðalleikurinn og beint framhald FF seríunnar, FF versus XIII sem spilast samhliða FFXIII og deilir með honum sama umhverfi og einstaka persónum, og loks FF Agito XIII sem verður spilanlegur á gsm símum í Japan og deilir sameiginlegri “mythology” og hugtakafræði með hinum tveimur (eins og FFTA og FFXII). Ég held að ég tali fyrir alla þegar ég segi að þetta sé afar spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með.
Ég hef heyrt því fleigt að þetta sé ein önnur tilraun Square-Enix til þess að mjólka sem mestan pening útúr leikjunum sínum, og er eflaust eitthvað til í því þegar velt er því frekar fyrir sér, en við megum samt ekki missa trúna svona fljótt á Squeenix. Öðruvísi en FFVII, sem var rótað upp eftir margra ára hvíld og blóðmjólkað útí öfgar, þá sjáum við núna fram á nýja hugsjón. Square-Enix líta augljóslega afar stórt á þessa nýju leiki og sjá tækifæri til að koma þeim á framfæri á marga vegu og sýnist mér þeir bera miklar væntingar í garð þessa verkefnis.
“Third generation” er hugtak sem hefur tröllriðið tölvuleikjaheiminum undanfarið ár og keppast stóru fyrirtækin um að hanna sem flottastar og byltingarkenndastar leikjavélar og völ er á til þess að mæta þessu kapphlaupi sem virðist eiga sér stað. Þessi bylting skilur engan eftir ósnortinn, eins og sést með Final Fantasy seríunni með “Fabula Nova Crystallis”, sem er að mínu mati afar hreinskilin yfirlýsing að hálfu Square-Enix um þau áhrif sem þetta kapphlaup hefur haft á seríuna. Hérna sjáum við fram á tvo afar frambærilega tölvuleiki sem koma út á öflugustu væntanlegu leikjavélinni, Play Station 3. Og hef ég einnig séð það skrifað að FF agito XIII sé ætlað að valda byltingu á nýrri kynslóð “leikjasíma” í útlandinu.
FFXIII gerist í framtíðarheimi, ólíkum öllu því sem við höfum séð hingað til í Final Fantasy. “A tale of souls from a futuristic civilization illuminated by the Light of the Crystal.” Er “tagline” þessa leiks sem má gróflega þýða sem “Saga sála frá framtíðarsamfélagi, sem eru upplýstar af ljósi kristalsins”. Má velta merkingu þessar setningar fyrir sér, en ég kýs að túlka hana sem svo, að hérna séum við að tala um einstaklinga í veröld, algerlega óskyldri öllu því sem við eigum að venjast í Final Fantasy, sem hafa djúp, sálarleg tengsl við hina stórkostlegu lífskristala sem okkur eru svo kærir. Þannig að ég held að sagan fjalli um nokkra útvalda einstaklinga sem geta notað galdra, og annarskonar eiginleika sem annars eru óþekktir í þeirra heimi.
Hérna gæti ég farið í það sem við vitum um söguþráð hvers einasta leiks, en kýs ég heldur að kalla þetta gott og leyfa Square-Enix að ljóstra þessu upp hægt og hægt.
Takk fyrir athyglina, þinn mephistopheles.
Sprankton