Dúddar og kvennsur og svo að sjálfsögðu þið yndislegu final fantasy spilendur
og eflaust líka KH spilarar. Ég ætla að skrifa grein um hvaða minningar koma
hjá mér þegar ég hlusta á 19 final fantasy lög sem ég á á tölvunni.
-=Spoiler=-
Seinasta viðvörun pottþéttur eitthverjir spoilerar hér á ferð
-=Spoiler=-
VII
FF VII prelude(heitir eitthvað ultra rare edition hjá mér alveg sama stöff) -
Úff, minningar við þetta lag. Ég set FF VII í með hálfan hugan við þetta
veit ekkert við hverju á að búast, leist vel á þetta. Fyrsta Final Fan reynslan(Afmeyjun?)
If your open your heart - já, ekkert spes lag, lag sem er í eitthverjum bæjum.
Kyndar ekkert undir mig.
FF VII Boss battle theme - Vá, ef þetta lætur mann ekki vilja skella sér í VII
þá heiti ég ekki Davíð og spila ekki Final Fantasy. Virkilega flott lag og gefur bossinum
skemmtilegan fíling! Mér finnst t.d boss theme í IX ekkert rosa geggjað. En þetta, vá…
Cloud's theme - Er ekki alveg viss með þetta lag. Fær samt alveg VII kitl í magann.
Sepiroth evil theme - Ég bókstaflega veit ekki hvar á að byrja segja frá þessu…
Man þegar maður fer á neðstu hæð í nibelheim mansion og enginn annar en sepiroth er þar.
Þegar ég sá hann brá mér, var hræddur um að núna yrði fight og ég lágt lvl-aður og langt í seinasta save.
Hann bullar eitthvað sem ég skil ekki í fyrstu spilun(12 ára) og hverfur svo.
Þetta lag er bara fullyrðing á að hann er flottasti vondi char ever! Hann er svo evil að lögin
eru bókstaflega í evil fíling.
Kitaru - minnir mig alltaf á að heimurinn er á ystu nöf,
og þau reyna að finna the Ancient key, minningar. Minnir mig líka alltaf rosalega á bugenheim(ekki viss á nafninu) enda er hann rosaleg hjálp þarna.
Holding my tought inside - Minnir mig ekkert rosa á VII, minnir mig alltaf á AC trailer.
Weapon raid - Gvuð, ég skít ennþá í brækurnar af þessu lagi! ÞAÐ ER HUGE WEAPON AÐ RÁÐAST Á ALLT.
Ég hugsa alltaf með mér, sjæsa, drep ég hann? Bjarga á deginum? Er þetta allt undir mér komið?
Ég tek það fram að alltaf þegar ég spila FF þá líður mér eins og allt sé undir mér komið.
Ég er hetjan, þetta er sagan mín ekki Cloud's eða Squall's eða Zidane's(gefur meiri fíling).
Minnir mig samt sérstaklega á þegar Weapon er að fara ráðast á midgar.
Jenova absolute - Úff, loksins fæ ég að stúta kellinu. Kominn með nóg af henni,
alltaf að valda mér vandræðum. Ekkert rosa spes fílingur en gott í þessu.
One winged angel - Ég sver, það er hægt að gera heimasíðu um þetta lag, svo kraftmikið,
öflugt, hreint og beint segir, SEPIROTH ER STERKASTUR OG VONDASTUR. En þetta lag gefur mér
alltaf fiðring í magan. Þetta lag segir bara, þetta er BOSSINN!!!
VIII
Liberi fatali – Ég sé Final Fantasy VIII í hillu út í Englandi, stoke-on-trent, ég hugsa með mér, miðað við VII þá er þetta must kaup! Ég borga 15 pund fyrir hann og er hæstánægður með kaupin. En ég bíð í tvær vikur eftir að fara í hann. Loksins Kominn heim, er gott að segja loksins er þá nördaskapurinn fullkomnaður? Hver er bara “Loksins komin heim frá útlöndum get loksins spilað VIII”? Ég var þannig og finnst reyndar ekkert að því. En ég fullkomna þetta, er kominn í Playstation tölvuna áður en ég veit af því sjálfur, en kosturinn er ég er með bönns af nammi, enginn skóli, er þetta frábært eða hvað? Ég set hann í og byrja new game, kemur ekki þetta all ROSALEGA myndband með þessu klikkaða lagi sem lætur mig fá hroll! Þetta hugsa ég þegar ég hlusta á þetta lag.
Boss battle theme – Búinn með 1 glas af kóki, nokkrar lúkur af skittlesi og nóg af poppi, ég er kominn í fyrsta bossinn! Er ennþá með hrollinn úr liberi fatali og þetta bætir hann ekkert verð ég að segja. Sæmó lag, ekkert til að deyja yfir, en þetta minnir mig alltaf á overdrive-in hjá Squall, gvuð hvað ég elska að nota Aura á Squall og nota renzokuken!
The Oath – Fallegasta lag úr öllum FF leikjunum, svo indælt, svo fagurt, svo rólegt, ef það er hægt að vera ástfanginn af lagi þá er þetta lagið! Veit ekki alveg en þetta minnir mig alltaf á Squall ekki annað en hægt en þessi leikur snýst nánast bara um hann… Yndislegt lag! Og það góða er að það er í heilar 5 mín!
Maybe I am a lion – Þetta er spennumagnað, þungar taktur og gott lag! En hvar er þetta í leiknum? Ég man barasta ekki, minnir mig bara á Renzokuken af eitthverjum ástæðum en Renzokuken finnst mér einmitt einkenna VIII. Finnst þetta bara svalasta overdrive sem komið hefur í FF leikina
Succesion of witches – Edea, hún er nú meiri beyglan, við fyrstu sýn. Ég er að fara myrða hana, það er brjáluð hátíð í gangi, þetta er allt planað, en hvað er þetta fyrir aftan húsið? Einhver að klifra upp og fara inn bakdyramegin í húsinu þar sem Edea er… Jú, þetta minnir mig bara á það! Og líka þar sem maður berst við triljón nornir sem eru beyglur! Helvíti flott lag og hreint og beint út sagt magnað! Hroll lag af hæsta gæðaflokki.
Compression of time – Leiðinlegasta lagið sem ég hef hlustað á úr FF? Án efa, fæ illt í hausin og finnst þetta bara pjúra leiðinlegt. Þetta er það sem mér finnst fyrst, en svo höldum við lengra inn í lagið, kemur frábær kafli án hljóðsins sem er eins og Munnharpa í sínu versta! En hann endist bara í hálfa mín. Minnir mig á þegar maður er að fara fram í tímann með Elena gegnum eitthvað svakamumbojumbo, skildi það aldrei. Um að gera skella bara VIII í og skilja þetta bara? Nei, enginn áhugi, þetta lag eyðileggur alla stemmingu.
The legendary beast – Jæja, hvaða HELVÍTIS skepna er þetta? Þetta er eitthvað helvítis tígrísdýr eða hvað sem þetta er sem heitir Griever, jæja, ætti að geta hann og eiginlega búinn með leikinn, fer létt með hann. Hmm takturinn í laginu breyttist og allt fór að skjálfa á skjánum. Þýðir pottþétt hann er að deyja… HEY AFHVERJU ER ÉG AÐ FARA UPP Í HIMININN???? Ó FOKK ALLIR NÁNAST DAUÐIR(Eða dóu allir? Man ekki).
Já, þetta minnir mig alltaf á þetta helvítis kvikindi Griever og ofurárásina hans. Finnst þetta helmagnað lag, þungt og þétt í alla kanta, frábært lag og fjörugar bardaminningar.
Boss battle(Eitthver rokkútgáfa eða eitthvað) – Vá hvað þetta er sjúklega flott, frábært í alla staði, þetta er rokk af gamla skólanum með gítarsólói sem myndi hæfa hvaða gítarhetju sem er og vel melódískt.
Eyes on me með Faye wong – Væmið? Já. Kellingalegt? Já. Gott þá? JÁ. Mér finnst þetta lag einkenna leikinn svo mikið, minnir mig á allan VIII í heild sinni, en sérstaklega má nefna Laguna og co.. Þetta lag er svo fallegt, eins og The Oath, en það einkennir leikinn ekki eins mikið. Vá, ég ætla spila VIII í kvöld.
Ég tek það fram að ég á 14 lög í viðbót og eru þau úr IX og X og ætla ég örugglega að gera grein um það seinna. Nema fólk vilji það ekki. En ég þakka fyrir lesningu og endilega segið álit ykkar á þessu.
Danke schön