Greina-yfirlit á áhugamálinu '05
Hér ætla ég að fara yfir greinar áhugamálsins árið 2005.
Ég hefði kanski átt að senda þetta inn um áramótin en ég gerði það ekki, hvað ætlið þið að gera í málinu?
Þetta gengur svo fyrir sig að ég útskýri fyrir ykkur helstu eiginleika hverrjar greinar eftir að ég hef kynnt þær.
Summon
Eftir mephistopheles 3. Janúar
Mjög góð og löng grein.
Farið er yfir hvern einasta summon held ég frá öllum leikjunum.
Það kemur fram í hvaða leikjum hver summon er í.
Frábært framlag.
Frekar stutt umfjöllun um hvern og einn summon.
Fékk ekki verðskludaða dóma frá hugurum.
Final Fantasy
Eftir siggikorn
7. Janúar
Ekkert of löng.
Farið er yfir uppruna FF leikjanna en þetta er ekki eina greinin þar sem það er gert.
Stutt en skemmtileg comment um hvern leik.
Árið sem flestir leikirnir komu út gefið upp.
Preview á FF XII.
Hefði getað verið betri.
Final Fantasy XII umfjöllun (enska)
Eftir Englaryk
11. Janúar
Fremur löng.
Allt copy/paste held ég.
Farið er yfir allt það helsta sem vitað var um FF XII á þeim tíma.
Hefði verið hægt að stytta þetta og þýða til að gera þetta betra.
Seymour
Eftir Mastro
25. Janúar
Farið er vel yfir allt það helsta um Seymour.
Fortíð hans er rekin.
Höfundur gefur álit sitt á persónunni.
Uppfyllir allar kröfur.
Margir komu með leiðinleg comment á greinina sem var alger óþarfi.
Seymour Guado
Eftir mephistopheles
25. JanúarÖnnur grein um Seymour á sama degi.
Mun stærri og betri af stórum hluta en sú fyrri.
Er vel farið yfir söguþráðinn hjá kallinum.
Gæða verk ef á að segja eins og er.
Ekkert mjög líkt hinni greininni svo að lesiði báðar endilega.
Final Fantasy VI Teaser
Eftir mephistopheles
27. JanúarÝmisleg merkileg facts um FF VI.
Byrjunin á söguþræðinum vel útskýrð.
Frekar löng.
Mjög flott grein.
Kom vel fram í svörunum að fólk er ekki búið að spila VI nógu mikið.
Guðir og Skrímsli
Eftir Veteran
29. Janúar
Farið yfir nokkurnvegin öll skrímsli sem finnast í goðsögnum og trúabrögðum í haiminum sem koma fyrir í FF leikjunum.
Rosalega vel gerð og flott grein, algert afrek.
42 verur allt í allt.
Sumir voru með eitthverja stæla í álitum sínum á greininni og eru þeir vonandi bak við lás og stlá as we speak.
Moldblökur
Eftir mephistopheles 5. Febrúar
Rosalega flott grein.
Löng.
Farið er vel í uppruna Moogle verana úr FF leikjunum.
Sagt er frá hlutverki mooglana í hverjum leik fyrir sig.
Mephistopheles sýnir enn og aftur að hann kann að gera greinar en hér endaði glæstur ferill hans sem Final Fantasy greinahöfundur.
Loksins grein sem fær almennilegar undirtektir á áhugamálinu.
Final fantasy 7 Advent Children (characters) Eftir Yojimbo
11. Febrúar
Algerlega copy/paste-að af adventchildren.net síðunni.
Óþarflega löng línubil.
Ekki mjög góð grein þessi.
Greinin fékk of góða dóma lesenda.
Sin
Eftir Mastro
21. Febrúar
Vel farið yfir persónuna sin.
Ójöfn línubil sem lækka útlitseinkunn greinarinar.
Rosalega miklir og stórir spoilerar sem manni er ekki bent á.
Fékk heldur hörmulega dóma frá hugurum … en var samt ekki alveg svo léleg.
Final Fantasy VII : advent children (Margt úr myndinni)
Eftir Mastro
21. Febrúar
Önnur greinin eftir Mastro á einum degi.
Farið yfir margt sem vitað var um FF VII AC á þeim tíma.
Drbaun kom með einstaklega leiðinlegt comennt og ég vona innilega að hann hafi verið hýddur rækilega fyrir verknaðinn.
Fékk einkunina “Hálfkláruð” frá mörgum.
Frekar auðvelt og gaman að lesa.
Black Mages II: The Skies Above
Eftir Namingway og mephistopheles
22. Febrúar
Flott grein.
Farið er yfir öll lögin á disknum og sagt frá því í hvaða leikjum og hvenær þau heirast.
Almennilega uppsett grein er hér á ferð.
My final Story
Eftir isak62
16. Mars
Fyrsta greinin í langan tíma.
Ekkert of löng.
Hér greinir isak62 frá því hvernig hann kynntist FF leikjunm.
Characters úr Kingdom Hearts 2
Eftir Mastro
25. Mars
Enn og aftur eru of löng línubil á ferðinni.
Sagt er frá persónunum Sora, Riku, Kairi, Mickey, Axel, auron, Donal og Goofy og er þeim bæði og staðsett.
Á styttri kantinum eins og Mastro virðist henta.
Þó nokkrar stafsetningavillur.
Celestial Weapons o.fl- FFX
Eftir isak62
18. Apríl
Fyrsta greinin í langan tíma.
Stutt en innihaldsrík.
Sagt er í stuttu máli frá því hvernig skal ná í Celestial Vopnin og allt sem tengist þeim.
Veraldir úr KH2
Eftir petur93
18. Apríl
Greint er frá veröldunum sem so far var vitað um að myndu koma í KH II.
Ójöfn línubil.
Vantað SPOILER viðvörun.
Skill hjá Character í Final Fantasy X
Eftir Mastro
22. Apríl
Loksins sæmilega löng grein hjá Mastro.
Greint er frá öllum skill-unum í FFX.
Það þarf nú varla að lesa um þetta á huga þegar að maður getur prófað þetta í leiknum en gott framlag þrátt fyrir það.
Textar í FF leikjum.
Eftir THT3000
10. JúníFyrsta greinin í mjöög langan tíma.
Löng.
Mest allt Copy/paste.
Textarnir úr FF lögum á “ýmsum” tungumálum.
Hluti af textunum vitlaus.
FF - Minn leikur
Eftir dabbinn
24. JúníKomið með eigin hugmynd af FF leik.
Persónulega leist mér ekki á hugmyndina, var ekki mjög Final Fantasy-y annars hafði hún sína kosti.
Frumleg.
Minn Final fantasy
Eftir Kornkall
30. Júní
Önnur FF leikja hugmynd.
Frekar slöpp saga og maður finnur ekki fyrir FF-inu í þessu.
Charaterarnir er plain weird.
Saga Squaresofts
Eftir petur93
13. JúlíFarið er vel yfir það hvernig Squaresoft hefur gengið í gegnum tíðina.
Ekkert of löng en ekki of stutt heldur.
Lota 2 ;)
Eftir Ladybird
20. Ágúst
Fyrsta greinin í langan tíma.
Spoilar næstum öllum merkilegu atriðunum í sögu Final Fantasy leikjanna
Engin SPOILER viðvörun.
Ég spoilaði sjálfur næstum því endanum á VIII fyrir mér held ég.
Frumlegt.
(((Framhald))) - Final Fantasy X
Eftir isak62
11. September
Hér fer isak62 enn betur í Celestial Weapons dæmið sem hann hafði skrifað um fyrr á árinu.
Hér er betur farið yfir hlutina sem þarf til að fuyllkomna vopnin.
Ójafnt línubil enn og aftur.
FFVIII-Most helpful things Part 1 og 2
Eftir isak62
7. og 8. Október
Fyrstu greinarnar í langan tíma.
Ég set þetta saman í einu en ekki í tvennu lagi því að það er nokkurn vegin sami “söguþráðurinn” í þessu.
Í Part 1 er aðalega farið í spilin og hvernig skal nálgast þau en kemur margt annað í ljós í leiðinni.
Í Part 2 er aðalega farið í bosses og GFs.
Stórir SPOILERAR á ferð.
Kingdom Hearts 2
Eftir THT3000
8. Október
Miklir spoilerar úr KH 1 og CoM.
MJÖG löng grein þar sem sagt er frá forsögunni, persónum, heartlessum og veröldum.
Tók frekar langan tíma að gera þetta.
Var 14 blaðsíður á word.
Final Fantasy: Advent children umsögn
Eftir Leaonheart
12. Október
Leaonheart kemur hér með review af FF VII AC.
Bent er á helstu kosti og galla myndarinnar.
Góð og skemmtileg grein.
Final Fantasy Unlimited
Eftir THT3000
19. Október
Review af FF:U anime þáttunum.
Miðlungs löng grein en innihaldsrík.
Summon í Final Fantasy XII
Eftir Mastro
12. Nóvember
Fyrsta greinin í frekar langan tíma
Sagt er frá fjórum summonum í XII sem vitað er um.
Skemmtileg lesning.
Óhemju sór línubil.
Final Fantasy X og Final Fantast X – Söguþráðurinn
Eftir Blaskjar1 og THT3000
5. og 6. DesemberÉg setti þessar tvær greinar saman því að þær eru nokkurnvegin alveg eins nema FF X – Söguþráðs greinin er heldur lengri og (þó ég segi sjálfur frá) betri.
Ég gerði bara greinia því að mér fanst mikið vanta í hina.
Báðar voru þó fremur slappar.
Og hér lýkur þá greinayfirliti Final Fantasy áhugamálsins 2005 … eða hvað?
Hér ætla ég nú að segja ykkur kæru hugarar hvað að mínu mati er mest framúrskrandi í flokki greina á þessu ári.
Skemmtilegasta greinin:
Moldblökur eftir mephistopheles.
Já, þetta var bara mjög interesting og skemmtileg grein sem ég hafði mjög gaman að lesa.
Höfundurinn með flestar greinar: Mastro með fimm greinar,
Seymour
Sin
Final Fantasy VII : advent children (Margt úr myndinni)
Characters úr Kingdom Hearts 2
Summon í Final fantasy XII.
Og isak62 líka með fimm greinar,
My final story
Celestial Weapons o.fl- FFX
FFVIII-Most helpful things Part 1
FFVIII-Most helpful things Part 2
((( Framhald))) – Final Fantasy X
Og mephistopheles einnig með fimm,
Moldblökur
Final Fantasy VI Teaser
Summon
Seymour Guado
Black Mages II: The Skies Above
Lengsta greinin: Kingdom Hearts 2 eftir THT3000
Stysta greinin:
Final Fantsy X eftir Blaskjar1
Jæja, nú er þessari sex blaðsíðna grein lokið og ég ætla bara að láta ykkur vita að það var mjög leiðinlegt að skrifa þetta og ég ætla ekki að gera þetta aftur fyrir árið 2006 nema að þið snedið inn mjög fáar greinar.