Ég tók eftir fyrir stuttu að það voru mjög fáar greinar hér um Final Fantasy I svo ég ákvað að skrifa eina.

En athugið að square enix breytti fullt af nöfnum og stuffi í seinni remakum og ég gæti notað önnur nöfn fyrir suma karaktera.

Hin mikla sería byrjaði þegar fyrsti FF leikurinn Final Fantasy kom út á gömlu NES 12. Júlí 1990 (vííí á afmælisdaginn minn). Leikurinn hlaut nafnið Final Fantasy af því að þetta átti að vera síðasti leikur Hironobu Sakaguchi en leikurinn varð svo vinsæll að þetta varð ekki hans síðasti leikur. Það var prophecy um að fjórir light warriors myndu koma og eyða því illa og bjarga heiminum. Leikurinn byrjar þar sem fjórir light warriors koma til kóngsins í Cornelia hver með sinn kristal sem þeir áttu að afhenta kónginum til að sanna að þeir væru light warriors (eitthvað svoleiðis dóterí). Það eru myrkir tímar og skrímsli og alls konar vondu kallar ganga um og ráðast á fólk og prinsessunni hefur verið rænt. Öll þessi vandræði stafast af einhverri truflun í mætti hinna fjögurra elementa. Eldi, jörðu, vatni og vindi. Í fyrstu eru light warriorarnir bara sendir til að ná aftur prinsessunni af einhverjum illum riddara en þeir byrja síðan að questast og þeir verða að ná í hina fjóra element kristala af hinum fjóru elementa óvinum til að bjarga heiminum.


Persónur Leiksins.

Maður fær að velja 4 karaktera í partyið sitt, maður hefur úr 6 karakterum að velja. Og athugið að þetta eru bara job nöfnin þeirra en í leiknum þarf maður að skýra karakterana sjálf/ur.

Hetjur.

Fighter: Hann tekur þung högg og getur borið flest vop og flestar brynjur í leiknum. Hann getur síðan seinna í leiknum breyst í Knight. Hann getur notað low-level white magic en bara þegar hann hefur breyst í Knight.

Black Belt: Hann tekur einnig þung högg og þarf engin vopn, hann berst með höndum og fótum. Seinna í leiknum getur hann breyst í Grand Master. Black Belt getur ekki beitt neinum göldrum.

Red Mage: Hefur þann hæfileika að nota bæði black magic og white magic þó að hann geti ekki gert eins mikið magic og black mage og white mage. Tekur líka ágætlega mikið damage. Getur seinna í leiknum breyst í Red Wizard.

Thief: Getur borið mörg vopn og armour og er lang bestur þegar kemur að því að flýja úr bardaga. Getur seinna í leiknum orðið Ninja og lært low-level black magic.

White Mage: Mér finnst alltaf mikilvægt að hafa a.m.k eina konu í partyinu mínu þegar ég spila ff og þess vegna notaði ég hana hjá mér. Hún getur notað white magic til að lækna party members en sum brögðin hennar geta líka tekið damage af óvinunum. Getur breyst seinna í leiknum í White Wizard og lært öflugustu galdrana.

Black Mage: Uppáhalds karakterinn minn af einhverjum ástæðum. Hann notar black magic til að meiða óvinina og er sá eini sem getur gert árás á marga í einu. Getur seinna í leiknum breyst í Black Wizard og lært öflugustu galdrana.



Óvinir.

Garland: Maður keppir við hann í Temple of Fiends, fyrsti bossin sem maður berst við.

Astos: Ef ég man rétt var það hann sem svæfði einhvern prins eða eitthvað, allaveganna keppir maður við hann í Northwest castle, hann var nú ekki fríður aumingja maðurinn (eða whatever he is).

Lich: Earth bossin ef maður sigrar hann fær maður einn kristalinn af fjórum. Maður keppir við hann í Earth Cave.

Kary: Fire bossin, maður fær einnig kristal ef maður sigrar hana. Maður mætir henni í Gurgu Volcano.

Kraken: Sá þriðji í elementa fiend hópnum. Water bossin, maður keppir við hann í sea shrine.

Tiamat: Er sá síðasti af fjóru elementa fiendunum. Wind bossin. Maður hittir hann í Sky Castle.

Chaos: Síðasti bossin og sá langerfiðasti, þurfti að keppa við hann ótrúlega oft og var orðin ansi pirraður þegar ég loksins vann. Ég hélt að síðasti endakallinn væri Tiamat fyrst en svo kom þetta flykki. Notar allskonar galdra á mann.

Leikurinn var síðan endurgreður nokkrum sinnum meðal annars fyrir playstation sem Final Fantasy Origins og var hann þá með FFII í pakka, og á gameboy advance sem FF: Dawn of Souls.
Þótt að Final Fantasy I sé að mínu mati versti FF leikurinn þá er hann samt sem áður mjög góður og allir ættu að spila hann sem ekki hafa gert það.

Jæja hér með lýkur greininni og ég vona að þið hafið haft gaman að henni. Ég biðst velvirðingar á öllum stafsetningarvillum og enskuslettum sem ég gerði. Endilega leiðréttið mig ef ég hef skrifað eitthvað vitlaust (sem ég gerði alveg örugglega því að ég man þetta ekki nærri því allt).
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?