Fyrir stuttu var send hér inn grein um Final Fantasy X sem var alls ekki nógu góð að mínu mati og vantaði svo margt inn í hana að ég ákvað að gera þetta almennilega.

Final Fantasy X byrjar í hinni hátæknilegu framtíðar borg Zanarkand, borgin sem aldrei sefur. Það er nú í fyrsta sinn í tíu ár verið að halda Blitzball heimsmeistara Keppnina og er Tidus ungur blitzball leikmaður að fara að keppa þar sem fyrirliði Zanarkand Apes. Fyrir tíu árum hafði pabbi Tidusar -Jecht- keppt í heimsmeistara keppnini og stóð sig með ágæti. Jecht hafði alltaf verið frekar Leiðinlegur við Tidus og var altaf að gera lítið úr honum. En Jecht fór með skipi einu nokkru eftir heimsmeistara keppnina fyrir tíu árum og snéri aldrei aftur. Þetta varð mömmu Tidusar mikið áfall og kafst hún upp nokkru seinna og dó. Fyrir það hataði Tidus pabba sinn alltaf ( Iss).

En nú var komið að keppninni og beið fólk spennt eftir því að sjá hvort Tidus hefði erft hæfileika föður síns. Þegar að ég sá myndbandið sem blasti við manni í Keppninni tók ég ekki eftir því að ég væri með opinn munninn fyrr en það var búið. En nóg með það, þegar að leikurinn var að ná hámarki gerði risavaxið skrímsli árás á leikvanginn svo að rústirnar einas Urðu eftir.

Tidusi tókst þó með einskærri heppni að komast undan og hitti hinn mjög undarlega “Warrior Monk” Auron fyrir utan leikvanginn. Á meðan allir vildu flýja undan Nýþungri skepnuni (sem ef mátti marka Auron var kölluð Sin) vildi Auron ganga í átt að ferlíkinu. Ákveður Tidus að fylgja honum af engri ástæðu.
Það verður til þess að Sin sogar hann upp í sig.

Tidus vaknar þá í eitthverskonar rústum af því sem áður hafði verið tignarlegt hof.
Hann hittir fljótlega kellingu að nafni Rikku og nokkra nett skrítna félaga hennar sem kallast Al-Bhed. Hann segir Rikku frá árásini á Zanarkand. Rikku segir honum þá að þeir atburðir hafi gerst fyrir þúsund árum og síðan þá hafi enginn búið í Zanarkand.
Stuttu seinna ræðst Sin aftur til atlögu og að þessu sinni á Al-Bhed skipið sem svo vildi til að Tidus var einmitt staddur á.

Næst þegar að Tidus vaknar er hann á eyjunni Besaid. Hann hittir þar Wakka þjálfara Besaid Aurochs liðsins, Lulu undarlega gothika kellingu sem stundar svartagaldur og ronsoinn Kimahri. Ronsoar eru stoltur þjóðflokkur sem eru hávaxnir og kattslegir með horn, bara ein tegundin sem býr í Spira þar sem þessi leikur á sér stað.
Og síðast en ekki síst er þar Yuna sem hefur þann mikla hæfileika að geta kallað á summona.

Í síðastliðin þúsund ár hefur Sin gengið um Spira og rústað öllu sem á vegi hanns verður. Það er aðeins ein leið til að sigra hann. Sú leið er að verða summoner og ná tókum á “Final Aeon” sem er allra öflugasti summoninn og sá eini sem getur sigrað Sin. Pabbi Yunu, Braska hafði tekist að sigra Sin fyrir tíu árum með hjálp Jechts (svo virðist sem í sjóferð sinni hafi hann fluttst 980 ár fram í tímann) og Aurons (sem eitthvervegin hafði tekist að fara aftur í tímann).
Að sigra Sin er mikil hættu för þar sem þarf að klást við ýmsar mirkra verur og þarf þess vegna summonerinn hjálp gurdiana til að vernda sig. Yuna hefur þegar valið Wakka, Lulu og Kimahri sér til liðs en fær Tidus þó að slást í hópinn.


Hérna er nú komin aðeins skárri (held ég) grein um söguþráð Final Fantasy X.




Bara svona að láta ykkur vita:
Hin greinin var 280 orð á meðan þessi var 623 og var þó hægt að koma meiru fyrir en mér þótti það ekki nauðsynlegt þar sem ég ætlaði einungis og aðeins EINUNGIS að fjalla um söguþráðinn.