Final Fantasy Unlimited
Final Fantasy Unlimited
Það hafa flestir Fianl Fantasy aðdáendur heirt minnst á Final Fantasy Unlimited en færri vita hvað það er og ennþá færri sem hafa séð það.
Þá er bara komið að því að útskýra nánar frá því og ég held barassta að þetta sé í allra fyrsta sinn sem gerð er grein um Final Fantasy Unlimited á huga.
Þettar eru japanskir animé þættir frá árinu 2001. Alls voru gerðir 23 þættir held ég og er hægt að nálgast þá á net sjoppum (amzon, ebay og fleira) eða í Nexus og jafn vel ólöglega sjöraningja útgáfur í gegnum download forrit (helv. Sjóræningjarnir ykkar!).
Þetta verður að vísu ekki löng grein en vonandi nógu löng til að sýna ykkur fram á hið mikla ágæti þáttana.
Sagan byrjar í Tokyo (held ég og er þá verið að bregða burt af venjulegu Fantasy FF hugmyndini þar sem allt gerist í eitthverjum öðrum heimi).
Það virðist allt vera alveg eðlilegt þar þegar að tveir risastórir drekar byrtast upp úr þurru og byrja að rústa borgini.
Strax í nærsta atriði eru liðin að ég held nokkur ár síðan að atburðirnir sem talað var um gerðust og tveir krakkar að nafni Ai og Yu eru að laumast á neðajarðarlestar stöð eina til að finna foreldra sína sem hafa verið horfnir síðan að drekarnir eyðilögðu borgina. Því samkvæmt bókini sem foreldrar þeirra skrifuðu er eina leiðin til að komast til Wonderland sé að taka “the Ghost Train” sem aðeins byrtist fáum sinnum á sérstökum tíma á þessari lestar stöð. Það reynist auðvitað allt eins satt og mögulegt er og krakkarnir fara inn í lestina.
Stuttu eftir að komið er þangað inn sjá þau að það eru fleiri í lestini, kona að nafni Lisa sem af eitthverjum ástæðum vill ekki segja þeim neitt um sjálfa sig eða afhverju hún er í lestini (en ekki örvænta að útskýrist allt þegar að líður á þættina.)
Lestin stoppar fljótt í Wonderland og þau ganga út þrjú saman og komast af því að Wonderland er skrítnari staður en þau grunuðu (ég ætla ekkert að segja ykkur frá útliti hanns þið verðið bara að sjá þetta sjálf).
Þar hitta þau tvo merkilega sniðuga kauða, Chobi Chocoboinn og ennþá beta hinn dularfulla Kaze sem man ekkert um fortíð sína (típískt) en hefur undalegt connection við atburðina á byrjunininni.
Kaze er þessi venjulegi cool FF karakter sem allir ættu að þekkja, en hann er equippaður með mjög skemmtilegt vopn “the Magun” sem er föst við handlegg hanns (hmm á hvern minnir það ?). Þessi byssa er enn eitt sem minnir ískyggilega á tölvuleikina því að í staðin fyrir venjulegar kúlur skýtur byssan Summonum (það er alltaf gaman af því).
Það ferðast svo um Wonderland sem verður skrítnara og skrítnara með hverjum þættunum og hitta nýjar persónur (auðvitað leinist stykki af Cid þar á meðal).
En illur fjári að nafni the Duke (eða The Earle á ensku útgáfuni) sem er að reyna að taka yfir allt Wonderland með hjálp aðstoðar manna sinna (þar á meðal er hinni dularfulli Makenshi sem tengist Kaze mikið en ekki er víst hvernig).
En Duke (sem er reyndar bara lítill krakki sem er alltaf étandi) er ekki stærsta hættan sem steðjar að Wonderland heldur virðist vera að ofurveran Omega sé að reyna að snúa aftur og Chaos er ekki heldur langt í burtu (öll eru þetta þekkt FF nöfn).
Ég vil bara segja ykkur að þetta eru frábærir þættir og ég ráðlegg öllum FF aðdáendum að horfa á þá eins fljótt og þið getið.