Jæja þá er talvan að fara á fullt skrið. En hvað vitiði um tölvuna.
Tölvan hlýtur að vera helvíti öflug til að geta gert svona frábæra
grafík……

Örgjafi-128bita 300mhz (Emotion Engine)…..
Það sem að þið takið eftir fyrst er kannski að tölvan er rétt um
300mhz. Hvernig getur 300mhz tölva sýnt svona góða grafík.
Kannski að því að hún er 128bita (Flestar PC tölvur og Xbox eru
32bita). Þannig að þið takið snöggt eftir því að örgjafi tölvurnar er
öðruvísi byggður en PC örrarnir.
Í örgjafanum eru tveir Vector Unitar (VU0 og VU1). Þeir hafa
ekki verið nýttir í neinum leik sem komið hefur út, sagt er að ef
þeir verða nýttir muni þeir bæta grafíkina um allt að 20-100%.
Afkastageta örgjafans er 6,2 gígaflopp á sek sem telst mjög
gott. Hún getur sýnt allt að 20 million marghyrninga með öllum
effectum.
Minni-32mb DRam 800mhz.
Það er soldið skrítið með þetta litla RAM sem hún er með getur
hún samt sýnt þessa grafík, það útskýrist kannski að allt RAMið
fer í leikinn, ekkert í eitthvert stýrikerfi..

Tengingar eru það sem gera PS2 öðruvísi frá öðrum
leikjatölvum, en hún er með fullt af tengimöguleikum.

2 USB tengi -Þar getur þú tengt lyklaborð, mýs, módem og svo
framvegis. USB nær 12mb á sek.

1. FireWire tengi( i.Link)- Þetta tengi er hraðara en USB og
hraðinn er 400mb á sek. Við þetta tengi er hægt að tengja
stafrænar videocamerur en þá geturu seinna klippt bíómyndir,
Það er líka hægt að tengja við þetta tengi módem, og svo síðast
en ekki síst margar PS2 tölvur saman og þá verður hægt að
lana.
( Í Gran Turismo 3 er hægt að tengja 6 PS2 tölvur saman og
hver og einn getur haft heilan skjá).

Expansion Bay- Í þetta tengi verður hægt að tengja 40GB
harðandisk með 2 Ethernet tengjum.

Digital Out- Þetta tengi gerir þér kleypt að tengja Dolby Digital
við PS2 tölvuna.

Það er hægt að tengja hana aftan í sjónvarpið þitt með mörgum
tengjum. Það versta er RF tengið, en það er á gömlum
sjónvörpum. Scart tengi eru mjög vinsæl en þau eru aftan á
flestum sjónvörpum. Ef þið hinsvegar viljið skýrustu tengin þá
eigiði að kaupa S-Video eða Compenent AV Cable.
Ég hafði samt viljað að sjá HDTV leikjastuðning fyrir hana, en
það skiptir litlu því að mjög fáir eiga slík tæki. Aftur á móti er
DVD spilarinn á henni með HDTV stuðning

PS2 er mjög vel studd af leikjaframleiðendum með um 300
3rd party leikjaframleiðendur. Með titla eins og Metal Gear Solid
2, Silent Hill 2 og Final Fantasy X. Sony sjálft mun gefa út góða
titla líka eins og Gran Turismo 3 sem að Polyphony Digital
hannar og svo Jak and Daxter sem að fyrrverandi
framleiðendur Crash Bondicoot eru að gera. En samt finnst
mér vanta mikið af 1st og 2nd party framleiðendur eins og
Nintendo hafa.

PS2 tölvan er mjög líklega búinn að vinna next-gen stríðið
vegna þess hvað tölvan hefur selst vel, en hún hefur selst yfir
10.000.000 eintaka um allan heim. Samt má ekki gleyma að
hinar tölvurnar geta líka gert það gott.

Framtíð tölvunnar er björt með stóran leikjalista og svo marga
góða aukahluti sem koma seinna á hana, á hana kemur
harðurdiskur eins og nefndi áður, LCD skjár, lyklaborð, mús, og
svo netið. Netið verður með Netscape browser, AOL
massanger, Flash en meira verður tilkynnt síðar. Hún verður
kannski helvíti lík PC tölvu en að hjarta er hún lítið annað en að
stinga leiknum í og byrja.

Góðir linkar sem þið getið heimsótt:

http://ps2.ign.com
http://www.scee.com


Takk fyrir.