ég var svona 11 ára gutti þegar ég var á videoleigu í hafnarfirðinum og var að hugsa um að leigja mér leik því ég var bara með eitthvað algjöra drasl leiki,jú reyndar Crash 2 en whatever og svo ætla ég bara að fara að labba út þegar ég sé glitta í einhvern leik sem var eins og magnet,ég bara starði á þetta hvíta hulstur og skoðaði leikinn og mér leist alveg vel á að prófa þennan leik..(þetta var FFVII) og viti menn þetta var besta dóp sem ég fann..ég heillaðist fyrst af persónunum og músíkinni,svo var ég ekki að fatta aðalpersónuna,hélt án djóks í eitt ár að Cloud væri stelpa heh..og alli væru með boxhanska á höndunum,var ekkert að fatta þetta en ég ætlaði ekki að gefast upp á honum og hélt áfram leiknum, komst í Scorpion vélmennið þarna í fyrsta borðinu og man að ég kunni ekkert á þetta,tapaði alltaf fyrir honum,svo var ég farinn að læra á þetta og vann hann,þá hafði ég 10 mínútur áður en allt springi í tætlur..
..og það sprakk allt í tætlur og ég með,OG vitiði af hverju?
ég kunni ekki að hlaupa fjandinn hafi það og bara vá hvað ég var þroskaheftur þegar ég var að læra á Playstation..1/2-1 ári seinna kaupi ég leikinn(var það hugfanginn af honum) og þetta var bara mitt líf og yndi. Ég var svo sérstaklega hrifinn líka af Sepiroth og hvað hann er magnaður character og svo líka það(sem sumir spilendur kannast kannski við),hvað maður sekkur í þetta,manni líður eins og characterunum ,eins og margt dramatískt sem gerðist í leiknum og um leið og einhver badass kemur og hótar liðinu þá verð ég öskuillur líka þegar ég er búinn að vera að spila þetta lengi en þótt þetta séu frábærir leikir og að mörgu leyti öðruvísi,að mér finnst, en aðrir leikir þá mæli ég ekki með að spila þetta eins lengi í einu og ég hef gert,eftir 5-7 daga,aðeins rétt stoppað til að pantað matinn heim og hanga allan sólahringinn í þessu..allavega ég var það hugfanginn af FFVII!
Svo keypti ég Final fantasy VIII fljótlega eftir að hann kom út,man að fyrst þá kom ég 5-10 sinnum á dag niðrá videoleigu að checka hvort þeir væru komnir með hann,ég var bara ekki að sætta mig við að ég fengi ekki að spila hann.Svo um jólin 99 kaupir Mútta báða leikina OG ég var í skýjunum, svona var þetta með flesta leikina á eftir,IX var mesta upplifunin,að klára hann var þvílík reynsla..
svo keypti leikina á eftir og alla gömlu leikina og bestu leikirnir finnst mér vera IV,VII og IX og eiginlega bara aðal Final fantasy leikirnir.. allavega ég er farinn að rugla,fannst ég verða að tala um þetta..
þakka fyrir mig!
ísak
My name is Earnie Douglas but my friends call me Chip