Jæja núna ætla ég að skrifa grein um hann Sin. Sin er aðal vondi gaurinn í Final Fantasy X.Í rauninni er Sin bara skepnan sem Tidus,Yuna, Auron, Lulu, Rikku, Kimhari, Wakka, börðust við. Þessi grein verður með þeim lengri sem ég hef skrifað hér á huga. Þessi grein er 714 stafir á lengd.

Áform

Að eyða bara öllu sem hann finnur.


Fortíð

Hvernig varð Jecht Sin ?

Í rauninni þá voru Auron og Braska bara tveir einir í leiðangri sínum til að eyða Sin. Svo komu þeir í einhvern smá bæ(ég veit ekki hvað bærinn heitir) og þar var maður í fangabúri og Lord Braska borgaði Jecht út úr fangelsisbúrinu með því skilyrði að hann muni hjálpa þeim að reyna að sigra Sin. Hann tók tilboðinnu og gekk með þeim í lið.

Hann Jecht er náttúrulega á leiðinni til Sin með Auron og Lord Braska (sem er faðir Yunu).

Hann og Auron vöru lífverðir Lord Braska (Faðir Yunu), enn hann Braska er Summoner (það er sá sem kallar fram alla Aeonana fyrir þá sem vita það ekki).

Það sem gerðist fyrir hann Jecht er að þeir voru hjá Lady Yunalesca(eða hvernig sem maður skrifar það) sem var sá fyrsti til að sigra Sin og gefa mannkyninu von um að geta sigrað þessi illu öfl sem hann Sin/Final Aeon/Yu Yevon er með.

Jæja nóg komið af Lady Yunulescu, já þeir voru allir að tala við Lady Yunulescu og voru að spyrja hvernig þeir ættu að sigra Sin, hún segir að þeirra eina von sé að nota The Final Aeon. Enn þeir gátu ekki notað hann vegna þess að sálinn í The Final Aeon var löngu dauð. Þess vegna þurfti einhver af þeim að fórna sér (sálinni sinni) og verða að The Final Aeon. Það var umræða um hver ætti að fórna sér. Lord Braska má það ekki því hann er sá eini af þeim sem getur kallað The Final Aeon fram, Þannig að annar af Jecht eða Auron þarf að fórna sér. Hann Jecht bauð sig fram til að verða fórnað vegna þess að Auron var meiri bardaga maður.

Jæja þeir fóru að berjast við Sin og sigruðu hann, þá fóru þau inn í hann og börðust við The Final Aeon(ég veit ekki hver fórnaði sér fyrir The Final Aeon til að verða hann)og sigruðu hann með því að summona The Final Aeon sem hann Jecht fórnaði sér fyrir og þegar þeir sigruðu hann fór Yu Yevon úr honum og tók yfir The Final Aeon sem hann Jecht er. Þannig að það kom nýr Sin sem hann Jecht er inn í.


Nútíð
Þegar hann Jecht er orðinn að Sin, Þá dó hann Lord Braska einhvern veginn. Enn núna er kominn nýr leiðangur. Núna er Yuna (dóttir Lord Braska) í sama leiðangri og þeir Lord braska, Auron og Jecht voru í, bara með meiri mannskap sem hjálpa henni.

Þau fara til Lady Yunalescu og ætla að gera það sama og Braska, Auron og Jecvht gerðu. Í rauninni vissu þau ekkert af því að það þurfti að einhver þurfti að fórna sér til að fá The Final Aeon. Þegar þau mæta Lady Yunalescu, hún segir þeim hvernig best er að sigra Sin. Þau sætta sig ekki við að einhverju af þeim verði fórnað til að fá The Final Aeon. Ástæðan fyrir því að Sin kemur alltaf aftur er að Yu Yevon fer alltaf í The Final Aeon, þannig að Sin kemur alltaf aftur. Þau reita Lady Yunalesca til reiði og þau börðust við hana og Tuna og liðið hennar sigruðu. Þau nota ekki The Final Aeon í bardaganum á móti Sin/Jecht/Yu Yevon.



Núna berjast þau á móti Sin og sigra hann og fara inn í hann og þar fara þau að berjast á móti Jecht/The Final Aeon og sigra hann án þess að nota The Final Aeon og þá hefur Yu Yevon engann til að taka yfir nema venjulega Aeona og þá getur Yuna og allt liðið hennar sigrað þá og þá byrjar bardagi á milli Yu Yevon og Yunu og liðið hennar, og Yna sigrar hann og frelsar heiminn frá tortímningu Sins. Og vegna þess að þau notuðu ekki The Final Aeon þá kom hann Sin ekki aftur.

Núna ættuð þið að vita allt um Sin, allt sem gerist.

Ég vona að ég hafi frætt ykkur eithvað um Sin.
Only God Can Judge Me