Final Fantasy VI var fyrsti FF leikurinn sem ég lagði mér til munns, og vil ég þakka Guðna enn og aftur fyrir að hafa lánað mér hann ^_^. Hann er minn fav leikur. Mér finnst tónlistin sú besta og karakterarnir þeir bestu. Þrátt fyrir að FFVII sé með stórbrotnari söguþráð, en jæja….. ójá, síðan hefur FFVI best hepnaðasta ljótakallinn. Kefka er snilld.
Jamm.. tilgangurinn með þessari grein er einfaldlega sá að skora á notendur þessa áhugmáls að grípa FFVI og spila hann í kássu. Þessi leikur hefur allt það besta sem Final Fantasy hefur upp á að bjóða! Take my word for it! Þeir sem hafa spilað hann eru sammála mér… ég veit það.
Þessi ósköp sem hér standa fyrir neðan er einn huge teaser fyrir þá sem eru ekki ennþá sannfærðir. Hérna rifja ég alla forsögu Final Fantasy VI alveg að upphafi leiksins.
Read and Enjoy!
Fyrir þúsund árum síðan voru til öflugar galdraverur sem kölluðust Esper. Esper voru af öllum stærðum og gerðum en áttu það eitt sameiginlegt að búa yfir miklum galdramætti. Esper og menn lifðu saman í sátt og samlyndi í hundruðir ára þangað til einn daginn fóru menn að girnast þann mikla galdramátt sem Esper bjuggu yfir.
Á þessum tíma stjórnaðist heimurinn mikið af göldrum og ríktu þar miklir seiðkarlar og galdramenn sem hygðust nýta sér mátt Esper sér í hag. Þá fór af stað mikil veiði þar sem Esper voru eftirlýstir og sóttu mennirnir hart að þeim. Þeir voru lokaðir inná tilraunastofum svo hægt væri að öðlast fullkominn skilning á galdramætti þeirra svo að hann mætti nota til hernaðar. Esper kynstofninn sýndi að sjálfsögðu mótþróa í fyrstu, en þegar þeim fór að fækka verulega þá ákvöddu þeir að best væri að flýja og leita skjóls frá mönnunum, því augljóslega gátu þessar tvær ólíku tegundir, Esper og menn ekki lengur lifað saman, í sátt og samlyndi.
Eftirlifandi Esper yfirgáfu heim mannana, (enda voru mennirnir búnir að eigna sér allt það svæði sem áður tilheyrði Esper kynstofninum) og fluttu sig til nýrra heima. Þeir innsigluðu að lokum brúna á milli Esper heimsins og mannheima til frambúðar svo að mennirnir gætu ekki valdið Esper meira tjóni. Síðan þá eru Esper aðeins til í þjóðsögum.
Í kjölfar þessa nýja mátts sem mennirnir öðluðust úr Esper varð til vopn, vopn sem átti eftir að breita sögu heimsins. Magi.
Græðgi mannana stoppaði ekki eftir að Esper hurfu af yfirborði jarðar, heldur sóttu mennirnir meira og meira eftir völdum annarra. Þeir hófu að berjast innbyrðis og upp hófst “The War of the Magi” þar sem hinn nýji Magi máttur spilaði lykilhlutverk. Stríðið stóð í mörg ár og varð hatrið á milli manna meira og meira, þangað til einn daginn varð allt svart. Öll sú menning sem blómstrað hafði var liðin undir lok. Mönnunum tókst að eyða öllu sem þeir höfðu skapað. Þessi mikli máttur sem Esper bjuggu eitt sinn yfir var greinilega ekki ætlaður einföldum verum á borð við menn, tegund sem ræðst gegn sjálfri sér í óendanlegri valdabaráttu.
Þeir sem eftirlifandi voru hófu að byggja heiminn uppá nýtt, og áttu þeir mikla vinnu sér fyrir höndum.
Þúsund árum síðar var heimurinn smátt og smátt búinn að vaxa upp í það sem hann eitt sinn var, en samt með einum grundvallarmun. Hugtakið Magic og Magi var ekki til og reiddu menn sig algjörlega á kol, járn og annarkonar náttúruauðlindir sem forverum þeirra höfði mistekist að nýta.
Upp risu miklar borgir sem áður fyrr, fullar af iðnaði og tækjum og menningin var nánast komin á það stig sem hún var fyrir “The War of the Magi”, sem var þá aðeins til í sögusögnum, sem enginn gat staðfest að væru sannar fyrir víst.
En sumir trúðu meira á sögurnar en aðrir.
Keisari að nafni Gestahl hafði lengi haft áhuga á sögunum um Magi og Esper og trúði því staðfastlega að þær væru sannar. Gestahl tókst með hjálp vísindamanna að komast á snoðir um hinn lokaða heim Esper. Hann opnaði gáttina á milli þessa tveggja heima og ætlaði sér að nýta mátt Esper sér til framdráttar eins og áður hafði verið gert. En hvað finnur hann? Stúlkubarn, í hinum framandi heimi Esper! Gestahl lætur færa hana á tilraunastofur sínar þar sem vísindamenn geta nýtt hana við rannsóknir svo að Magi geti orðið að raunveruleika á ný.
Út frá þessum nýenduruppgötvaða Magi mætti lét Gestahl keisari smíða vopn þar sem galdra- og tæknikunnáta keisaraveldisins runnu saman í eitt. Magitek. Á þeim tíma sem þetta gerist er Stúlkan sem Gestahl sótti yfir í heim Esper orðin að ungri konu og hygst hann nota sér hana við áætlanir sínar. Hann kennir henni að verða “Magitek rider” þar sem hún ferðast um í vélum, fullum af Magitek og breytir henni þannig í gereyðingarvopn.
Tíminn líður og stúlkan verður öflugri og öflugri. Einn daginn var síðan gerð mikil uppgötvun. Heillegur Esper fannst frosinn í ís í námunum fyrir ofan kolanámubæinn Narche, norðanlega á heimskortinu síðan á tímum Esper og galdra. Esperinn var lifandi! Gestahl veit að þetta er einstakt tækifæri og hann veit að hann þarf að nálgast þennan Esper með fullri varúð, annars gæti allt farið úr skorðum.
Stúlkan sem Gestahl endurheimti úr Esper heimnum fyrir átján árum síðan hefur verið undir hans álögum síðan þá, og fyrst að hún fannst í heimi Esper þá trúir hann því að hún geti vakið Esperinn. Gestahl ákveður því að senda tvo “Magitek riders”, Wedge og Biggs með stúlkuna til Narche í von um að vekja Esperinn til lífsins…………..
………….og hérna byrjar Final Fantasy VI
Ég vona að þessi grein hafi kveikt í einhverjum til að spila FFVI, því að ég lofa ykkur því….. það var vel þess virði.
Didiriddiri…… Didiri-di…..
Didiriddiri…… Didiri-DI…..
Sprankton