Þessi grein er nokkuð löng, 4 og hálf bls. í Word, samtals um 2300 stafir… samt áhugaverð, lesið!
Fortíð:
Um 2000 árum fyrir byrjun leiksins sest ættbálkur að nafni Cetra að á Planet. Þeir eru að leita að Promised Land sem er líklegt til að vera á Planet vegna Lifestream sem er hrein orka dregin frá lifandi hlutum á plánetunni. Cetra sest að í ættbálkum með mönnum sem voru þar fyrir.
Stuttu seinna kemur Jenova til sögunnar. Hún er komin til að útrýma Cetra. Hún þykist sjálf vera Ancient en setur svo vírus í Cetra menn sem drepur þá. Hún ferðast um jörðina og kemur við á mörgum merkum stöðum, stoppar á minnisvörðum, tekur myndir, kaupir shake og drepur Cetra. Eins og venjulegt “fólk” gerir. Send eru “weapon” á eftir Jenovu til að drepa hana, Weapon, Ruby Weapon, Emerald Weapon, Diamond Weapon og Ultimate Weapon. Þó ná nokkrir Cetra menn að sigra Jenovu áður en Weaponin koma í gagnið og loka þeir Jenovu í steini… þar sem Jenova klárar shakeinn.
Á næstu hundruðum ára hverfa Cetra menn á meðal manna. Þeir taka upp siði manna, mynda ríkisstjórnir, og fyrir rest verður til stórborgin Midgar sem verður æ fjölmennari með árunum. Fyrirtæki að nafni Shinra finnur leið til að sjúga upp orku úr Lifestream til að nota í hreina Mako orku. Mako orkan er notuð af öllum og er svipuð og rafmagn, en öðruvísi að því leyti að Mako myndar Materia sem inniheldur galdrakraft. Því miður eru tæknilegu breytingarnar hraðari en stjórnmálalegu breytingarnar svo Shinra tekur að lokum yfir ríkisstjórnina. Forstjóri Shinra verður jafnan borgarstjóri Midgar. Myndaðar eru litlar herdeildir til að halda öllu í skefjum lagalega í Midgar (og heiminum öllum, reyndar). En forstjóranum/borgarstjóranum finnst að það þurfi meiri vernd, meira vald. Svo hann myndar SOLDIER, hóp manna sem dýft er í Mako orku til að fá sérstaka hæfileika. Hann myndar einnig Turks, hóp leyniskyttna og njósnara sem eru til þess að njósna um hugsanlega óvini.
Á næstu 50 árum myndast 2 samfélög í Midgar. Þeir sem lifa fyrir ofan hina gríðarlegu “Plate” lifa í velferð og eru vellauðugir. En þeir sem lifa undir henni, í ræsunum, eru fátæk og eru í sífelldri baráttu til þess að lifa af.
31 ári fyrir upphaf leiksins er Professor Gast að skoða Mt. Nibel og finnur þar Jenovu, 2000 ára gamla, frosna í steini. Hann rannsakar hana í Nibelheim og telur hana vera af hinum gamla Cetra ættbálki (sem eru núna fáir eftir á jörðinni). Shinra fær mikinn áhuga á Jenovu og veitir Professor Gast peninga til þess að halda áfram rannsóknum sínum á henni.
Ári síðar er Jenova verkefninu hrint í framkvæmd. Í því felst að búa til menn með krafta á við Ancient/Cetra. Vísindamaðurinn Hojo stýrir þessu verkefni en Gast er heiðarlegur svo hann fær lítið að vita þó hann sé fremsti prófessorinn. Þeir rannsaka Jenovu saman í kjallara Shinra villunnar (Shinra Mansion). Þar er einnig ungur kvenkyns vísindamaður sem heitir Lucrecia og Turk meðlimur að nafni Vincent, en hann er þar til að fylgjast með, hvort það sé enginn að svindla á neinu eða neinum.
Meðan rannsóknin þróast áfram verður Vincent ástfanginn af Lucreciu. En hún er ástfangin af Hojo svo hún neitar Vincent þegar hann biður hennar. Stuttu seinna verður Lucrecia ólétt eftir Hojo. Hojo hefur ekki gengið vel með rannsóknir sínar á Jenova frumum og fullvöxnum mönnum svo hann ákveður að koma frumunum fyrir í ófæddu barni sínu. Lucrecia verður mjög veik eftir að hafa fætt barnið, og breytist sjálf í stað bata. Vincent verður kolbrjálaður vegna þessa og ræðst á Hojo en Hojo nær að loka Vincent í hólfi hjá Nibelheim Mako kjarnakljúfnum (Reactor). Vincent breytist á brjálaða skepnu við þetta eins og sjá má á Limit-um Vincents.
Hojo setur Jenovu þá í Mako Plant og fer svo með nýfædda barnið “sitt” til Midgar í Shinra HQ til að hann geti verið rannsakaður meðan hann vex og dafnar. Hann gefur þessum syni sínum nafnið Sephiroth. Sonurinn fær aldrei að vita hverjir foreldrar hans eru.
Professor Gast stingur svo af þegar hann kemst að því að Hojo er farinn að beina rannsóknum sínum á Jenovu yfir á lifandi fólk. Hann gerir sér grein fyrir því að hann hefur enga leið til þess að stöðva Hojo og þessum sjúku áætlunum hans með Jenova verkefnið. Shinra hefði líka sennilega drepið hann þegar þeir finna út að hann er ekki lengur nytsamur og veit of mikið.
Vincent vaknar og sér að allir eru farnir. Í örvæntingu læsir hann sig inn í líkkistu og sefur þar í 30 ár. Lucrecia, með nýja krafta vegna Jenova frumanna, læsir sig hins vegar í Waterfall Cave. Afi minn gerði alltaf eitthvað svipað þegar hann komst í uppnám, læsti sig í líkkistu í nokkur ár eða faldi sig í afskekktum helli. Same old, same old…
Næstu ár ferðast Professor Gast um heiminn til að finna meira af upplýsingum um Cetra. Hann hittir Bugenhagen og gefur honum (gefur Bugenhagen) ráð og tól til vísindalegra nota. Einhvers staðar á leið sinni hittir hann Ifalna, eina af seinustu Ancient í heiminum. Þau verða ástfangin. Þau lifa í Icicle Lodge á norðurpólnum (eða svo). Gast hættir ekki hjá Shinra, en segir þeim þó ekki hvar hann er.
Stuttu seinna eignast Professor Gast og Ifalna dóttur, Aeris. Stuttu eftir fæðinguna finnur Hojo Professor Gast að lokum og myrðir hann þegar hann neitar að láta hann hafa Aeris. Ifalna og Aeris eru teknar höndum og farið er með þær til Midgar HQ.
Nokkrum árum síðar nær Ifalna að flýja þaðan með Aeris. Hún kemst þó ekki lengra en Sector 7 og gefur Elmyra Gainsborough eina barn sitt og eina eftirlifandi Ancient, Aeris. Ifalna deyr stuttu eftir það. Á sama tíma finnur Aeris fyrir láti einhvers sem Elmyra þekkir. Það er eiginmaður hennar. Elmyra fær fréttirnar nokkrum dögum eftir að Aeris segir henni það. Elmyra elur Aeris upp og verður eins og fósturmóðir hennar. Aeris sýnir einstaka hæfileka sýna við uppeldið. Hún geymir alltaf litla hvíta Materiu í hárinu sínu sem móðir hennar gaf henni rétt áður en að hún dó en hún gerir sér ekki grein fyrir krafti þess. Það er krafturinn til að summona Holy. Tseng er sífellt á eftir Aeris til þess að fá hana aftur í Shinra HQ en henni tekst alltaf að flýja.
Sephiroth heldur einnig áfram að sýna einstaka bardagahæfileika sína og er miklu betri en allir aðrir hjá Shinra, þó að hann sé ennþá táningur. Ekki líður langt á þangað til að hann verður besti SOLDIER meðlimurinn.
Móðir Tifu deyr nokkrum árum síðar. Tifa fer í afneitun og heldur upp Mt. Nibel til þess að finna móður sína. Cloud fer með henni til að hafa auga með henni. Tifa hrasar og meiðist. Faðir Tifu kemur stuttu eftir það og kennir Cloud um að hafa meitt Tifu. Cloud verður reiður og ákveður að fara í SOLDIER og verða jafn góður og Sephiroth þegar hann er orðinn nógu og gamall. Cloud og Tifa verða einnig nánari vinir þegar Tifa er orðin heil aftur. Hún byrjar að æfa bardagalistir á svipuðum tíma.
Nokkrum árum seinna (nú aðeins 9 ár í byrjun leiksins!!) fer ungur maður að nafni Zack frá heimabæ sínum til að ganga til liðs við SOLDIER. Hann slær í gegn og fær fljótlega að starfa með Sephiroth. 2 árum eftir það hittir Zack Aeris og verða þau nánir vinir. Á sama tíma verður Cloud að venjulegum meðlim í Shinra hernum og slítur burt öll samskipti við heimabæ sinn vegna misgengi síns.
En nú hefst greinin fyrir alvöru og Sephiroth verður nefndur á nánast hverri setningu eftir þessi skilaboð: „ALL HAIL SEPHIROTH!” Og nú aftur að greininni.
5 árum fyrir leikinn koma Sephiroth, Zack og Cloud til Nibelheim til að skoða (drepa?) skrímsli sem hafa truflað vinnumenn í Mt. Nibel. Cloud reynir að fela hver hann er til að fólkið í heimabæ hans sjái ekki að hann er aðeins venjulegur hermaður. Svo óheppilega vill til að Tifa verður leiðsögumaður. Þegar kvartettinn er kominn að reactornum/kjarnakljúfnum bíða Cloud og Tifa úti á meðan Sephiroth og Zack fara inn. Sephiroth sér þá allar misheppnuðu tilraunirnar um framleiðslu Ancients. Honum bregður við að sjá öll brengluðu systkini sín í hylkjum og þá fellur eitt út. Zack er að því kominn að æla þegar hann sér það. Þá halda þau öll heim í Nibelheim Mansion.
Sephiroth fer í kjallarann og sér alla miðana og allt um Jenova verkefnið. Þar stendur þó ekki hvernig Gast dó og ekki fullkomnar upplýsingar hvernig Hojo bjó Sephiroth til. Zack kemur og sér Sephiroth geðbilaðan. Sephiroth hefur fundið glósurnar um Ancientana. Sephiroth telur sig þá vera afkvæmi Ancients og álítur mannfólkið vera svikara sem leiddu Cetra ættbálkinn til hræðilegs slyss. Hann leggur þá af stað upp Mt. Nibel til að komast til Jenovu sem hann kallar nú “Mother” (Móður, ef þið vitið það ekki… *HÓST*). Zack eltir hann út og sér bæinn í rúst, eldur alls staðar og deyjandi fólk er um allan bæ. Hann sér Cloud stefna í átt til deyjandi móður sinnar. Í leiknum sést svo svalasta FMV í sögu tölvuleikja (að mínu mati); Sephiroth snýr sér við og gengur frá bænum, nákvæmlega sama um allt fólkið sem er að deyja. Zack og Cloud elta hann.
Hjá kjarnakljúfnum (HAH! Reactornum) sér Tifa að Sephiroth hefur drepið föður hennar. Þegar Sephiroth nálgast hólfið með Jenovu í reynir Zack að stöðva hann en Sephiroth slær til hans með Masamune. Tifa reynir þá að ráðast á hann en Sephiroth endurtekur leikinn. Cloud sér þetta og leggur Tifu niður áður en hann fer að Sephiroth sem er nú að opna hólfið að Jenovu. Hann segir að hann ætli að endurheimta Planet fyrir hana. Cloud slær þá til Sephiroths og særir hann. Seppi getur þá aðeins tekið höfuð mömmu sinnar. Þegar Sephiroth er kominn að brúnni sem liggur yfir Lifestream þá er Cloud búinn að ná honum og hann ræðst á Seppa. Sephiroth nær þó að stinga hann í gegnum brjóstkassann. Þó nær Cloud að halda sverðinu sínu og veltir Sephiroth og Jenovu í Lifestream sem er fyrir neðan áður en það líður yfir hann.
Hojo tekur þá Cloud, Zack og eftirlifandi íbúa Nibelheim til að búa til klón af Sephiroth því allir trúa að hinn eini sanni sé dauður…
Langt frá dauða finnur Sephiroth sjálfan sig í Northern Cave, þar sem Lifestream hefur skilað honum. Nú með vitneskju Ancienta vegna verunnar í Lifestream þá fer hann að gera áætlanir um að gera sig að guð. Til þess þarf hann að summona Meteor til að gera nógu og stórt sár á Planet svo Lifestream fari allur á einn stað þar sem hann geti sogað allan kraftinn í sig. Næstu ár æfir hann sig í því að stýra Sephiroth klónunum. Sanni líkami hans, hins vegar, er í Northern Cave. Shinra felur svo alla atburðina í Nibelheim með því að endurbyggja hann nákvæmlega og koma fyrir Shinra starfsmönnum þar. Þeir flytja einnig Jenovu (þó ekki hausinn) til Shinra HQ.
Síðan fara Zack og Cloud af stað til Midgar. Zack hjálpar Cloud en Cloud er mjög særður og getur ekki talað. Zack hjálpar honum þó. Shinra hermenn finna þá og drepa Zack en skilja Cloud eftir lifandi. Cloud berst þó alla leið til Midgar og kemst þá til Tifu. Cloud segist vera málaliði svo Tifa ákveður að ráða hann í AVALANCHE. Og þar hefst leikurinn…
Útlit
Sephiroth er með sítt silfurgrátt hár og gengur um í svörtum og silfruðum fötum. Augu hans eru grá af illsku og lífsreynslu. Eh… sjáið myndina, þarf að segja meira?
Áform
Í stuttu máli dreymir Seppa litla að verða guð og stjórna heiminum með mömmu sinni. En þar býr margt að baki, m.a. þarf hann að ná Black Materia til þess að geta summonað Meteor. Meteor er víst einhvers konar galdur þar sem plánetur sólkerfisins falla niður á Planet og rústa henni; ef svo má segja. Þá þarf að koma svo stórt sár á Planet að Lifestream þjóti allur á einn stað, og þar ætlar Sephiroth að vera og sjúga upp í sig (róleg) allan Lifestream. Þá fær hann svo mikla vitneskju og kraft að hann verður sem guð.
En það er önnur Materia sem vinnur gegn Black Materia. Það er Materia nokkur að nafni White Materia. Svo skemmtilega vill til að Aeris notar hana sem hárteygju. En auðvitað veit hún ekki rassgat að hárteygjan hennar kemur í veg fyrir að brjálaður geðsjúklingur nær að stjórna heiminum með mömmu sinni. Svo að hún verður drepin af honum og er það FMV sorglegasta FMV í sögu tölvuleikja (að mínu mati). Hmm… endurtekningarsöm grein… hmm…
En þegar líður á áætlun Sephiroths vill hann líka eitt annað… fá Promised Land eitt og sér fyrir sig og mömmu sína.
Bardagastíll
Sephiroth notar hið gríðarlega Masamune sverð til þess að berjast. Sjálfur mömmustrákurinn er sá eini sem getur notað það. En hann hefur smá “back-up” , bara u.þ.b. allar Magic Materiurnar Masteraðar ásamt nokkrum Independent og Command Materium… það er allt og sumt… en hann notar þó Masamune mest, enda eru skúringamenn örugglega nokkuð pirraðir að þurfa að henda þessum hausum og sópa öllu blóðinu saman… jakk
Mitt álit
Hvað er hægt að segja um Sephiroth… hvað er EKKI hægt að segja um hann? Hann er að fara að ná heimsyfirráðum með hausinn af mömmu sinni, verða guð, drepa fólk þvers og kruss, lesa á fimmta hundrað bækur í kjallara… en það sem er það svalasta sem hann hefur gert er að snúa sér við og ganga inn í eldinn… Sephiroth er svo sannarlega ein óvinsælasta og vinsælasta persóna í Final Fantasy, ef ekki öllum tölvuleikjum vegna allrar fortíðar hans, valds, krafts og síðast en ekki síst, að hafa útrýmt Cetra ættbálknum, sonur sjálfrar Jenovu.
Sephiroth mun alltaf lifa í hjörtum okkar… *maniacal laughter*
Upplýsingar staðfestar með hjálp GameFAQs
Takk fyrir að lesa… ef þú scrollaðir ekki bara niður