Kuja



Fortíð:

Rúmlega 24 árum áður enn leikurinn gerist var galdramaður að nafni Garland að gera áætlanir um að eyða út öllum sálum á plánetunni Gaia, og setja í staðinn sálir fólksins af plánetunni Terra.
En til að rjúfa hringrás sálanna á Gaia þurfti hann stríð, stjórnleysi, og dauða.
Garland réði yfir tækninni til að gera svokölluð Genome sem voru verur með enga sál, engann tilgang nema þann eina að vera hýsill fyrir aðrar sálir. En ekki allir. Hann skapaði tvo Genome sem hann gaf sálir og gerði hann þá í þeim tilgangi að verða Englar dauðans, til að fara til Gaia og skapa stríð og stjórnleysi.
Einn þeirra hét Kuja og var sá fyrsti til að fara, en þegar að hann heyrði að sá seinni ætti eftir að verða mun öflugri en hann, þá henti hann honum til Gaia í von um að hann myndi deyja.
Garland leyfði honum að halda áfram að vera Engill dauðans á Gaia, þar sem honum gekk svo vel með það, og var þá snilldaráætlun Garlands komin vel á leið.
En Kuja hafði annað í huga. Hann var búinn að koma drottningunni af Alexandriu í stríð, og var alltaf að hvetja hana áfram til að stela öllum Eidolonum, sem eru göfugar verur sem hægt er að ákalla sér til aðstoðar, frá dóttur sinni, og nota sér til hags í stríðinu.
Og Kuja ætlaði sér að græða á því.


Útlit:

Kuja er með hvítsilfrað hár og er mjög ljós á hörund. Hann er með mjög kvenlegt útlit eins og flestir aðrir af hans tegund. Hann gengur um í Fjólubláum og Hvítum búning og er með skott.
Kuja ferðast stundum um á loftskipum eins og Hilda Garde sem hann stal frá Regent Cid Fabool eða Invinceble sem hann stal frá Garland.
En oftast ferðast hann um á hvítum dreka. En útlit hans breytist þegar hann fer í Trance og þá verður hann rauður og hvítur og með einhversskonar fjaðrir.


Áform:

Drottningin yfir Alexandria var valdagráðug og spillt og Kuja nýtti sér það til hins fyllsta. Hann skóp sér her af Black Mage Galdramönnum og notaði þá til að koma sér í mjúkinn hjá drottningunni, og bjó til sniðugt plan fyrir hana um að stela Eidolonum dóttur henar svo drottningin gæti notað þau í stríði sínu.
En á bakvið hana var Kuja búinn að stela Skipinu Invinceble, sem hefur þann sérstaka hæfileika að geta stolið sálum og Eidolonum, og hann notar það gegn drottningunni og stelur frá henni Eidolonunum í von um að verða sterkari. Og notar þau til að drepa hana.

En það sem Kuja vill í raun og veru er að drepa Garland og taka yfir stjórn á Terru heimaplánetu þeirra, og til að komast þangað þá notar hin ýmsu svik og pretti til að fá Zidane og liðið til að opna fyrir sig leið í gegn, yfir í Terra.
Þegar að hann er að fá þau til þess, rænir hann Eiko sem er líka með hæfileikann til að kalla á Goðsagna verurnar Eidolon, eins og prinsessan, en seinna kemur í ljós að þegar Kuja eyðilagði heimabæ Eiko þá kynntist hann Eidolonum í fyrsta sinn, og ákvað að elta uppi kraft þeirra. En þegar að kemur að því að gera athöfnina sem þarf að framkvæma til að taka Eidolonin úr Eiko bregst Mog sem er Moogle vinur hennar, illa við og kemst í svokallaðann Trance, sem er ástand þar sem kraftar manns verða margfaldir, og sigrar þá. Kuja yfirgefur staðinn dolfallinn yfir þessum krafti, og hefur aðeins eitt í huga.
Að hann verði að öðlast þennann kraft.

Þegar að hann loksins kemst yfir í Terra, þá bíður hann færis, eftir að Zidane og hópurinn hefur sigrað Garland, þá kemur Kuja og gengur frá Garland með því að sparka honum fram af klett. Svo berst hann við hópinn og leyfir þeim að sigra sig. Síðan tekur hann sálina úr drottninguni og notar hana einhvernveginn til að komast í Trance, og gjörsigrar þannig liðið. En þá heyrir hann rödd Garlands, sem er það eina sem er eftir af honum. Og rödd hans segir honum allt af létta. Að hann hafi aðeins verið skapaður til þess að rjúfa hringrás sála á Gaiu, og sé því aðeins dauðleg vera, því að honum hafi bara átt að vera skipt út.
Að það sé búið að setja tímasetningu á dauða hans, og að um leið og að ekki verði gagn af honum lengur þá verði honum bara hent eins og hlut sem búið er að nota, og að Zidane eigi bara að koma í staðinn.
Þegar Kuja fæst loksins til að skilja að hann er ekki ódauðlegur og muni að lokum hverfa af þessum stað eins og Black Mage Galdramennirnir hans sem hann fyrirlýtur svo, verður hann brjálaður af hræðslu og ákveður að ef að hann fái ekki að lifa, Hví eigi þá einhver annar að fá það?
Í þessum töluðu orðum (ekki bókstaflega auðvitað) kastar hann galdrinum Ultima og rústar allri plánetunni Terra og hverfur svo.

Þegar að allt liðið er komið aftur á Gaia fer það inní stað sem heitir Memoria og þarf að berjast í gegnum ýmis skrímsli sem Kuja skildi eftir handa þeim og eftir að vera búin að berjast langa leið þá komast þau að lokum að honum, þar sem hann flýtur fyrir framan Krystal lífsins sem er krystallinn sem skóp allt líf. Kuja ætlar sér að eyðileggja þennann krystal og þar með binda enda á alla tilveru og allt líf.
En Zidane og hópurinn berst á móti honum og sigra hann, en áður enn bardaganum lýkur þá kastar hann enn og aftur galdrinum Ultima, og slær alla í rot.
þegar hópurinn rankar við sér er Kuja horfinn, en allt í einu lenda þau í bardaga við einhverja veru sem er erfið viðfangs, en í enda bardagans þá fjarflytur Kuja hópinn úr bardaganum og út fyrir Lifa tréið.

Eftir að allir eru farnir um borð í loftskipið sem kom til að bjarga þeim þá talar Kuja við Zidane í huganum. Hann segir bless við hann og óskar honum góðs gengis, en þá ákveður Zidane að bjarga Kuja sem hefur sennilega fallið inní Lifa tréið og hleypur af stað til að bjarga honum. þegar að hann kemurað Kuja er hann ekki lengur í Trance heldur liggur bara hjálparvana og getur ekki hreyft sig.
Hann segist ekki eiga skilið líf eftir það sem hann hafi gert, og segist aðeins nú skilja hvað það þýðir að lifa, en að það sé of seint. Og svo lokast Lifa tréið á þá báða.


Bardagastíll:

Kuja er Galdramaður af húð og hár, og hef ég aldrei vitað til þess að hann hafi notað vopn. Hann býr yfir nokkrum öflugum göldrum eins og Flare og Flare star sem er hættulegt af því að það gerir skaða eftir levelinu þínu, einnig hefur hann galdra eins og Holy og Curaga og svo nátturuega seinasta úrræði hans; Ultima.
Hann ræður einnig yfir miklum herskara af handbendum, eins og Black Mage Galdramönnunum, Zorn og Thorn sem eru Tvíburabræður, eftir því sem maður best veit í fyrstu, Deathguise, og sennilega einhverjir fleiri.
Kuja er mjög öflugur og með yfirburðum snjall og notar hann kænsku til að vinna sér upp bandamenn sem hann endar oftast með að stinga í bakið.

Mitt álit:

Mér finnst Kuja vera uppáhaldsvondikallinn minn í Final Fantasy seríunni af því að hann hugsar öðruvísi en hinir að mér finnst. Í fyrstu er hann nánast einungis að leita eftir valdi, en svo undir endann þá er hann að gera það útaf ótta.
Ótta við að deyja, hverfa, og gleymast, sennilega ótti sem margir aðrir búa yfir og þess vegna náði ég svo góðu sambandi við persónuna sem Kuja er. Ég er viss um að ég hefði gert eitthvað svipað í hans sporum,
ef ég kæmist að því að það væri búið að setja tímasetningu á dauða minn og búið að finna einhvern annann í staðinn fyrir mig strax og að ég myndi bara gleymast eins og gamalt rusl, sem hefði aldrei verið til.



Ef ég gleymdi einhverju, eða eitthvað er vitlaust, er það sennilega vegna þess að það er mjög langt síðan ég spilaði leikinn. Einnig biðst ég velvirðingar á þeim stafsetningavillum sem kynnu að vera í þessarri grein minni.


Takk fyrir