Fyrir rúmum 6 mánuðum sá ég í BT (akureyri) eitt eintak af FFXI ONLINE ásamt aukapakkanum Rise of the Zilart, þar varð ég agndofa af undrun og spurði sjálfan mig hvort þessu leikur ætti að vera kominn hingað. Leikurinn kostaði þá tæpar 7800 krónur og lét ég verða að því og keipti hann, í góðri von um að “Free 30 days” myndi ég ekki þurfa kredidkort fyrstu 30 dagana en svo varð ekki. Ég setti leikinn í tölvuna og eftir það þurfti ég að standa í 6 tíma uppfærslu.
Sem betur fer var þetta að kvöldi til svo ég hennti mér bara í svefn á meðan, svo þegar ég vakna spenntur og allur “In-game” fer að skrá mig og trallala þá kemur þessi béksotans kretidkorta-partur og þá flegði ég mér í vont skap og bölvaði mér fyrir að geta ekki bjargað heiminum og því tilheirandi. (grín)
En núna í dag, eftir að hafa keipt 4 eintök af leiknum (gleimdi ID og password á fyrsta, annað eintakið fékk ég svo og nota það í dag, þriðja er eitt sem ég panntaði að utan áður en ég fékk hin eintökin og fjórða panntaði ég þar á undan..) Þá er ég loksins búin að eiða góðum tíma í leikinn, svaf ekki á næturnar og vaknaði snemma til að mæta á stjá.
Ég skírði kallin minn Alexandros, Er á server sem heitir Kujata og er LVL29 Red mage, LVL14 Black mage (sub job)
Þú byrjar í heimabæ þínum (San O'doria, Windurst eða Bastok) þú ræður, sem lvl 1. Getur valið eitt af eftirfarandi “Job”
White Mage: Með ótrúlega læknagaldra, protect á öllum stigum, Svokallað Teleport þegar lengra er komið (þá geturu “Teleportað þig og aðra út í heim”) en aðeins WHM fá þá galdra. En attack er tilgangslaust inn í leiknum fyrir WHM-a, þeirra verk er að halda öðrum á lífi.
Black Mage: Svartir galdrar á öllum stigum, ef þú ert að leita af “Nuker” þá myndi ég velja þennan, BLM fær á lvl 30 svokallað Warp, sem er.. svipað Teleport en samt ekki, Þú getur warpað þig á HomePoint svo þegar þú færð Warp II þá geturu warpað aðra á HomePoint. Galdrarnir flokkast í 2 raðir, sem dæmi: Stone, Stone II, Stone III, Stonega, Stonega II, Stonega III.
Stone er single hit one enemy, Stonega er all enemy hit. Og eins með það þá er attack tilgangslaust með BLM áfram í leiknum.
Red Mage: Þennan valdi ég vegna þess að ég hafði aldrei spilað RDM áður, þessi möguleiki er frekar svalur þú getur notað flesta galdra, Núna er ég kominn með cure III, Protect II og slatta WHM galdra, einnig er ég með helling af BLM göldrum og samt, þá er ég með mjög mikið í Attack og Defense. Ég get auðveldlega barist eða “Nuke-að”. RDM hafa eitt út af fyrir sig og er það svokallað “En” til dæmis, Enthunder, enwater, enstone, enaero. Að nota eitt af þessum “En” bætir þeim galdri við vopnið þitt og þegar þú berðst við skrímslin þá tekuru t.d thunder damage additional effect.
En já, ég er alltof þreittur núna svo ég klára þessa grein í dag kæru vinir. Þakka kærlega fyrir mig og restin kemur í dag=)
Afsakið þetta.
Beer, I Love You.