The Legends Of Final Fantasy Hluti 1: VII og VIII Jæja Allir Final Fantasy aðdáendur, það er komið að því! Grein um allar goðsagnirnar frá FF7 og yfir, þetta er ekki eitthvað profile sem ég tek beint úr Manual og íslenska það svo bara hingað, nei þetta er það sem MÉR finnst um þessa karaktera og hvernig ég lýsi þeim. Ef einhver spyr mig “ Hver er þessi Sephiroth sem þú ert alltaf að tala um? Ég meina hvað er svona sérstakt við hann?” þá mun hann fá svona “rough version” af lýsingu hans hérna.

Ég var að skoða í gegnum greinina mína fyrir stuttu og áttaði mig á því að hún er alltof löng! Þannig að eins og ég gerði hérna áður þá verður hún í tvem hlutum og þú ert að lesa hluta 1 Final Fantasy VII og VIII

Athugið að aðeins þeir sem að verðskulda það að vera hérna eru hérna, ég ætla ekki að vera að henda Lulu og Wakka hérna, þetta eru bara flottustu, bestu og aðalgaurarnir sem komast hingað, ég ætlaði að hafa Red XIII hérna en ég ákvað að sleppa því þótt að hann á fullkomlega skilið að vera undir goðsagnar titli en af einhverji furðulegri ástæðu… þá er hann ekki hér.Ég ætla heldur ekki að vera eitthvað að skrifa aldurinn þeirra og hvar þeir fæddust, því manni er eiginlega alveg sama að nokkru leiti, maður man þetta í dag og gleymir því á morgun þannig ég ætla nú bara að sleppa því.

Final Fantasy VII

Cloud Strife

Já hann Cloud er flottur og þekktur fyrir “Spiky” hárið hans, hann gerir allt í stíl og maður mætti halda á tímum að hann hafi nú frekar verið í fimleikaliði en SOLDIER. Maður veit aldrei hvað drengurinn gæti verið að hugsa og Fortíðin hans er mjög… óskýr má segja og dularfull. Mér finnst hann Cloud alveg magnaður “klassa” Final Fantasy karakter, í byrjunini á leiknum þá gerir hann ekki neitt nema að það sé fyrir peninga og er eiginlega alveg sama um allt og alla, hann er svona loner…en svo breytist hann með tímanum og verður öfugt við það sem hann var… en hann Cloud heldur samt áfram að vera Cloud, og ég held nú að hann geri ennþá flest allt ef verðið er rétt ;)

Aeris Gainsborough

Já hún er Aeris er ljúf og góð og eru mjög margar spurningar um hana ósvaraðar og verða það mest líklega aldrei, hún Aeris hittir Cloud þegar hún er að selja blóm um stræti Midgars og svo aftur þegar Cloud kallinn dettur í gegnum þakið hennar og er einhver vægast sagt neisti milli þeirra í gegnum leikinn, eins og “móðir” hennar hefur sagt þá ef að Aeris hefur ákveðið eitthvað þá er ekki hægt að banna henni það,Aeris er nú ekki uppáhalds kvennmanns karakterinn minn en ég held nú dálítið upp á hana.

Sephiroth

Sephiroth er án efa uppáhalds karakterinn minn, hann er langflottastur og er ekki til dularfyllri karakter í Final Fantasy leikjaseríuni að mínu mati allavegana, Sephiroth heldur á hinu alræmda Masamune sverði sem að enginn nema hann sjálfur á að geta notað, hann og Cloud eru nú erkióvinir í gegnum þennan leik og er fortíð þeirra tveggja vægast sagt skuggaleg og dularfull…

Final Fantasy VIII

Squall Leonheart

Já Squall er nú massífur töffari og ekki eru margir í Final Fantasy sem geta toppað þennan nagla, hann talar ekki mikið, brosir ekki oft og hann fjarlægir sig frá öllum sem koma nálægt honum, en eins og Cloud þá breytist hann með tímanum, mér finnst hann nú alveg ofurflottur kallinn vegna þess hve kaldur hann er við allt og alla og er hann auðvitað með uppáhalds vopnið mitt “Gunblade”. Ef að þú getur sagt að Cloud sé ofurflottur og Squall sé algjör aumingji þá ættirðu aðeins að hugsa málið þar sem að Cloud og Squall eru örugglega líkustu karakterarnir í Final Fantasy, ekki í útliti heldur bara hvernig þeir eru, Squall er ekki aðeins einn uppáhalds karakterinn minn því að hann er líka með uppáhalds ultima weaponið mitt og limit breakið “Lionheart”

Rinoa Heartilly

Rinoa er littla elskan hans Squalls, hún snýr heiminum hans alveg gjörsamlega við, Rinoa og Squall hittast einfaldlega þannig að Squall er í SeeD partý og Rinoa býður honum upp í dans, Squall er tregur í fyrstu þannig að Rinoa neyðir hann bara á dansgólfið, seinna á Squall að gera mission fyrir SeeD og þrátt fyrir hinar littlu líkur þá er Rinoa viðskiptavinurinn! Ég hef ekki mikið að segja fyrir utan það að persónulega þoli ég hana ekki, átti erfitt með að setja hana sem goðsögn en þar sem að það væri eiginlega enginn Final Fantasy 8 ef hún væri ekki þá er ég alveg sáttur, hún er minnnst uppáhalds karakterinn minn ég veit ekki alveg afhverju það er bara þannig.

þetta líkur hluta eitt af The Legends of Final Fantasy þannig að þar til síðar…þar til hluta 2 þá kveð ég

***Lionheart***