Hér koma smá skrif um mína uppáhalds persónu í Final fantasy leikjunum, Red XIII eða einfaldlega Red.
Nanaki var sonur úlfs nokkurs sem að var mikil hetja. Hann barðist gegn heilum her bara til þess að bjarga litla þorpinu sínu, Cosmo Canyon. Hann er ennþá steingerður í helli sem liggur út frá þessum bæ. Hann skildi eftir sig son, Nanaki. Nanaki var alinn upp hjá manni er nefndist Bugenhaegen. Bugenhaegen var góður maður sem einhvernveiginn tókst að halda sér uppi í lausu lofti! Nanaki kallaði hann afa sinn því að hann ólst upp hjá honum.
Einn daginn komst Nanaki í hendur ills vísindamanns sem hét Hojo og vann hjá Shinra, vondu klíkunni í Final Fantasy 7. Hojo þessi vildi rannsaka hann vel en fór ekki vel með hann. Hojo hafði ekki hugmynd um hvað hann hét og kallaði hann Red XII. Einn daginn kom hópur fólks að reyna að eyðileggja Shinra turninn, staðinn þar sem Nanaki var geymdur. Ljóshærður maður að nafni Cloud Strife fór fyrir þessum litla hóp. Þegar þeir voru búnir að fara í gegnum bygginguna og stúta öllu sem á vegi þeirra varð komu þau að Hojo og Nanaki. Nanaki treysti þessu fólki sem frelsaði hann og slóst í för með þeim.
Red berst með vopni sem sést ekki vel en mér skilst að það sé einhversskonar munnkarfa sem hann bítur með. Besta vopnið hans ber nafnið limit moon en önnur vopn eru t.d seraph comb. Limit breakin hans eru mjög góð og þau heita: level 1: sled fang og lunatic high. Level 2: blood fang og stardust ray. Level 3: howling moon og earth rave. Level 4: cosmo memory.
Þegar lengra er haldið hittir Red afa sinn, Bugenhaegen í Cosmo Canyon. Þeir eiga langt samtal og Cloud fær að vita allt um Nanaki. Nanaki sem hélt að pabbi sinn væri alger loser kemst að sannleikannum um pabba sinn. Nanaki er voðalega hrærður yfir þessu öllu. Hann ákveður samt að halda áfram með Cloud.
Jæja nú ættuð þið að vita sitthvað um Red
XIII.