Já, FFVIII er glataður leikur. Þvílík vonbrigði að fá þetta á eftir meistaraverkinu FFVII.
(það eru spoilerar í þessari grein en vegna einfaldleika söguþráðsins er varla mikið til að spilla)
Í fyrsta lagi er söguþráðurinn hlægilegur. Leikurinn snýst um tímaflakk (en frumlegt, aldrei séð það áður í tölvuleik) og einhver voða vond norn úr framtíðinni ætlar að láta þrjá mismunandi tíma fara saman eða eitthvað til að rústa öllu, guð einn veit af hverju hún ætti að vilja gera það. En þannig er allavega grunnurinn af leiknum. Maður leikur Squall, mállausan gaur klæddan í mótórhjólabúning þó hann eigi ekki mótorhjól. Og á maður að bjarga heiminum frá vondu norninni. En ekki einn, nei, maður fær hjálp einni óþolandi smástelpu (Japanir eru með eitthvað fetish fyrir svoleiðis fyrirbærum og við þurfum að þjást vegna þess), kennara sem er algjörlega daufur karakter, bardagagaur sem væri ágætur karakter ef hann myndi ekki vera svona ofur-hress eins og FM-hnakki og svo náttúrulega Rinou, sem verur kærasta Squall í leiknum. Þessi leikur á að vera einhverskonar ástarsaga en samt er ekkert á milli þeirra beggja sem fær mann til að taka það trúarlega.
En svo kemur fram seinna í leiknum, að allt þetta fólk…og líka vonda nornin (eða önnur af þeim, í rauninni vonda góða nornin…síðan er það vonda vonda norning) en allavega þau öll og vonda góða nornin koma frá sama munaðarleysingjahælinu. OMG! þvílík tilviljun, öll með sama backgroundinn. En af hverju vissu þau ekki af því? Jú sko, það er þarna eitthvað GF sem lætur þau missa minnið, já það er GFið…þess vegna muna þau það ekki. Þetta hafði ekkert með það að gera að höfundar leiksins nenntu bara ekki að semja eitthvað back story fyrir hvern einasta karakter eins og í FFVII því það er alltof mikið vesen. Nei, nei…það er GFið…
Svo kemur eitthvað flashback þar sem aðrir karakterar eru í sviðsljósinu, sem koma svo inn í hinn leikinn orðnir eldri. Það er nokkuð vel gert og reyndar það eina góða við söguþráðinn.
Svo gerist þetta í einhverjum heimi. Og í þessum heimi eru nokkrir aumir bæjir, held að þeir séu fimm…ekki fleiri. Og einn þeirra er með tveimur húsum. Ekkert voðalega gaman að skoða það er það nokkuð? En svo gerist undur og stórmerki seinna í leiknum, eftir að maður fær airship…nei annars maður fær ekki airship, heldur bara geimflaug, en allavega þá getur maður flaugið yfir fjall og séð þar framtíðarborg þar sem vegirnir eru gerðir úr gleri og allt svífur einhvern veginn. Það vissi enginn af þessari borg, þó fólk hafi búið í heiminum árum saman þá datt engum í hug að kíkja á bak við fjallið…Ég þarf ekki einu sinni að fara út í hvað þetta er asnalegt.
Svona er söguþráðurinn, fullur af einhverju sem meikar engann sens og afar fáránlegur eitthvað. Svo endar þetta allt með því að Squall deyr en fer svo í teboð með restinu af liðinu í happy ending…já eða eitthvað svoleiðis.
En spilunin? Ja, það eru eiginlega engin sidequest. Það er hægt að spila cards en hvað er svona gaman við það? Maður þarf að “stela” göldrum eins og fire frá óvinum, HAHAHAHAHAHAHA, ekki að læra þá. Og svo snúast bardagarnir bara um að ná overdrivinu sem fyrst og drepa þannig allt á skjánum.
Vá ég er búinn að skrifa þetta allt á örfáum mínútum, enda eru þetta hugsanir sem hafa verið í kollinum á mér síðan ég spilaði leikinn fyrst. Hérna var þetta allavega fólk, kannski engin gæða grein en allavega gæti þetta stofnað umræðu og mitt er komið til skila.
Ég hata Final Fantasy VIII
Have a nice day :(
-Leonheart!!