Jæja Allir Final Fantasy aðdáendur, ég hef ákveðið að deila með ykkur því sem ég veit um Kingdom Hearts 2.
Eins og flestir ykkar vita þá var Kingdom hearts eitt alveg ótrúlega vinsæll og alveg hellingur af Final Fantasy aðdáendum höfðu mjög gaman af því að sjá uppáhalds Disney sögupersónunar sínar mæta hinum mikla Final Fantasy heim, aftur á móti var maður mjög svekktur yfir því að sjá ekki fleiri Final Fantasy hetjur hlaupandi um á skjánum hjá sér, en samt…..
Við skulum aðeins fara aftur í tímann og rifja upp KH 1
Eins og við munum flest þá fjallaði Kingdom hearts 1 um Sora, strák sem fær undarlega drauma og býr á smárri eyju með vinum sínum, Riku og Kairi. Þegar Sora og félagar ætla sér að koma sér af þessari smáu eyju þá skellur undarlegur stormur á sem tekur allt liðið á brott, þegar Sora vaknar þá eru allir félagar hans horfnir, er hann berst með Risa lykli (Keyblade) og leitar að vinum sínum mætir hann Guffa og Andrési sem hjálpa honum í baráttu sinni við “the heartless” lítil sem stór skugga kvikindi sem valda manni miklum vanda í gegnum leikinn.
þetta ætti að hafa sagt nóg um Kingdom Hearts 1 til að þið svona áttið ykkur á (ef þið hafið ekki spilað leikinn það er)
Nú er ár liðið frá Kingdom hearts 1 og Sora og vinir eru enn í sviðsljósinu og eiga einnig að fá slatta af nýjum félögum, þar á meðal konungurinn sjálfur Mikki mús, saman munu þeir sigrast á ótal hættum og óvinum. Heartless eru greinilega enn til í hinum mikla Kingdom hearts heimi og svo virðist sem að Sora þarf að taka lykilinn sinn upp aftur og berjast fyrir því sem rétt er. Sora er einnig kominn í mikið dekkri og flottari föt sem ættu að höfða til okkar allra Final Fantasy aðdáenda.Það eru komnir nýjir óvinir sem eru kallaðir “unknowns”og er ekki alveg vitað hvað þeir eru að reyna að gera, en þeir eiga að vera tegund af heartless þannig að þeir gætu varla verið góðir. Unknowns klæðast auðvitað í svörtum klæðum og sér maður alveg auðvitað ekki framan í þá en það er sagt að unknownin sem klæðist rauðu og stjórnar öllum unknowns sé enginn annar en Ansem, en það er enginn alveg viss.
Í Kingdom hearts 2 er ekki vitað hvort maður geti farið aftur til gamla heima, en það verða hellingurinn af nýjum heimum. Aftur á móti þá er vitað að þú getur farið til Collesium þar sem er algjör hellingurinn af nýjum Mini-leikjum og hver veit hvað annað.
Bardaga kerfið í KH 2 er alveg eins og hið gamla fyrir utan einhver smáatriði sem hafa verið bætt þar á meðal verður þetta leiðinlega Myndavélar vandamál horfið og Summonin eiga að vera allt öðruvísi (veit samt ekki hvort það verða NÝ summon en ef við þekkjum Square-Enix rétt þá ætti það að vera þannig)
Það eru einnig margar nýjar persónur í KH 2 og ætla ég að nefna nokkrar
-Ljóshærði drengurinn- Ekki veit ég mikið um ljóshærða drenginn en ég veit þó að hann er að vernda Sora þannig að hann hlýtur að vera góður (en þar sem þetta er Square-Enix þá veit maður aldrei)
-Axel- Axel er rauðhærður maður ætti samkvæmt klæðunum sem að hann er í hann að vera unknown, hann er skapvondur og er greinilega að leita að Sora, hann er greinilega slæmur þar sem að hann er greinilega að vinna fyrir Unknownin í rauðu klæðunum og gegn ljóshærða drengnum
-Auron- Já það er rétt Auron kallinn er í KH 2 en því miður þá er hann ekki góði kallinn í þessu þar sem að hann vinnur með Hades og gegn Soru ( svona eins og Cloud í KH 1)
KH 2 ætti að koma einhvertímann 2005 í Bandaríkjunum en við vitum ekkert hvenær hann kemur hingað =(
Jæja þá er ég búinn að segja ykkur allt sem ég veit um Kingdom Hearts 2 og hlakkar mig mjög mikið til að sjá útkomuna. En þar til síðar þá kveð ég
***Lionheart***