Hafið Þið spilað eithverja Phantashy Star leiki frá Sega? Þetta eru geðveikir rpg leikir, og ekki síður klassískir en Final Fantasy.
Fyrsti kom út á Master System árið 1989, og var tæknilega fullkomari en FF leikinir sem voru komnir út þá. Það sem var biltingakennt við þennan leik, var góð grafík, djúpur söguþráður, skemtilegt bardagakerfi, og aðal söguhetjan var kvennmaður. Þessi leikur náði hinns vegar aldrei þeim vinnsældum sem hann verðskudaði, vegna lélegar auglisingarherferðar sega á Master system, og samkeppni Nintendó, sem dældi út leikjum.
Númer 2 kom út árið 1992, og varð gífurlega vinnsæll meðal Mega drive eiganda. Hann seldist vel, og var lengi keppinautur Final Fantasy leikjana á aðdáendum.
Númer 3 kom út árið 1993, og varð svarti sauðurinn í fjölskylduni. Söguþráðurinn var allt öðruvísi en í fyrri leikjum, grafíkin léleg, bardagakerfið ekki eins djúpt og persónurnar voru holari en trjádrumbur. Margir kenna sega um að hafa látið annað fyrirtæki en uprunalega hönnunarhópinn, sjá um gerð hanns.
Númer 4 (1994) er að mörgum talinn bestur í seríuni, enda seldist hann lang best, og keppti lengi við Nintendo um hilli RPG-unenda. Söguþráðurinn var djúpur og tilfiningaríkur, grafíkinn stórkostleg (miðað við Megadrive) bardagakerfið geðveikt, og persónunar áhugaverðar. Hann var líka stór (nokkrar plánetur) og ég man vel eftir þeim tveim vikum sem ég týndi mér yfir honum :)
Phantasy Star Online (Dreemcast), er avo nýútkominn í Bandaríkjunum, og hefur fengið góða dóma, enda fyrsti Massive Multiplayer online RPG (úff :) sem hefur komið út fyrir leikjatölvu, og er hann væntanlegur til ísland, bráðlega.
Sega hefur látið frá sér að online n.r 2 sé einnig væntanlegur, en hann mun bæta galla eitt, bætta kostum við, og gefa þér kleift að halda áfram ævintýrum þínum
Með þessu hafi á upplisyngum, er ég að spurja, væri möguleiki, að fá sér svæði á huga fyrir Phantasy Star leikina, og aðra klassiska Rpg leiki (t.d Shining Force), þó ekki væri nema einn lítill korkur á Final Fantasy?
Upplisingar um Phantasy Star leikina:
http://www.zdnet.com/gamespot/filters/products/0,11114,198288,00.html
http://www.zdnet.com/gamespot/filters/products/0,11114,472540,00.html
http://www.classicgaming.com/ps3/
http://www.phantasy-star.net/