Jæja, eftir að hafa spilað í gegnum nokkra Final Fantasy leiki það fór ég að taka eftir því að allir þessir leikir eiga eitthvað sameiginlegt. Jú, það eru til dæmis ákveðnir klassar í öllum leikjunum (nema FF VIII það er ákaflega óljóst þar) t.d. er Aeris white mage, Quina er blue mage, Locke er thief, Kimahri og Freya eru dragoon og så videre. Einnig eru svipuð, ef ekki eins summon í öllum leikjunum t.d. eru Shiva og Bahamut í þeim öllum (nema í FF I, þar sem Shiva er ekki). Svo eru galdrarnir eins í aðalatriðum þó svo að þeir heiti ekki það sama t.d. Bolt = Thunder, Demi3 = Quarter, Ice = Blizzard, Holy = Pearl og svo framvegis.
Square hafa einnig farið að troða allskyns mascots inní leikina uppúr Final Fantasy VI, reyndar voru Chocobo komnir fyrir þann tíma. En í FF VI litu dagsins ljós kvikindi eins og Moogles, Cactuar og Tonberry. Sum kvikindi slógu í gegn eins og Moogles, sem gerðu allt vitlaust í FF IX (á japönsku heita Moogles “Moguri” og er það samansetningur úr orðunum “mogura”, sem þýðir moldvarpa og “koumori”, sem þýðir leðurblaka, eru Moogles ekki eins og moldvörpur með leðurblökuvængi??). En önnur húktu á meðan í bakgrunninum og héldust óbreytt.
Tonberry og Cactuar eru mér sérstaklega minnistæðir þar sem þeir virðast vera einhverskonar brandarar sem Square liðar hafa laumað inní leikina sér, og öðrum til skemmtunar. Í fyrsta skiptið sem ég sá Tonberry í FF VI tók ég lítið eftir honum, en kannaðist samt við hann þegar ég sá hann skjóta upp kollinum í seinni leikjum. Í Final Fantasy VIII varð ég, eins og sannur FF nörður að safna öllum GF til að “mastera” leikinn og finna sálarró. Til þess þurfti ég að sigrast á 20 Tonberry í röð til að kalla fram Tonberry King, sem er GF. En meðan á öllu þessu stóð varð ég fyrir þeirri óheppni að verða fyrir árás eins Tonberry. Hann röltaði hægt og hægt að mér þangað til “DOINK” og ég lá í valnum. Ég var frosinn í smá stund en emjaði svo úr hlátri því að þetta var sirka það síðasta sem ég bjóst við að sjá í eins “alvörugefnum” leik og FF VIII er, og seinna komst ég að því og Tonberry notar samskonar árás í FF VII og uppúr, og alltaf jafn fyndna. En þegar ég rakst í fyrst á Cactuar í FF VI þá hélt ég að ég yrði ekki eldri.
Final fantasy VI er fyrsti leikurinn sem inniheldur Cactuar (“sabotender” á japönsku), en hann gengur þar undir nafninu Cactrot og finnst í eyðimörkinni, sunnan við South Figaro eftir að “þið vitið hvað” gerist (skrifa eftir minni). Ég var bara í góðum fíling að rannsaka eyðimörkina, nýbúinn að stúta landworm þegar eitt stykki Cactrot skýst uppúr sandinum mér að óvörum. Fyrir framan mig stóð kaktus, með tvö svört, frosin augu, stóran gapandi munn og með hendur og fætur í hlaupastellingu. Ó guð hvað ég var heppinn að vera einn í herberginu mínu, því að ég grenjaði svo úr hlátri að ég átti erfitt með að anda, hvað þá að drepa þetta óskiljanlega fyrirbæri sem þarna stóð fyrir framan mig. En með tímanum lagaðist kastið og ég sá mér fært að halda áfram með leikinn og drepa “þetta”. En, þegar ég sá alla alla exp og magic pointsana (afskaið fallbeyginguna) sem ég fékk fyrir annars svo auðveldann bardaga fór ég að átta mig á náttúru kvikindisins. Square höfðu greinilega sett Cactuar, eða Cactrot í leikinn sem einhverskonar bónus fyrir lata spilendur, sem er rétt, en “the catch was” að hann er umkringdur hryllilega erfiðum Landworm, sem nota andstyggilega “sandstorm” árás sem skrapar 1000hp af öllum party members (sem var rosalegt á sínum tíma).
Árásar strategía Cactuar er nokkuð einföld, 1000 needles eða run. Þessu var bætt við í Final Fantasy VII, þar sem þú fékkst þá aðeins AP fyrir kvikindin og þeir urðu mjög fráhleypnir (bjó til orðið sjálfur :D), örugglega vegna þess að í FF VI, þrátt fyrir Landworms var of létt að levela sig upp með þeim. Já, í FF VII eru þeir einmitt nokkuð svipaðir og í öllum hinum leikjunum, en í FF VIII varð þar smá munur á. Jumbo Cactuar, 20 feta hátt kvikindi sem hefur greinilega farið svo oft í “run” að hann hefur náð að vaxa, dafna og safna yfirvaraskeggi og nýtist sem GF. Ég er nokkuð viss um að bardagi minn við Jumbo Cactuar hafi verið sá skemmtilegasti sem ég hef nokkurn tímann háð. Ég loadaði meira að segja eftir bardagann til að berjast við hann aftur, svo mikið fannst mér svo til hanns koma, ég meina, 20 fet og yfirvaraskegg!!
Cactuar í sínu náttúrulega umhverfi er ánægður Cactuar. í nánast fullkominni andstöðu við Tonberry þrífast Cactuar í mjög heitu, þurru og rúmgóðu landslagi, með nóg sólarljós og geta þeir náð gígantískri stærð (as seen in FF VIII) ef þeir fá að vaxa í friði. Cactuar hefur engar rætur, hann getur ferðast eins og hann vill (á stundum ógurlegum hraða), svo lengi sem skilyrðin eru rétt, en kýs samt að halda sig á sama stað, nálægt vinum og kunningjum. Hæfni þeirra til að hlaupa úr bardögum er einmitt það sem veldur því að tegundin er ekki útdauð, því að þeir hafa verið vinsælt skotmark hjá metnaðarfullum hetjum í gegnum tíðina. Það eru til sannanir fyrir því að Cactuar stundi félaglíf á einhverju stigi, enda hafa þeir oft verið séðir ferðast saman í allstórum hópum. Og það gætu verið til óþekktir stofnar og hópar Cactuar sem menn hafa ekki enn uppgötvað og það fer alveg eftir Square að ákveða hvort dulunni eigi að vera svipt af frekari tegundum.
Rétt í lokin má til gamans geta að Cactuar og Chocobo koma fram í Final Fantasy Unlimited, teiknimyndaþáttunum og eru þeir hreinlega að brillera þar.