Það bíða víst flestir spenntir eftir Final Fantasy XII en eins og staðan er núna þá kemur leikurinn út í Japan um áramótin 2004-2005 en hérna í evrópu í síðasta lagi snemma 2006.
Það verða gerðar margar róttækar breytingar frá því síðast, flestar góðar en aðrar valda mér talsverðum áhyggjum. T.d þá eru random encounters eins og við þekkjum þá úr sögunni! Það verður ekkert svona “tsshhjjjjj” hljóð og skjárinn spíralast saman(eða brotnar) heldur bera karakterarnir vopnin alltaf á sér og berjast svo þegar kvikindin stökkva út úr runna eða maður hleypur bara inn í þau. En þetta nýja bardagakerfi er ekki svo nýtt, því að þessi sama hugmynd var notuð í Crono Trigger og kom það þar ágætlega út.
En það sem ég er hrifnastur af í sambandi við leikinn
er það að persónurnar hafa aldrei litið betur út! Í FF X voru andlitshreyfingar af skornum skammti og var stundum erfitt að sjá hvor karakterinn þinn væri reiður eða syfjaður. En í FF XII eru Square menn að föndra með andlitin og búa til ótrúlegustu persónueinkenni og gefa þannig persónunum mikið meiri dýpt.
Eins og staðan er núna eru Square liðar búnir að tilkynna sex mismunandi “playable” karaktera. Eins og flestir vita þá eru Vaan og Ashe aðalpersónurnar en eru þau bæði Hume. Einn sá karakter sem mér líst einna best á er Pannelo, sem er, þegar leikurinn byrjar kærasta Vaan (sel það ekki dýrara en ég keypti það) og er það, held ég í fyrsta skiptið í sögu final fantasy þegar tveir karakterar eru par þegar leikurinn byrjar. En fyrir utan
þau þrjú eru það Balflear, sem er “the dude with the airship” og er svona sky pirate *hóst* Faris *hóst* og á eftir að skipta talsvert miklu máli í sambandi framþróun söguþráðsins. Balflear verður best líst sem crossover á milli Edgar og Faris þ.e. ladies man með airship, enda er hann algjör hunk. Honum til aðstoðar er svo Fran, fimmti spilanlegi karakterinn en er hún Viera þ.e. Hún er með alveg hvítt hár og kanínueyru í stíl (wtf?) en
kannski man fólk eftir þessum kvikindum úr Tactics. Þrátt fyrir hárlitinn er hún ekki albínói, enda með rauð-brún augu og mjög dökka húð.
En sá sjötti og síðasti er örugglega sá svalasti karakter sem ég hef séð síðan Vincent var og hét. Hann er maður að nafni Basch og er þrjátíu og sex ára gamall (ok, thats ooold). Hann er hávaxinn, ljóshærður, massaður og illa rakaður (hunk). Fyrir þá sem hafa séð FF XII E3 trailerinn þér sést hann á bakinu
á chocobo með boga og ör í e-i bardagasenu. Basch er hershöfðingi í konungsríkinu Dalmasca og er víða þekktur fyrir hugrekki og afbragðs herkænsku *hóst* Leo *hóst*. En þrátt fyrir það þá endar það með því að Basch myrðir konung Dalmasca á meðan ríkið á í deilum við Archadia veldið. Og hlakkar mér mikið til að
komast að því hvers vegna í ósköpunum Basch, hershöfðingi myrðir sinn eigin konung og hvernig hann kemur til með að ganga til liðs við restina af karakterunum. En ég veit núna að þar verður eitthvað í sambandi við Ashe prinsessu af Dalmacia því að ég er búinn að sjá nokkra in-game screens þar sem þau tvö eru saman
í party. En það mun allt koma í ljós við nánari spilun.
Í heildina þá er ég hreinlega að drepast úr spenningi yfir leiknum og mun einnig fylgjast grannt með því hvernig framþróun mála verður. Sumir segja að ég sé að spoila fyrir sjálfum mér, sem er rétt að einhverju leiti en mér er sama.