Ég er fullkomlega opinn á kjaftæðið og vitleisuna í ykkur ef að þið viljið rakka niður þessa ritgerð, en þar sem að hún er ekki skrifuð fyrir ykkur gæti mér ekki verið meira sama. Þetta er semsagt ritgerð sem ég skrifaði á nokkrum mínútum er ég komst að því að ég átti að skila ritgerð næsta dag.

Vonandi skemmtið þið ykkur.




Brjálæði….


Við búum í brjáluðum heim, heimi fullum af fordómum og dauða en samt aðallega hreynu brjálæði.
Fólk fær allskonar æði, margir unglingar ,undarfarið, hafa fengið æði á hinni geysivinsælu Hringadróttinssögu og hinum frægu Harry Potter bókum, einnig er til fólk með matar æði. Það eru einnig til mun alfarlegri æði…..svo sem reykingar, áfengisneysla og fíkniefnaneysla, þessi þrenn “æði” geta leitt til alvarlega hrörnun á líffærum og mjög oft ótímabærum dauða. En ég ætla nú ekki að vera tala um neitt af þessu hér. Ég ætla mér að tala um það sem margir vilja kalla “tölvusýki”.
Tölvuleikir eru til af mörgum gerðum, fyrir fólk á aldrinum fjögurra til jafnvel hundrað ára. Tölvuleikir eru líka mjög margbreytilegir, hærkænsku-, hlutverka- og skotleikir eru aðeins grófustu dæmi sem ég nefni.
Tölvusýki getur verið talsvert hættuleg, þekkt eru dæmi þar sem folk(aðalega unglingar) hafa fests fyrir framan tölvuskjáinn í heilu dagana án nokkurra samskipta við umheiminn. Mörgusinnum hefur sú saga verið sögð þegar ungur nemandi fór í skólann eftir fimm daga frí(í tölvunni) með kústskapt þar sem hann taldi sig vera í tölvuleik og skólafélagar hanns væru að reyna að drepa hann, varðist hann af mikilli dyrfsku með kústskaptinu þar til hann var yfir bugaður og fluttur á hjálparstofnun.
Ég held að þrátt fyrir margar uppákomur líkar þessari hafi komið í ljós hér á landi af völdum ofspilunar tölvuleikja þá er ekki möguleiki að banna nokkurn skapaðann hlut, það væri eins og að banna bækur, kvikmyndir og Mcdonald’s. Og þar sem tölvuleikja spilun leiðir folk ekki til dauða er ekki hægt að setja nein lög sem banna tölvuleiki, nema þá það að efnið sé of gróft fyrir einhvern aldurshóp. En samt sem áður ætti nú eitthvað að vera gert í þessu, fræðsla um ofnotkun tölvuleikja og internetsins er af skornum skammt í Íslenskum skólum og mætti vera töluverð sökum þess að stór hluti nemenda hefur einfaldlega ekki nokkura hugmynd um skaðsemi ofspilunar tölvuleikja. Vegna þess segi ég að taka ætti upp fræðslu í skólum um skaðsemi tölvuleikja og beina nemendum á rétta braut og hjálpa fólki að velja tölvuleiki sem efla hugsun og rökhyggju. Þar komum við að mínum málefnum og endum loksins á þessu rausi í mér.
Hlutverkaleikir eru einhverjir hættulegustu leikir sem hafa verið búnir til, þegar varðar tölvusýki. Og vegna sífelldar þróunar í gerfigreind og tölvuteiknun þá eru leikirnir alltaf meira og meira byrjaðir að lýkjast raunveruleikanum, þessvegna er mjög auðvelt fyrir einstakling að skapa sína eigin veröld í hlutverkaleik og skipta á henni og raunveruleikanum, því að í leiknum ert það þú sem sérð um sköpunina.
Hlutverkaleikir eru samt sem áður ekki aðeins flóttaleið frá raunveruleikanum. Hlutverkaleikir eru einmitt þeir leikir sem ég finnst að ætti að mæla með. Þeir eru mjög krefjandi og eru oftast hreint og beint fullkomið fræðsluefni í rökhugsun og margir hverjir einnig fullir af miklum heimspekilegum hugsunum og þrautum sem efla huga og dómgreind.
Mikil framþróun hafði átt sér stað í tölvuleikjabransanum og var tölvuleika framleiðandinn Squaresoft að öllum líkindum að fara að fara á hausinn. En árið 1980 kom einn maður til bjargar, Hironobu Sakaguchi. Þessi maður bjargaði Square með leik sem átti eftir að hafa mikil áhryf á tölvuleikja og hlutverkaspila “bransann”.
Final Fantasy á Nintendo Entertainment System(NES) reyndis slá í gegn. Þessi leikur var mörgum árum á undan samtíð sinni, þetta var fyrsti leikurinn sem gat haft allar persónurnar á skjánum á sama tíma. . Final Fantasy 6, Chrono Trigger og Secret of Mana voru gefnir út á SNES á árunum 1994-1995 og komu þeir smellir Square endanlega á síður tölvuleikja sögurnar. Árið var 1997, margir höfðu beðið lengi eftir þessum leik. Final Fantasy VII, fyrsti Square leikurinn á Playstation. Ekki er fullkomlega víst hversvegna Square yfirgaf Nintendo og fór til Playstation og er óvíst að við fáum nokkuð um það að vita.
Final Fantasy var fyrsti leikurinn til að hafa alvöru sögðuþráð og tónlist sem aldrei fyrr hafði heyrst í nokkrum tölvuleik. Allir leikirnir slógu í gegn og er nú væntanlegur tólfti leikurinn í Final Fantasy leikjaseríunni.
Það má vera að ég sé búinn að hljóma eins og óður aðdáandi sem vill allt fyrir leikinn gera og eyði mörghundruðklukkustundum í spilun á þessum leikjum. Og að vissuleiti er það rétt. En ef að þú vill vera alveg hundrað prósent viss um hvað ég er að reyna að útskýra fyrir þér þá ættir þú að krækja þér í eitt stykki og prufa…………Eins og sagt er tölvuleikir eru fyrir fólk á öllum aldri og eru Final Fantasy serían sér hönnuð fyrir fólk með góðann húmor, hefur áhuga á góðri sögu og hefur nokkrar klukkustundir aflögu…
Tölvuleikir, afhverju ekki að eyða tímanum í góða tölvuleiki ef að við erum á annað borð að eyða tímanum í vitleisu, ég ábyrgist að Final Fantasy er fyrstaflokks vitleysa og tíma eyðsla………