En já, eins og í flestum MMORPG's eru nokkrir kynstofnar sem hægt er að velja úr, FFXI er engin undantekning þar og eru 5 mögulegir kynstofnar, Elvaan, Hume, Tarutaru, Mithra (aðeins kvenkyns) og Galka (aðeins karlkyns). Allir þessir kynstofnar eru mismunandi í útliti og í “eðlisfari”, semsagt stattarnir hjá þeim. T.d. eru Galka's mun sterkari en allir hinir en eru fyrir vikið, mun heimskari og eiga því erfitt með að vera t.d. Black Mage. En þar með er ég engan veginn að segja að það megi ekki vera Galka Black Mage, ég veit um allavegana einn high level'd Galka Black Mage, og honum gengur alls ekkert illa.
Og svo, eru svo kölluð Jobs í leiknum, oftast kallað bara Class í flestum leikjum, í FFXI eru 14 Jobs, og geta allir kynstofnar verið hvaða Job sem þeir vilja. Jobbin eru eftirfarandi:
Monk
Warrior
Thief Þessi fyrstu 6 eru base jobs, sem eru jobbin
White Mage sem þú getur valið í byrjun leiks.
Black Mage
Red Mage
Svo seinna meir þegar þú ert orðin level 30 á þínu fyrsta basic jobbi, getur þú gert Quest til að opna fyrir svokölluð Advanced Jobs, sem ég ætla að telja upp hér:
Bard
Paladin
Beastmaster
Ninja
Samurai
Dar k Knight
Summoner
Dragoon
Þessi job bættust við þegar aukapakkinn, Rise of the Zilart, var gefinn út. Gaman er að geta þess að nýr aukapakki mun vera á leiðinni sem heitir Chains of Promathia.
Leikurinn styðst við nokkurskonar blöndu á experience kerfi og skill kerfi, þar sem þú jú, drepur monsters til þess að fá experience, ná þér í levels, hækka mp og hp, stats og allt sem fylgir því. En, svo er einnig skill system til hliðar, t.d. fyrir Mages, er mikilvægt að muna að nota ekki bara eina tegund af göldum því þá munu hinar tegundirnar ekki vera jafn gagnlegar þegar lengra á leikinn dregur.
En svona fyrir ykkur hack'n'slash áhugamenn þá er auðvitað nokkuð úrval af vopnum sem hægt er að velja úr, t.d. sverð, axir, bæði 1handed og 2handed fyrir þetta tvennt, polearms, Great Katanas, Katana, hnífar, stafir, “vendir”, hamrar, bogar, svokölluð hand to hand vopn sem eru sérhæfing Monks.
Og svo fyrir okkur hina, sem erum meira fyrir galdra, þá eru aðallega 4 job sem geta notað galdra af einhverju viti, Black Mage, White Mage, Red Mage og Summoner. Black Mage er eins og sést á nafninu, galdrakarl/kona sem notar árásar galdra, White Mage hins vegar er læknarinn, og Red Mage er blanda á milli beggja.
En Summoner, mjög áhugavert job, hann notar Summons til að berjast, og gerir mest lítið annað en það, fer allt eftir því hvaða Sub Job (kem meira að því hérna rétt bráðum) hvað hann gerir í bardaga. En þeir Avatars sem hægt er að næla sér í í FFXI eru:
Ifrit
Ramuh
Shiva
Titan
Levithian
Garuda
Fenrir
Bardaga kerfið í leiknum byggist mikið á samspili bardagamanna og galdra karla/kvenna, í leiknum eru svokallaðir Weaponskills, sem þú færð fleiri af eftir því hve góður þú ert í að nota vopnið. Svo eru það mismunandi “blöndur” af Weaponskills sem mynda Skillchains, sem gera þá extra skaða á óvininn, svo til að toppa þetta allt, verður Black/Red Mageinn að vera tilbúinn að kasta vissum galdri á réttum tíma til að fá Magic Burst, sem er hálfgert Critical Hit fyrir galdrana hans. Þetta tekur allt tíma til að læra og “æfa” sig í.
Núna ætla ég aðeins að tala um Sub Jobs. Sub Jobs eru bara eins og felst í nafninu, secondary job. Þau eru aðallega notuð til þess að bæta krafta, eða jafnvel fyrir Galdrakarla/konur, bæta valið á göldrum. T.d. fyrir Black Mage, væri sniðugt að velja White Mage, þá getur hann alltaf gripið til þess að geta læknað við og við í bardaga ef eitthvað fer í rugl. En það er alveg undir hverjum og einu komið hvaða maður velur sem subjob.
Svo aðeins meira um “leikinn”.
Þegar þú byrjar leikinn ertu lítill ævintýra fari í heimnum Vana'Diel og byrjar í þeirri heimaborg sem þú valdir, San D'Oria, Bastok eða Windurst, allt er bara í fína og mjög lítið af vandamálum. Ég ætla ekki að fara að tala meira um það, þar sem ef einhver vill ekki vita söguþráðinn af leiknum.
Og jú, þú giskuðuð rétt, það eru líka Quests og Missions í FFXI.
Í heildina myndi ég segja að það væru um svona 500-800 quests, en það veit engin, andskoti erfitt að finna þetta allt, sérstaklega þar sem heimurinn er frekar stór. En þessi Missions eru nánast eins og Quests, nema þú færð alltaf Missionin í heimabæ þínum (nokkrar undantekningar), og felast þessar sendiferðir í því að vernda heimabæ þinn og þannig lagað, og spinna þessar ferðir söguþráðinn áfram.
Nú ætla ég að fara að slá botninn í þetta, en það er eitt fyrirbæri sem mig langar aðeins að segja ykkur frá, kannski tvö. En það er Auction House. Ef þið hafið spilað aðra MMORPG's þá hafa allir lent í því að finna hlut, rosaleg flott og allt, en þið þurfið hann ekkert, og þið hafði engan tíma í að fara að hlaupa um allt og öskra að þið þurfið að selja þennan hlut, svo að það endar með því að þið seljið bara hann til einhvers NPC. Í FFXI var fundin lausn á þessu, með Auction House, þar sem þú getur sett allt upp í 7 hluti í einu, þar sem fólk getur skoðað þá hluti og boðið svo í þá, en það er ekki þannig að þú tekur við besta boðinu, þú setur bara upp verð, og svo sá sem býður akkúrat í það eða fyrir ofan, fær hlutinn. Seinna fyrirbærið er Bazaar, þar geturðu sett upp þína eigin búð, setur hluti sem eru í bakpokanum þínum upp á sölu, og þeir sem eru með Bazaar uppi eru alveg auðþekkjanlegir, þar sem lítill peningapoki er hliðin á nafninu þeirra.
Ég hef ekkert mikið meira að segja, nema að allavegana mér finnst þetta frábær leikur og ætla að reyna að spila hann í sumar, og endilega ef einhver vill prófa, þá bara senda mér skilaboð hérna á huga eða tala við mig á ircinu, er Feanor þar og er alltaf á #final-fantasy.is, og ég ætti að geta reddað ykkur WorldPass og einhverju starting gil.
Fëanor, Spirit of Fire.