Sælir félagar

Í þessum stutta pósti mínum vildi ég eingöngu koma því að hversu mikil snilld FFXI (11) er.
Seinustu daga hef ég legið í honum, spjallað við fólk. leist verkefni og eignast vini. Frábær skemmtun!

Ég tók líka eftir því og hló þegar ég fór í leikinn fyrst þá kom upp svona “Viðvörun”
“Do not forget your family, work or your scool. We do not want our players to suffer” og eitthvað í þá áttina. Sem mér fanst fyndið.

En já eftir að ég verslaði mér leikinn þá þurfti ég að líða 3 daga þjáningar vegna þess að greiðslukort þarf til að spila gripinn og slíkt fyrirbæri hef ég ekki undir höndum
En eftir marga tíma ósofinn, hungraður og þjáður bauðst frænka mín til að veita mér notkun á sínu korti og ég fór beint í það og var tilbúinn í að spila FFXI ONLINE!! en nei… þegar adrenalínið var á sínu besta og ég var farinn að ímynda mér skrímslin sem ég ætlaði að ganga í 1on1 við þá kemur “You must update FFXI in order to continue” og þá tók ég mér ca 3-4 mínútur í að garga, berja og hrækja á vegginn við hliðiná mér. Þar af loknu smellti ég á “Update” og sá þessar frábæru tölur “Time remaining: 3hours” og fékk hjartastopp.
Eftir stuttan tíma við lífgunartilraunir henti ég mér á fætur og sá þá að þetta var komið í 99% og gargaði “vúhú”
En og aftur sagði ég “NEIII!!!” þegar á skjáinn kom “Installing files. Time remaining: 1hour” og fékk mér síggó þá til að róa taugar mínar.
Og svo loksins… gat ég farið í að spila leikinn, búa til kall og alles og síðan áður en ég vissi af var ég farinn að berjast við orma, leðurblökur og kanínur. Aumingja hetjan mín þurfti þvímiður frekar oft að byrja ferð sína uppá nýtt vegna andláts…
En jú ég er farinn að opna mig útí ystu nauga, ljukum þessu af snöggvast.

FFXI(11) = Frábær skemmtun. Smá klink á mánuði til að spila reindar en ég verð bara að hætta að reykja… =)


Þakka fyrir mig.
Beer, I Love You.