Final Fantasy IX Ég ætla að fjalla dáldið um uppáhalds leikinn minn og án efa besta leik sem að ég hef spilað Final fantasy IX.
Ég hef spilað FF: 4, 5, 7, 8, 9 og 10 og ég hef bara endst til að vinna einn af þeim, þó að allir séu líka mjög góðir…(Bara ekki eins;)
Heimurinn í FFIX er geðvikur og ég elska alla staðina sem að hægt er að fara á í leiknum. Ekki einn staður er sérstaklega pirrandi. Svo er söguþráðurinn er enn betri!
Hann er líka gerður úr því besta frá öllum leikjunum eins og equipt-optimise, og svo saga um prinsessur og ógnun konungsríkis sem að er alveg að gera sig.
Svo eru persónurnar alveg frábærar.
Þó að Character developement sé mikil í bæði FFVII og FFVIII þá er hún ekki nærrum því eins góð í þeim og í IX. Tökum sem dæmi prinsessa sem verður venjulegur commoner sem að verður að drottningu!!..

Hér er smá um persónurnar..

Garnet Til Alexandros XVII:“Someday I will be Queen, but I will always be myself.”
Hún er 16 ára gömul og er white mage. Hún heitir í alvöru Sara(h) og á afmæli 15. janúar fædd 1784.
Hún fæddist í bænum Madain Sari, en á heima í Alexandria. Hún er ættleidd og þótt að hún eigi glæsta framtíð , veit hún rosalítið um fortíð sína, fyrir utan flashback sem að hún fær stundum.
Þetta er aðalpersónan í leiknum og pottþétt persónan sem að maður lifir sig mest inní. Hún er falleg og kemur manni á óvart varðandi styrk og gáfur.



Zidane Tribai: “You don't need a reason to help people.”
Hann er 16 ára gamall og er þjófur. Hann er meðlimur í Tantalus þjófagenginu, og er mikill kvennamaður… eða vildi allavena að hann væri það;) Og verður ástfanginn af Dagger.
Hann hefur rosalega skemmtilegan persónuleika og er með húmor. Hann veit voðalítið um fortíð sína, en alltaf því meira sem að hann kemst að því hver hann er, því meira dofnar persónuleikinn…
Þetta er fyndin og skemmtileg persóna en getur samt verið tíbískur strákur…. Hann gróbar Dagger á einum staðnum….hvað var nú það!!:D



Vivi Orunitia: “How do you prove that you exist? Maybe we don't exist….”
Hann er 9 ára og er black mage sem að elskar vindmylllur:)
Þó að hann sé öflugur og allir hræðast hann, þá er hann voðalega saklaus. Hann er eini black mage-inn sem að er ekki undir stjórn Queen Brahne, og af því er virðist sá eini sem að getur talað. Hann reynir að komast að því hver hann er og hvaðan hann kom til að koma framtíð sinni svo á hreint.
Þetta er svo krúttleg persóna að mér langar að fara að gráta! Hann er svo lítill í sér og svo mikill klaufi… Hann Vivi er pottþétt uppáhalds persónan mín!!



Adelbert Steiner:“Having sworn fealty, must I spend my life in servitude?”
Hann er 33 ára og er Warrior. Hann er foringi The knights og Pluto og er þjónn Queen Brahne. Hann er heitbundinn því að gæta prinsessunar. Hann er Snobbaður og treystir alls ekki Zidane. Rosalega klaufskur…
Hann er einn að uppáhalds persónunum mínum í leiknum. Hann er svo þrjóskur að það er fyndið:D



Freya Crescent:“To be forgotten is worse than death.”
Hún er 33 ára gömul og er Dragon Knight. Hún kemur frá Burmecia en fór þaðan til að leita að týndu ástinni sinni, Sir Fratley. Hún slæst í för með Zidane og félögum eftir að hún kemst að mikilli ógn við fólkið hennar sem að hún fór frá fyrir svo mörgum árum.
Þetta er persóna sem að maður finnur til með út allan leikinn. Hún er sterk, gáfuð og róleg persóna.



Eiko Carol:“I don't wanna be alone anymore….”
Hún er 6 ára og er White mage eins og Dagger. Hún býr í Madain Sari og er eini sem að er eftir af Summoner stofninum. Hún er ein og hefur verið alin upp af flokki af Moogles sem að búa þarna með henni. Þegar hún hittir Zidane fer öll athygli hennar í hann og hún gleymir öllum sorgum. Það sem hún vill er að vera aldrei framar ein. Hún er rosalega afbrýðisöm út í Garnet þar sem að hún fær alla athygli Zidane.
Þessi persóna er voðalega krúttleg eins og Vivi en algjör frekjudolla!;) Skemmtileg persóna sem að maður vorkennir eiginlega pínulítið…



Quina Quen:“I do what I want! You have problem?!”
Það er ekki vitað hvað hann/hún er gömul en hann/hún er blue mage. Quina er meðlimur Qu clan, og er með óvenjumikla matarlyst.. Hún fer með Zidane og co. til að fá að ferðast um heiminn og smakka mismunandi mat. Hefur í raun ekki neina aðra ástæðu.
Þessi persóna er svoldið skemmtileg. Hún er eins og mini-quest vegna þess að því meira sem að maður lætur hana borða, því fleiri galdra lærir hún, og það er bara gaman að þjálfa hana:)



Amarant Coral:“The only dependable thing about the future is uncertainty.”
Eins og með Quina þá er ekki vitað hvað hann er gamall en hann er Monk. Hann er öflugur bardagamaður, og gengur í partýið eftir að vera sigraður af Zidane. Hann þekkir Zidane frá því að vera lífvörður í fortíðinni. Hann er neikvæður, fordómafullur og fljótur að dæma aðra. Vill helst vera einn, og segist vera sjálfum sér nægur.
Ég verð að viðurkenna að þessi persóna var aldrei í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér…Ég nennti aðdrei að þjálfa hann en hann er samt úber-svalur náungi!!



Það sem er líka alveg magnað við þennan leik er A.T.E Active Time Event, en þá getur maður fylgst með hvað aðrar persónur eru að gera á sama tíma og maður sjálfur.
Mini-questin eru líka langskemmtilegust í þessum leik, eins og að finna stjörnumerkin, safna kaffi, skila öllum bréfunum til Mooglanna, og svo að klára chocobo-questið…(sem að mér hefur reyndar ekki tekist enn þá). Ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hina leikina þegar það kemur að þessu… líka með mooglanna, þá vantar í svo marga leikina..
Svo er tónlistin líka sú langbesta. Lög eins og Youre not alone, Loss of me og Border village Dali sem að fá mann til að stelast í leikinn bara til að hlusta;)
Final fantasy IX var mín fyrsta FF upplifun áður vissi ég ekki einu sinni hvað þetta var…..þakka kærastanum mínum fyrir það;)

DeSwamp
DeSwamp