Ég hef tekið eftir því að það eru þónokkrir hlutir sem að virðast plaga þetta áhugamál alla daga. Hér á eftir er listun á nokkrum þessara kvilla:
—————————————————————-
Ég hef tekið eftir því hérna á Final Fantasy korkunum hversu margir misnota sér þá þjónustu sem hugi.is hefur upp á að bjóða. Síðan þetta áhugamál var stofnað hefur verið í gangi irc-rásin #final-fantasy.is og hafa ég og nokkrir aðrir einstaklingar margoft bent fólki á þetta, en við höfum beinlínis verið hunsaðir.
Algengasta spurningin sem hefur komið hingað er sennilega “Hvaða leikur er bestur?”
Margir hafa sent inn þessa spurningu og henni hefur verið svarað á ýmsan hátt, en það hefur í rauninni ekki komið neitt almennilegt svar frá þeim sem stunda þetta áhugamál. Ég hef því hugsað og hugsað og komist svo að þeirri niðurstöðu að <b>ENGINN</b> getur sagt einhverjum sem var að kynnast leikjunum eða þeim sem eiga eftir að spila hann, hvaða leikur sé bestur, enda sé það nú bara smekksatriði. Það er því gott að muna þetta eða jafnvel sleppa því að spyrja þessarar spurningar.
Ég vil líka minnast á annan hlut sem mér finnst vera að plaga þetta áhugamál, og það eru stigin. Svo virðist sem margir svari á afar heimskulegan hátt, og meðal annars hafa svör eins og “Góður punktur” borist á þetta margumbeðna áhugamál. Mér finnst fólk vera misnota sér aðstöðu sína með því að koma með svona pointless svör, því þau eiga að vera inni í þeim haus sem þau koma út úr.
Í þau mörgu skipti sem ég hef sent inn auglýsingar um þessa irc-rás hef ég tekið eftir því að fólk svarar oft: “Ég er ekki með ircið”.
Þetta fólk er greinilega ekki eins skarpt og það heldur, því hægt er að nálgast þetta á hinum ýmsu vefsíðum, og í þeirra hópi er <a href="http://www.mirc.co.uk“ target=”_blank“>www.mirc.co.uk</a> og það er ekkert flókið að setja það upp. Ircið tekur innan við 2 MB og ætti að vera hægðarleikur að ná í þetta, jafnvel þótt fólk sé með 56K módem eða 64K isdn. Þetta tekur ekki það langan tíma. Ef svo vera skildi að þið vilduð ekki ná í ircið þá er tengill hægra megin við greinayfirlitið sem á stendur ”Spjall" og ætti hver og ein tölva að geta tengt sig við það.
Hægt er að nálgast #final-fantasy.is á íslenska irc servernum irc.isnet.is á portum 6661-6669.
—————————————————————-
Með bestu kveðjum og vonir um framfarir hér,
Willie