Sælir FF unnendur, ég komst yfir mitt eintak af FFX-2 í kvöld og spilaði mig aðeins inní hann.

Final Fantasy X-2 er stórt stökk frá fyrrum FF leikjum en battle systemið sjálft er voðalega svipað, nema að núna notast maður ekki við Sphere grid heldur eitthvað annað sphere fyrirbæri og þú getur valið um það meðan þú ert í bardaga hvernig style þú vilt berjast, s.s sem þjófur, byssukona eða sverðkona sem er bara tær skemmtun.

Skrímslin eru öll þekt og staðirnir líka nema núna ertu frjáls nánast frá upphafi leiksins.
Meðan þú ert að hlaupa á milli staða er kominn einn annar nýung og það er að nú getur hoppað uppá sillur og jafnvel heilu klettana en verður að fara varlega því þú getur dottið frammaf.

Í bardaga þá gefst enginn tími til hugsunnar og tekur hann fljótt yfir, það er ekkert waiting mode og skrímslin gera árás þegar þeim hentar og eins með þig ef þú lætur alla carakterana gera attack í röð þá fara þau öll þrjú í einu og ráðast á dýrið og þú færð einhver auka damage points fyrir það.
Mér finst bardagakerfið góð skemmtun og mjög gaman að berjast.

Nú söguþráðurinn er einsog flestum er kunnugt þá er Yuna að leita að Sphere's sem innihalda minningar og er hún að leita af Tidus en man samt sáralítið eftir atburðum sem áttu sér stað í FFX.

Núna eru það líka “Mission quest's” sem við þurfum að eiga við og eftir að við náum hverri “Sphere” þá fær maður “Mission complete” sem má ef til vill vera “Sjokking” fyrir suma en mér fynst þetta frábær leikur.

Og þar sem ég komst aðeins inní “Chapter 1” þá get ég lofað ykkur því að margt kemur manni á óvart með fyrri leiksmenn úr FFX.


Graffíkin er að mínu mati betri en í FFX og meira “Reality graphic”
Stýringarnar eru að mestu svipaðar nema myndavélin er aðeins “Liðugri” núna og fylgir manni vel á eftir, þess má geta að nýr valmöguleiki sem stundum er hægt að nota er “Zoom in and out”

Þetta er þá að mestu leiti það sem ég get sagt ykkur í bili en ég mun senda inn meira eftir því sem líða fer á leikinn.
Og ég á eftir að spila hann alla vikuna þar sem ég lenti í slæmum árekstri og get varla labbað ;(

Takk fyrir.
Beer, I Love You.