Árið 1987 var lítið japanskt fyritæki sem hét <b>Square Co</b>. Stjórnandi fyritækisins, Sakaguchi, var að reyna að finna upp á leik sem myndi strax ná vinsældum. Hann ákvað því að búa til RPG leik eftir fyrirmynd keppinautarins, <i>Dragon Quest</i>. Leikurinn náði fljótt vinsældum en því miður voru ekki margir Nintendo notendur á þessum tíma. Sakaguchi varð fyrir vonbrigðum og hélt að hann gæti búið til leik og þar með bætt fyrri formúluna. Hann ákvað að eyða nær öllum fjármunum fyrirtækisins í þetta verkefni og þannig varð <i>Final Fantasy</i> til.
Leikurinn seldist vel og var ein af ástæðunum fyrir því að að Nintendo tölvurnar seldust mun betur en áður. Hver leikurinn var gerður á fætur öðrum og alltaf jukust sölurnar með hverju framhaldi. Það náði svo hámarki þegar að Final Fantasy VII seldi næstum 3 milljónir eintaka fyrstu tvo sólarhringana í sölu. Og það var bara í Japan!