Nú fyrir skömmu var tólfta innreið aðalleikjaröð Final Fantasy-leikjanna tilkynnt í Japan með pompi og pragt. Upphaflega stóð til að sýna hann á tölvuleikjasýningunni Tokyo Game Show 2003 síðastliðinn september, en þar sem Square Enix taldi sig ekki tilbúinn þá bættu þeir það upp með sér sýningu sem þeir héldu 19. nóvember síðastliðinn.
Leikurinn gerist í heimi sem ber nafnið Ivalice, og fjallar um tvö ungmenni sem hittast í upphafi leiksins og hvernig þau munu hafa mikil áhrif á heiminn í kjölfar þess fundar.
Aðalkvenpersónan heitir Ashe og er prinsessa Dalmasca konungdæmisins - hún er einnig eina barn kóngsins, og því sér hún fram á það að stjórna þjóðinni einn daginn. Dalmasca er staðsett á milli tveggja meginlanda - Ordalia, þar sem Rosaria-keisaraveldið ræður ríkjum, og Valendia, þar sem Arcadia-keisaraveldið ræður ríkjum - en þessi tvö heimsveldi hafa herjað stríð í geisilangan tíma. Leikurinn hefst við það að Arcadia ræðst inn í og tekur yfir Dalmasca væntanlega vegna hernaðarlega mikilvægar landfræðilegrar staðsetningar þess.
<img src="http://hi.is/~valdima/ff12/ff12ls.jpg“ align=”left“>Faðir Ashe er drepinn í yfirtökunni, en Ashe sleppur og slæst í hóp með andspyrnu sem reynir að frelsa ríkið frá Arcadia. Fljótlega lærir hún hversu blákaldur raunveruleikinn er, og er nánast til í að byrja nýtt líf ef ekki væri fyrir það að hún er erfingi krúnunnar. Og því berst hún áfram.
Aðstöður fara þó ekki að breytast fyrr en hún kynnist ungum þjófi að nafninu Vaan - sem er glaðlegur og bjartsýnn einstaklingur, þrátt fyrir það að hafa misst báða foreldra í stríðinu á milli Arcadia og Rosaria.
Það kann að þykja furðulegt, en þessi leikur er ekki með algjörlega nýjan heim eins og allir hinir aðal Final Fantasy leikirnir hafa haft. Þessi heimur Ivalice er sá sami og leikirnir Final Fantasy Tactics, sem var á Playstation 1 og var reyndar ekki gefinn út í Evrópu heldur aðeins í Japan og Bandaríkjunum, og í Final Fantasy Tactics Advance, sem er eiginlegt framhald FFT á PS1 á GameBoy Advance handtölvunni.
Ekki örvænta þó - því FFXII gerist bæði í öðrum hluta Ivalice og á öðrum tímapunkti í þessum stóra heimi. Ástæðan fyrir þessu ku vera leikstjóri leiksins, Yasumi Matsuno. Það hafa nefnilega verið mikil umhvörf í framleiðslu Final Fantasy leikjanna á síðustu árum, eða þ.e. hverjir standa að þeim. Sami hópurinn vann að leikjum 6, 7, 8, og 10, en 9 gerðu aðrir innan Square og leikstjóri hans er maðurinn sem hannaði bardagakerfið í leik 5. Hann og leikstjóri leiksins Chrono Cross unnu síðan að Final Fantasy XI, sem er gríðarhóps nethlutverkaspilsleikur (ehm, þýðing? ,,MMORPG”) sem kom út í fyrra í Japan á PS2, og er að koma á PC í Evrópu snemma á næsta ári. Hann kemur þó ekki á PS2 fyrr en harði diskurinn fyrir þá tölvu kemur. En til að vinna að Final Fantasy XII fengu Square manninn sem leikstýrði einmitt Final Fantasy Tactics og hinum frábæra Vagrant Story. Þeir sem hafa spilað annan þessara leikja muna væntanlega hversu djúpir og úthugsaðir söguþræðir voru í þeim - og bind ég vonir við að svipað verði upp á teninginum hvað varðar FFXII. Maður vill þó ekki gera sér upp neinar vonir, en eitt er víst, hann verður eitthvað öðruvísi.
Tekið hefur verið sérstaklega fram að ást mun ekki spila stóran hluta í sögu FFXII - eða þeir hafa sagt að hún verði með öðru sniði. Aðalpersónurnar ekki að verða ástfangnar af hvor annarri, heldur af einhverjum öðrum? Ást var þema FFVIII, og var mikið umfangsefni FFX þó að þema hans væri vatn. Sjáum til hvernig þetta þróast.
<img src="http://hi.is/~valdima/ff12/bardagaeldur.jpg“ align=”right“>Hvað varðar grafíkina í leiknum, þá er ekki skrítið að hún hafi tekið eitthvað stökk frá því að FFX var smíðaður fyrir 2 árum. Í FFXII vildu þeir þó helst sýna mikið af heiminum í einu - og þess vegna urðu þeir að vega marghyrningana örlítið öðruvísi en í FFX. Þess vegna reiða þeir meira á smáatriðamiklar flísar(e. texture) á þrívíddarmódelin. Þess vegna minnir grafíkin kannski mikið á þá sem notuð var í Vagrant Story, en ég verð að segja að þetta kemur bara mjög vel út. Til dæmis hafa þeir komist hjá því þetta skiptið að hafa sér skjá fyrir bardaga - þeir gerast á sama svæði og maður gengur um og skoðar, eða spjallar við fólk.
Annað nýtt er að myndavélin mun elta persónuna sem maður leikur, en ekki vera föst við eina sýn á svæðið eins og venjulega.
<a href=”http://www.hi.is/~valdima/ff12/ffxandl.jpg“>Hér má sjá dæmi</a> um það hvernig andlitin eru inní leiknum - já, þetta er grafíkin í leiknum sjálfum;)
Ég hef sett upp <a href=”http://www.hi.is/~valdima/ff12/ff12.html“>smásv æði tileinkað leiknum</a> innanlands. Ég mæli helst með kynningarmyndbandi fyrir leikinn sem tekið var upp á sýningunni í Tokyo um daginn:
<a href=”http://hi.is/~valdima/ff12-2.wmv">http://hi.is/ ~valdima/ff12-2.wmv</a>. Það er 11.3 MB og 3.17 mínútur að lengd - sýnir mikið úr leiknum.
Ýmsar myndir er svo að finna á síðunni, meðal annars 960x1358 díla stóra útgáfu af málverkinu af loftskipunum að ofan sem persónuskapari leiksins, Akihiko Yoshida, málaði. Vaan og Ashe má sjá þarna í forgrunni, á loftskipinu nærst manni.
Leikurinn á að koma út í Japan á næsta ári, kannski ekki fyrr en um haustið, og einungis á Playstation 2. Við gætum búist við því að hann komi þá kannski um jólin 2004 í Bandaríkjunum og svo vonandi sumarið 2005 hér. Þannig að við höfun nægan tíma til að hlakka til.