Á Gaming Convention hátíðinni 2003 í Þýsku borginni Leipzig, staðfesti
formaður Disney, Andy Mooney að Kingdom Hearts 2 væri í vinnslu hjá
Square Enix í Japan. Þetta er fyrsta staðfesting Disney eftir mánuði af
þögn. Þessi vinsæli og marggagnrýndi leikur fær framhald og Square Enix
mun framleiða hann(með Disney, auðvitað).
Núna er búið að selja Kingdom Hearts í öllum heiminum í yfir 3 milljónum
eintaka og er aðeins eitt af þeim fjölmörgu meistaraverkum sem Square
Enix hefur framleitt. Kingdom Hearts er ný og skemmtileg útgáfa af RPG
leikjum, og characterar frá vinsælum Disney myndum og Final Fantasy
seríum er blandað saman. Sagt er að í nýja leiknum verði reynt að leggja
meiri áherslu á Final Fantasy charactera og við vonum að það rætist. Við
fáum að sjá Aladdín, Öskubusku, Herkúles, Guffa, Andrés, Mikka, Squall,
Tidus, Cloud, Cid(FFVII), Aerith og Sephiroth svo fátt sé nefnt.
Battle system-ið verður svipað og í þeim fyrri, blanda af real time
bardögum, hopp skopp, og hinum einstöku elementum í RPG, s.s. magic
og summon. Active Time Battle eru fjörlegri en Turn Based System að
mínu mati, maður stýrir characterunum meira í Active Time Battle, en battle
system-ið í Kingdom Hearts 1 þótti á köflum óþægilegt, sérstaklega
cameran.
Eigandi Square Enix, Yoichi Wada, sem vill fá Kingdom Hearts sem seríu
eins og Final Fantasy og Dragon Quest, sagði án afláts að
samningaviðræður við Disney væru á góðu skriði. Sá sem var spurður um
hvernig leikurinn ætti að vera, character höfundur og forstjóri, Tetsuya
Nomura, var alveg jafn þögull og fyrir nokkrum mánuðum. Eins og Mooney
sagði, munu Square Enix og Disney sýna stórverkið á Tokyo Game Show.
Ef allar áætlanir standast mun Kingdom Hearts 2 ekki fara í sölu í Japan
fyrr en seint 2004, og þá væntanlega 2005 heim á Frón.
Það var þá ekki fleira.
LPFAN