Jæja. Nú er ég búinn að prófa Fainal Fantasy 1 og verð auðvitað að lýsa yfir hrifningu minni. Ég sendi inn grein áður um Final Fantasy 2. Ég er nefninlega með Final Fantasy Origins sem inniheldur sem sagt Final fantasy 1 og Final Fantasy 2. Nú ætla ég að tala um Final Fantasy 1 (hvað er ég búinn að skrifa oft Final Fantasy).

Söguþráður

Okey, mjög svo basic söguþráður. The earth is decaying. The wind’s are stopping. The sea rages. Þetta gamla góða. Heimurinn að fara til andskotans. Það eina sem heldur vonarneistanum gangandi í fólki er spádómur.
,,Þegar heimurinn er að rotna (eða eitthvað) munu fjórir Warriors of Light burtast.”
Til að heimurinn hætti að rotna (eða eitthvað aftur) þurfa fjóru krystalarnir aftur að lýsa. Þetta segir sig sjálft. Þú þarft að fara í smá leiðangur og finna krystalana.

Battle System

Í byrjun veluru Class fyrir fjóra kalla. Clössin eru: Fighter (Warrior), Monk, White Mage, Black Mage, Red Mage og Thief. Default uppröðun er: Fighter (Warrior, Thief, White Mage, Black Mage. Þessi class munu seinna í leiknum upgrade-ast í betri Class:

Fighter (Warrior) – Knight

Lang sterkasti guttin með bestu vopnin og mesta Defence-ið. Vital í öll lið.

Monk – Master: Byrjar lélegur en verður svo seinna sterkur og þarf þaðan í frá aldrei að nota vopn. Master er ekki mikil breyting þó.

Thief – Ninja

Thief er á flesta kannta ekker spes. En Ninja er sterkur, hraður og frábær overall.

White Mage

Þið þekkið þennan alveg. Getur notað öll White Magic í leiknum.

Black Mage

Gamli góði skrýpillinn. Hvaðan haldiði að Vivi fær hattinn. *horfi út og tek eftir því hvað skýin myndast fallega*:D Anyways, getur kastað öllum Black Magic í leiknum. Lítið HP og Defence og Attack. Þ.e.a.s physically weak.

Red Mage

Góður bardagamaður og getur notað bæði Black og White Magic en ekki þau bestu.

Það er Turn Base System í leiknum. Ekki Active Time Battle. En það er samt mjög gaman.

Magic System

Virkilega sniðugt og basic system.
Okey, basically; magic skiptist í 8 level. MP er misjafnt fyrir hvert level. Öll Magic kosta eitt MP. Ef Magic-ið er Level 4 og þú notar það, missir þí 1 MP fyrir Level 4 galdur. Tökum dæmi:

Level 1: 15/24
Level 2: 7/15
Level 3: 6/10
Level 4: 6/6
Level 5: 3/3
Level 6: 1/1
Level 7: 0/0
Level 8: 0/0

Okey, þið skiljið þetta. Current MP/Max MP.
Dæmi fyrir Level 1: 15 er Current MP og 24 er Max MP.

Þú kaupir Bolt1 og Fire1. Þau eru Level 1 Magic.
Þú notar Cure1. MP lækkar í 14/24. Þú notar Dia1. Það lækkar í 13/24.

Þú kaupir seinna Ice1 sem er Level 2 magic og Fire3 sem er Level 5 magic.
Þú notar Ice1 einu sinni og lækkar þá Level 2 MP niður í 6/15.
Þú notar Fire3 einu sinni og lækkar þá Level 5 MP niður í 2/3.

Skilið!:D

Vopn:

Nunchaku fyrir Monk á lágu level-i, sverð, stafir, ninjasverð, hamrar (fyrir White Mage heh, heh). Og hnífar. Kannski að gleyma einhverju. Svo er líka hjálmar og annað defence gear:D

Núna er ég þreyttur. Er nýbúinn að sjá margar hryllingsmyndir, þ.á.m They sem var abra gerð til að maður verði myrkfælinn. Á ekki eftir að sofna. Sob, sob. Vá. Augnlokin eru eins og blý. Bless!

Kveðja, Veterzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

Okey, nú er ég búinn að sofa. Ég skrifaði þetta sko í gærkvöldi en núna sendi ég innJ