Smá svona um FFX-2. Dress sphere´s ( kjólar/föt) eru staðgenglar fyrir hin kunnulegu “ job “ í fyrrum Final Fantasy leikjunum. Í bardögum er valmöguleiki fyrir hendi: “Dress Up” ( eða job change ) sem gerir ykkur kleift að klæða stelpurnar upp í mismunandi föt. Þessi föt eru með mismunandi kosti og galla. Þú átt að skilja þau og kunna að nota þau til að gera leikinn auðveldari.

Það er listi hér að neðan með Dress-unum ( þó ég sé ekki viss að þetta séu allir dressarnir ) og ég útskýri þá líka. Það er kannski ekki fullkomin útskýring á þessum kjólum en þar koma 2 ástæður til greina: ég þýði þetta ílla yfir á íslensku eða síðan sem ég stel þessu af er ekki komin með góð information á kjólana.


Gunner: Yuna

Þetta er kjóll sem notast við byssur og leyfir Stelpuni að ráðast á andstæðinginn án þess að koma nálægt honum. Ability listinniheldur meðal annars: “Quick Trigger” sem gerir skaða á einn andstæðing “continuously”(?) og “Gun Play”.

Thief: Rikku

Þessi kjóll leifir stelpuni að stela hlutum frá andstæðingunum. Þótt að attack og magic sé lágt þá er þessi kjóll með mesta “Agility-ið” af öllum kjólunum. Hann er líka eini kjóllinn sem gerir manni kleift að “Attack-a” tvisvar með einu”Command”.

Warrior: Pain

Kjóll sem er notaður til að slást með sverði. Þessi kjóll er með hátt “Attack” og “Defence” en lágt “Magic” og “Magic Defence” Þær sem eru í þessum ættu að hafa “Ability-ið” “ Sword Skill” sem inniheldur “Skills” eins og “Armor Break” sem lækkar defence hjá óvininum.

Songstress: Yuna

Kjóll sem tekur það hlutverk að sér að stelpan sem er í kjólnum syngur og dansar glaðlega sem hefur eitthvað gagn í þessum leik þó ég skilji ekki tilganginn.


White Mage: Yuna

Ég held að það viti allir út á hvað “Black-” og “White Mage” snúast út á en ég skrifa samt. Þessi kjóll er með “Ability” sem ganga út á að lækna aðra í hópnum.


Black Mage: Rikku

Kjóll sem notast við fjögur “element” sem ég veit ekki alveg hvað er en mig grunar : Fire ,Water ,Thunder og Ice.

Dark Gunner: Yuna

Þessi kjóll notast við sérstaka byssu og hefur þann eiginleika að muna “Enemy Skill” sem safnast þegar andstæðingurinn notar skill á þig.

Item Shooter: Rikku (?)

Kjóll sem er notaður til að hjálpa og nota “Item” í bardaga. Er með “Special Ability” sem kallast ”Synthetic Bullet” sem gæti gert mikinn skaða í bardaga.

Dark Knight: Pain

Fyrir utan það að nota sverð , þá er kjóllinn með “Special Ability” sem kallast “Witchcraft”. Þessi kjóll er með hæsta “Defence” af ölum kjólunum. Sem fórn, þá er “Agility” alveg hræðilega lítið.

Samurai: Pain

Kjóll sem gerir stelpunni kleift að notast við “Samurai” sverð. Það stóð ekkert meira á síðunni svo að ég veit ekkert meir um þennan kjól og þar með get ég ekki skrifað meir um hann.

Gambler: Rikku

Kjóll sem leggur áherlsu á “Luck”. Hver sem er í þessum kjól notast við “Abilities” eins og “Slot” og “Dice”. Þessi kjóll er notaður sem “Supportive” kjóll.

Berserker:Pain (held ég)

Kjóll með hátt “Defence” og “Agility”. Flestir “Special Abilities” sem kjóllinn er með hækka “Attack” svo sem “Berserk” og “Counter Abilities”

Trainer:Allar (held ég)

Þjálfarinn notar gæludýr ( ég kalla það “Pet” ) í bardaga. Stelpurnar eru allar með mismunandi “Pet”. “Special Ability” sem kallast “Fall in” sem lætur “Pet-in” nota þeirra “Abilities” í bardaga.

Mascot:Allar

Besti kjóllinn af þeim öllum. Hver stelpa er með sitt “Mascot” og berst við skrímslin. Yuna er með “Moogle Suit”, Rikku með “Cait Sith Suit” og Pain með “Tonberry Suit”


Floraful: Yuna
Machina Muzzle: Rikku
Zaniko: Pain

Special kjólar fyrir stelpurnar, kannski sidequest… hver veit??


Ég sá fyrir hvaða stelpu hvaða kjóll er á myndunum. Ég hef sett þær á Kasmir síðuna mína og ég legg til að allir skeppi inn á hana.

Item shooter, Gambler, Berserker, Mascot, Floraful, Machina Muzzle og Zaniko. Þessir kjólar er ekki til mynd af.

Ég veit ekki release date í Evrópu því miður en ég veit að ég hlakka GEÐVEIKT til!!!
Creole!