Chrono Trigger Game :: Chrono Trigger
Developer :: Square
Publisher :: Square Japan, Square EA
Genre :: RPG
Medium :: CD, Cartridge
Platform :: Super Nintendo, PSX, PSOne

Chrono Trigger er RPG leikur gefinn út 1995 af Squaresoft. Hann var gefinn út rétt áður en Playstation kom út, og náði þess vegna ekki eins miklum vinsældum og hann hefði fengið ef hann væri PS leikur.

Hægt er að velja um active eða wait battle mode í byrjun leiksins, og óvinirnir hreyfa sig mikið í bardögum, breyta um staðsteningu. Það er ekki barist í nýjum glugga, eins og í FF, heldur bara á staðnum. Það er world-map, en það eru engir óvinir þar, þú verður að fara inn´i skóg, kastala eða þess háttar til að hitta óvini.
***
Þú byrjar leikinn sem einstaklega rauðhærður stráklingur, sem gengur undir valnafninu Crono. Mamma þín kemur að vekja þig og segir þér að flýta þér á fætur svo þú verðir ekki of seinn þúsaldarhátíðina, Leene Fair. Þessi hátið er haldin til að fagna að 400 ár séu frá því að Gardia átti í stríði við vonda galdrakarlinn Magus og dríslana hans. Svo minnir mamma þig á að kíkja til vinkonu þinnar, Luccu, sem vill sína þér nýjustu uppfinninguna.
Þú heldur núna á hátíðina, en hleypur á stelpu og hendir hálsmeninu hennar út í buskann. Hún verður miður sín, en þú finnur það og hún jafnar sig. Þá kynnir hún sig sem Marle, og biður þig að vera guideinn hennar á hátíðinni. Af stað haldið þig, og eftir svoldið labb, nammiát og fleira getið þið kíkt á uppfinninguna hennar Luccu.
Það er ekkert minna en flytjari, tæki sem samanstendur af tveimur pöllum sem flytja þig á milli sín. Crono fer svoldið hikandi í tækið hennar Luccu, hún er þekktari fyrir misheppnaðar uppfinningar en hitt. Allt fer vel og Marle vill endilega prófa. En í miðjum klíðum byrjar hálsmenið hennar að láta skringilega og hún sogast inn í svarta holu. Eftir smá-stund ákveður þú að halda á eftir henni, hvert sem hún fór. Og þannig hefst ævintýrið…


Í Chrono Trigger er mikið af tímaferðalögum, og hver ákvörðun, líka opnuð kista, getur haft áhrif á framtíðina (kistur hafa mjög, mjög litla reyndar). Þú færð play-able karaktera frá 4 mismunandi tímum, jafnvel fimm, ef þú velur það.
Það er líka mjög mikið af side-quests, sem geta haft smá áhrif á útkomu leiksins, en útkomurnar eru nokkrar, breytast t.d. eftir hvaða kalla þú notar í loka bardaganum, hvað side-quests þú kláraðir, og ákvarðanir í leiknum.
Man ekki eftir fleira núna, frekari upplýsingar er hægt að nálgast á ffinsider.net, sem og öðrum betri tölvuleikjasíðum.
Leikinn sjálfan er hægt að fá á disk sem ég man ekki hvað heitit, en FFIV er með honum þar. Svo er hægt að downloada honum af netinu og spila hann á emulator.
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche