Allir vita hvað Sphere Grid-ið er, er það ekki? Það er system-ið í FFX sem gerir þér kleift að byggja upp character-ana þína. Þetta var mikil breyting á því kerfi.
Fyrst, áður en ég fer í aðal málið ætla ég að tala um allt sem allir vita um. Þú færð Ability Points (AP) fyrir óvini. Þegar þú hefur fengið nóg af AP færðu Sphere Level (S. LV). Þetta S. LV notarðu til að færa þig um á Sphere Grid-inu, um eitt skref fyrir hvert S. LV. Síðan notar þú loks spheres til að hækka attributes hjá character-unum þínu. Þú getur notað Power Shperes til að hækka HP, Strenght og Defence og önnur spheres fyrir önnur attributes. That’s it í rauninni. Hægt er að fá spheres frá óvinum, í kistum og eiginlega hvar sem er. Einnig eru til auka sérstök spheres sem leyfa þér t.d að filla uppí tóm slots eða nodes á grid-inu, spheres sem leyfa þér að færa þig úr stað og fleira.
Til eru tvær gerðir af Sphere Grid-i. Standard Sphere Grid er fyrir byrjendur eða bara hverja sem er. Expert Sphere Grid er fyrir lengra komna.
En hér kemur loks það sem ég ætlaði helst að skrifa um:
Á Standard Grid-inu (og eiginlega Expert líka) hefur hver character sína eigin leið að fara, Lulu getur farið leið sem leyfir henni að læra fullt af Black Magic, Yuna getur fylgt leið á grid-inu til að læra gommu af White Magic o.s.f. Reyndar geturu nánast farið hvert sem er allavega þegar þú ert kominn með Key Spheres sem opna fyrir þér nýjar lleiðir á grid-inu.
Hér koma svo leiðir sem ég fer alltaf með mínum characterum:
Tidus: Fylgir sinni leið og lærir Quick Hit. Getur tekið smá auka krók með Lv 2 Key Sphere og lært Life. Síðan getur hann komist beint inní leið Yunu og haldið áfram hvert sem hann vill þaðan.
Yuna: Fylgja sinni leið til enda. Hægt er að taka krók til að læra Steal og Use en það þarf alls ekki. Eftir að læra Full-Life getur hún snúið við og farið upp og lært Mug. Fara svo á byrjunarhring Kimahris og læra Scan. Þá getur hún farið norður á leið Tidus-ar og lært þar Haste og Hastega. Svo má ekki gleyma Auto-Life sem er einhvern veginn hægt að ná í.
Lulu: Fylgir sinni leið og lærir Doublecast á leiðinni í hring fyrir neðan hring sem þú lærir Death, Firaga, Waterga, Thundaga og Blizzaga. Heldur svo áfram inní leið Wakka og lærir Drain og Osmose. Getur farið þá leið til baka og lært Ultima í fyrsta hring Kimahris.
Rikku: Einfalt. Heldur sig á sinni leið og getur lært Copycat á leiðinni. Fer svo beint inní leið Lulu-ar eftir að læra Bribe eða bara hvert sem er.
Kimahri: Hann byrjar í miðjunni og getur þ.a.l farið í veg Tidus-ar, Yunu (með því að fara í gegn um nokkra litla hringi), Rikku-ar og fleiri. Ég fer vanalegast veg Rikku-ar til að læra Steal. Þetta gerir það að verkum að þú hefur tvo með Steal og ert því með fleiri sem geta stolið frá öllum óvinunum, ert með tvo machina drápara og getur stolið slatta af Lv 3 Key Spheres frá Biran- og Yenke Ronso. Síðan getur hann farið af vegi Rikku-ar og farið á byrjun leiðar Lulu.
Auron: Fer einfaldlega sína leið og getur lært Zombie Attack. Fer svo á veg Tidus-ar til að verða hraðari. Þaðan getur hann gert hvað sem er.
Wakka: Fer sína leið og lærir Triple Foul. Getur lært Full Break ef þú ert með mikið af Lv 4 Key Spheres af einhverri ástæðu. Eftir það fer hann bara á veg Aurons sem gerir hann mun sterkari. Jibbí.