FFX-2 Nú þegar að það fer að styttast í FFX-2 er réttast að rifja upp
hvaða breytingar Squaresoft ætlar að gera og aðeins að rifja
upp söguþráðinn.

Í þetta sinn er aðalcharacterinn kvenmaður, en það er hún Yuna.
Sagan byggist á því að hún finnur Sphere sem einhver maður
er á sem líkist Tidus. Hún ákveður að fara að leita að fleiri
Spheres sem gætu haft meiri upplýsingar um verustað
Tidusar. Hún fer með Rikku (sem vonandi er með eitthvað fleira
í byrjun en bara Steal og Use :Þ ) og nýjum character, Pain.
Nafnið á hinni síðarnefndu gæti bent til að hún hafi mikið í
Strength ( :Þ ) .

Tríóið (Yuna, Rikk, Pain) kallar sig Kamome og það lendir í
útistöðum við tríóið Lubran sem einnig eru að leita að þessum
Spheres. Characterarnir í Lubran eru ónefndir (Lulu?) .

Spira og íbúar Spira hafa breyst. Íbúarnir eru farnir að nota
Machina ( HORRIBLE ;) ) og hof Yevons eru orðin að fljúgandi
virkjum. Núna er aftur kominn opinn heimur, semsagt að
maður getur farið til baka. T.d. ef maður er kominn í Town #3 þá
getur maður snúið aftur til Town #1 ef vinur manns segir manni
að það hafi verið kista með 5000 Gil eða eitthvað þar. Reyndar er
það stundum ekki hægt vegna atriða í sögunni. Rétt eins og í
öllum hinum gömlu FF-leikjum.

Farartækin snúa aftur. Í FFX var bara Airship því að þá var
Machina að sjálfsögðu fyrirlitin. Airship leiksins hefur verið nefnt
Celsius og það hefur hinn sérstaka eiginleika að geta breyst úr
Airship-i í risavélmenni. Engin sérstök ástæða hefur verið gefin
upp.

Í FFX-2 verður víðara samhengi til ástæðna að leynum. Núna
getur Yuna hoppað og skoppað út um allt, rétt eins og í
Kingdom Hearts, en ég býst við því að sá partur verði
umdeildur. Þess vegna er Yuna í svona léttum klæðnaði, því
hún gæti ekki hoppað og skoppað í þessu pilsi, en því kynntist
maður í Via Purifico í FFX.

Sphere Grid-ið mun fara í frí og Overkill og Overdrive er einnig
farið í frí. Hvað kemur í staðinn hefur ekki verið gefið upp, en
góðar líkur eru á Job-kerfi eins og í FF5 (var það ekki annars
FF5?) . Líkur eru á því aæð þetta verði hopp og skopp leikur, því
að bardagakerfið verður flóknara í þetta sinn.

Leikurinn á fínan möguleika á framhaldi svo nú þurfum við að
fara að bíða eftir FFX-3 (nú þarf að nota litla putta til að segja
framhaldið :D ) .

LifrarPylsuFAN