Illmenni eh? Hér eru álit mín á þeim:
Ég ætla að sleppa FF4. Frekar erfitt að skrifa um eitt illemenni sérstaklega án þess að koma með spoiler.
FF5: X-Death. Frábært nafn (segi svona). Þetta er bara svona ultra evil gaur sem er bar evil og ekkert meira. Þegar maður berst við hann er hann í einhverri hvítri riddarabrynju. Alvarlega skrítið.

FF6: Kefka. Hann var fáránlegur en svona skemmtilega geðsjúkur gutti. Útlitið mætti hafa verið annað en annars var ég alveg sáttur við hann.

FF7: Hver er hérna? Kannski Sephiroth (sagt Seffíroþ, ekki Seffæroþ)? Hann er náttúrulega ekki bara flottasta illmennið í FF heldur flottasti gaur af öllum. Hann er svolítið ruglaður og ringlaður í lífi sínu og er með almennilega sögu á bak við sig öðruvísi en flest öll önnur illmenni.

FF8: Gaman að hafa konur einu sinni. Hér kemur spoiler fyrir þá sem vita ekki hver er aðal óvinurinn í leiknum……Ultimacia. Hún er frekar töff að mínu mati. Svolítið svona mell*leg, en það er í lagi. Markmið hennar voru kannski dálítið öfgakennd.

FF9: Kuja sjálfur…nei ég meina sjálf. Mér fannst Kuja ekkert flott/ur en hann/hún er alls ekkert nein vonbrigði.

FF10: Ég ætla auðvitað ekki að fjalla um Sin hérna heldur hinn góðkunna Seymour Guado. Hvað meiniði? Af hverju má hann ekki vera með svona skræka rödd? Reyndar var hann ekki með skræka stelpurödd heldur var hann með svona cool gepsjúkrarödd eins og gaurinn í Resident Evil: Code Veronica. Hann var bara töffari með þessa rödd og hefði verið fáránlegur með einhverja aðra rödd . Reyndar er ég orðinn eiður á því að maður sér alltaf hver er vondi kallinn. Þeir líta alltaf eins út. Einhver spes föt og hár. Þegar maður hitti Seymour í Oporation Mi’hen vissi maður að hann var vondur þó svo hann og sérstaklega þegar maður fékk að nota hann í bardaga. Markmið hans voru fáránleg og búin til útí bláinn. Save Spira by killing. I have freed him from the suffering of life. Eitthvað svnoa bull. Hann þurfti ekkert að verða svona geðsjúkur. Það var nóg að hafa bara gömlu sindina hans SPOILER þegar hann drap pabba sinn sem sagt SPOILER END Ég veit svosem ekki.

Ég er orðinn leiður á þessu ,,bjarga heiminum frá vonda kallinum”. Það gerist ekkert annað. Það er hægt að gera illmenni sem er ekki að reyna að eyðileggja heiminn. Eins og FF9, söguþráðurinn fór nú í algjöra vitleysu þarna í endann með þennan crystal fjára.

Bless, bless
Vete