Ömurleikinn sjálfur...á einum disk Jakob gerði mjög slappa grein hér um daginn þar sem hann gagnrýndi Final Fantasy 7 út og suður án þess að hafa varla spilað hann sjálfur. Final Fantasy 7 er ekki ömurleikinn sjálfur, hann er snilld. En Annar Final Fantasy-tengdur leikur að nafni Kingdom Hearts er það hinsvegar. Hér ætla ég aðeins að lýsa þeirri leiðinlegu reynslu minni af þessu slappa leik sem ég eyddi rúmum 6000 krónum í.

Gullna reglan mín um spoilerana er í gildi þannig ef þið eruð það óheppin að þið ætlið ykkur að eyða 40 tímum í að klára Kingdom Hearts passið ykkur þá á því að rekast ekki á spoilera, þeir verða þó minniháttar í þessari grein.


Kingdom Hearts byrjar á því að aðal persóna leiksins Sora er með vinum sínum Riku og Kairi. Á þessari eyju búa þau hjá foreldrum sínum, en það er frekar skrítið þó að það eru engin hús þarna eða neitt fólk fyrir utan aðal persónurnar og nokkrar FF persónur (sem er nú meira helvítið, ég fer meira í það á eftir). En allt í einu skellur stormur á og slatti af hrikalega hræðilegum verum ráðast á þau, hrikalega hræðilegar var reyndar kaldhæðni því þær minna óumdeilanlega mikið á einn bangsa sem litla systir mín á. En allavega þau sogast öll í einhversskonar svarthol og Sora fer einn í einhverja borg þar sem Ripp, Rapp og Rupp eru búðarmenn í. Þar er hann aleinn og ætlar sér að finna vini sína, en það gerir hann ekki einn því hann fær hjálp frá Guffa og Andrési önd.

Tænilega séð lítur Kingdom Hearts þó frábærlega út. Ég tek það ekki frá þeim sem gerðu hann. Þetta er svona hálfgerð teiknimyndagrafík sem virkar mjög vel. Karakterarnir eru mjög flottir og allar hreyfingar eins og t.d. andlitshreyfingar þegar þeir tala eru mjög vel gerðar. Umhverfið er ágætt líka. Leikurinn fær líka annan kross í kladdann fyrir frábæra gervigreind. Þar sem tveir karakterar elta mann nánast allann leikinn er nauðsynlegt að gervigreindin í þeim sé góð svo þeir festast ekki bara inní veggjum og eitthvað. En það gerist aldrei, þeir klifra upp á eftir manni, stökkva og eru bara einfaldlega alltaf aftan í rassgatinu á manni. Það er einn af fáu kostum Kingdom Hearts.

Bardagakerfið er sæmilegt. Þegar maður heyrði að þessi leikur ætti að vera með Real-Time bardagakerfi hugsaði maður sér gott til glóðarinnar því það er ágætis tilbreyting frá Turn-Based kerfi Final Fantasy leikjanna. Það eru fín combo en ekki gott system til að nota galdra og hluti, það gerist mjög oft að maður er drepinn þegar maður er að því því það tekur svo langann tíma. Ég hefði líka viljað geta spilað sem einhverjir fleiri en hann lyklapétur vinur okkar í bardögum.

En nú kemur að einum versta hlut leiksins, Sjónarhornunum. Það mætti halda að þeir sem gerðu leikinn hefðu viljandi verið að reyna að gera cameruna eins pirrandi, lélega og ömurlega og þeir gátu. Maður getur stillt hana, þ.e.a.s snúið henni í kringum karakterinn með L2 og R2 en þar sem hún er svo óviðráðanleg þá gerir maður ekkert annað en að hamast á tökkunum til að stilla hana en það er ekki nóg. Því cameran er svo léleg að margir bardagar snúast meira um heppni, hvort maður sé að slá á réttann stað eða ekki frekar en færni.

Hljóðið er fínt þó. Engin mega lög eins og í Final Fantasy en talsetningin er mjög góð. Rétt er að benda á að enginn annar en Haley Joel Osment talar inná Sora og gerir það ágætlega. Hinar raddirnar eru líka fínar. Nema kannski röddin í Andrés en hún hefur alltaf farið í taugarnar á mér.

Kingdom Hearts heimurinn er ömurlegur. Þetta er nokkurn veginn bara svart space með nokkrum punktum í. Sumir þessara punkta eru borgir sem gerðar voru fyrir leikinn en langflestir eru þeir teknir úr Disney veröldinni, sem er glatað. Þegar maður ýtir á punktunn fer maður í gummí ship þar sem maður á að fljúga um og skjóta þríhyrninga þar til maður kemst að borginni. Þetta er allveg glatað, ég veit um fátt leiðinlegra en að skjóta þríhyrninga úr gúmmígeimflaug.

Það er hundleiðinlegt að vera bara að ferðast á milli Disney heima í staðinn fyrir allveg original heim eins og í Final Fantasy. Og hvernig Final Fantasy og Disney karakterum er blandað saman er skandall. Final Fantasy gaurarnir eru basicly bara aumingjar í þessum leik sem fara með ofurlítil hlutverk. Maður getur barist við þá á sumum stöðum og hefur Sora eiginlega alltaf betur, t.d. tekur Zora Tidus, Wakka og Selphie í rassgatið á einum stað í leiknum þar sem hann var einn á móti þeim þremur. Þetta er svona á mörgum stöðum, ég biðst afsökunar á því að væla svona en ég hef bara ekkert voðalega gaman af því að sjá hetjurnar í einum uppáhalds leikjunum mínum vera teknar í gegn af Andrés önd og litlum strák með ofvaxinn lykil.


Kingdom Hearts er lélegur leikur sem þú skalt gera allt til að forðast, ég kallaði FFVII gimstein í síðustu grein minni en Kingdom Hearts er ekki meira virði en riðgaður nagli.

6/10


-Lyrus