Blitzball-Final Match Ég var að byrja að spila FFX aftur af einhverri ástæðu og er nýkominn á Mi’hen Highroad, þ.e.a.s ég er nýbúinn að keppa við Luca Goars í Luca og það vill svo skemmtilega til að ég vann. Ég gat bölvað alveg hrikalega yfir þessu í fortíðinni og geta það eflaust fleiri en nú hef ég komist að því ða þessi Tournament leikur er eitt af því auðveldasta sem maður gerir í öllum FF leiknum. Það eru margir sem hata þennan leik útaf lífinu og bölva og ragna yfir Luca Goars svo ég ákvað að skrifa grein, eða gótt ráð til að rústa þeim algjörlega.

Fyrst koma leikmennirnir:
Besaid Aurochs

Keepa: Fekar slappur markmaður en ekki þó það slæmur að geta ekki varið skot úr mjög löngum færum. Það geta komið tímar sem þú vilt gjörsamlega kyssa hann.
Datto: Sá sem ég notaði minnst af öllum og er ekkert geðveikur. Veit lítið um það svosem.
Jassu: Einn uppáhalds kallinn minn því hann var með svo margfalt meira PH en hinir.
Letty: Þetta er svona gaurinn sem er alltaf hægt að rely-a á. Hann byrjar oft með boltann. Bara ágætis gutti.
Botta: Ekkert spes. Eitthvað álíka og Datto bara. Annars er ég ekki viss. Minnir að hann var með ágætt PH.
Tidus: Án gríns, ekkert sá besti. Hann hefur þó stórt role í leiknum til að vinna.
Wakka: Álíka góður og Tidus nema með örlítið meira SH. Reyndar með meira af EN og…okey miklu betri en Tidus.

Luca Goars
Veit ekki, eða man ekki alla.
Gratt (eða eitthvað): Er nánast óstöðvandi en gerir þá skyssu að skjóta alltaf of langt frá marki og skorar því nánast aldrei.
Abus: Alveg óþolandi gutti. Hann er nánast óstöðvandi að mínu mati. Hann á það samt oftast til að gefa boltann á einhvern annan. Það er allavega mín upplifun.
Gaurinn með rauða hárið: Hann er á nefa sá hættulegasti , kannski ekki sá sterkasti en hann er sá klárasti. Ekki eins og Gratt (eða eitthvað) sem skítur bara eitthvað.

Okey, nú förum við að efninu.

Fyrsti hálfleikur:
Það er eiginlega bara eitt sem þú þarft að gera í fyrri hálfleik en það er samt mikilvægasti parturinn. HALTU BOLTANUM! Haltu honum og gefðu á milli eins og vitlaus. Þetta gefur þér slatta af stigum sme leiðir til level-a, hindrar að Goars fá stig og hindra þá að skora. Believe me, það er ekkert erfitt að halda boltanum. Ef þú færð fullkomið tæki færi til að skora með Tidusi, þá er allt í lagi að gera það en mundu, í fyrri hálfleik er enginn með techniques. Þá er ég að segja að Tidus er hvorki með Sphere Shot né Jecht Shot. Því öllum vantar Tech Slots.
Ekki stressast þó Goars skora eitt mark. Það er ekki lífsendir. Þeir skoruðu ekki hjá mér og ég vann þá 2-0. Þú mátt stressast aðeins ef þú náðir ekki í Jecht Shot.

Hlé:
Hérna geturu loks equip-að techs. Reyndar bara hjá Tidus-i ef þú notaðir hann eitthvað í fyrri hálfleik. Ef þú ert með Jecht Shot, equip-aðu það þá. Annars verðuru að halda þig við Sphere Shot.
Seinni hálfleikur:
Tími til kominn að skora mörk. Það er mjög misjafnt hvað þú getur gert hérna. Þú getur skorað eitt mark og haldið boltanum restina af leiknum. Reyndu að komast í gegn með Tidusi og skora með Jecht Shot. Það er hægt að skora með Sphere Shot en það er ekki auðvelt ef það eru margir varnarmenn. Muniði að Jecht Shot hendir í burtu tveim varnarmönnum. Svo ekki bother-a að breakthrough-a alla mennina ef þú ætlar að gera Jecht Shot.
Eins og flestir vita kemur Wakka inná í staðinn fyrir Tidus þegar 3 mínútur eru liðnar af leiknum. Þá stoppar leikurinn alveg, hvað sem er að gerast, jafnvel rétt áður en enhver skorar sem getur verið bögg ef það varst þú. En Wakka er enginn aumingi. Sénsinn þinn til að nota Jecht Shot fer þegar hann kemur inná (þú notar það áður). En þegar Wakka kemur inná kemur möguleiki á að skora annað mark. Wakka er þó nokkuð sterkur og er með Venom Shot. Reyndu að komast í gegn með fáa varnarmenn í rassgatinu í þér og skora með því.

Summary
-Haltu boltanum í fyrri hálfleik til að fá stig og ekki reyna að skora.
-Equip-aðu Jecht Shot í hléinu. Ef þú ert ekki með það verður Sphere Shot að nægja.
-Skoraðu helst eitt mark með Tidus (helst Jecht Shot, annars Sphere Shot).
-Getur reynt að skora eitt mark með Wakka (Venom Shot). Skjóttu ef þú ert nokkuð öruggur.

Þannig var nú það. Ef þú vinnur leikinn færðu eitt lousy Strenght Sphere sem breytir empty node í Strenght Node. Ekki sá besti fjársjóður sem maður getur fundið. Svo er líka annað sem breytist ÖRLÍTIÐ en enga SPOILER-a er þaðJ?

Takk fyrir mig og innileg kveðja
Veteran